Ég held að ég hafi alveg gleymt að monta mig af fjármálum mínum sem urðu öllu skýrari í janúar. Mánaðarlangri baráttu (heljarins baráttu) við LíN – vafamálanefndarfundir (tveir), málskotsnefndarfundur, lögfræðingar og vesen – enduðu í því að ÉG FÆ LÁN HJÁ LÍN. Svo ég þurfti ekki að finna peningatré fyrir rúmri millu í skólagjöld + uppihaldi. Dásamlegt alveg hreint!
Gestaherbergið er mjög ánægt með að verða loksins nýtt almennilega og hlakkar mikið til. Snati og Teitur bíða einnig spenntir.
Ég verð ennþá í tímum í byrjun júlí þegar þremenningarnir mæta (Bretarnir eru ekkert í því að leyfa manni að fá sumarfrí) svo þau og Óskar verða röltandi um Kuala Lumpur og nágrennið í rúma viku.
Svo þegar ég er búin í skólanum – ætlum við að hoppa upp í flugvél til Víetnam. Þaðan förum við svo til Kambódíu – og endum í Tælandi og á einhverjum skemmtilegum eyjum þar. Já, alls ekki slæmt plan.
Fimm frækin á ferðalagi í Asíu. Me like.
Ferðin okkar verður rúmar tvær vikur – svo í byrjun ágúst verður dramatísk kveðjustund og hversdagslífið tekur við.
Annað einstaklega fréttnæmt er að við höfum tekið þá ákvörðun að kveðja Asíu í lok janúar 2009. Þá verð ég búin að sitja alla áfangana mína í Nottingham og mun bara eiga masters verkefnið sjálft eftir sem ég get skrifað hvar sem er...get verið hér, í Bretlandi eða þess vegna í Kína. Pæling?
Planið er sem sagt að flytja til Evrópu í janúar...erum meðal annars að skoða Barcelona, Prag, Bretland í heildina og fleiri lönd og borgir. Draumurinn er að Óskar geti þá fundið sér einstaklega skemmtilegt masters nám – rumpað því af á ári – og þá verð ég búin- og mun ýmist skella mér í einvern smá meiri lærdóm eða rosa sneddí vinnu....oooog svo snúum við aftur til Íslands – gamla góða Íslands.
Sounds like a plan?
Hugmyndir um góða skóla, skemmtó borgir og yndisleg lönd eru vel þegnar.
Annars er maí genginn í garð með tilheyrandi prófarispum og verkefnaskilum. Eins og venjulega er ég komin með flensuna (ónæmiskerfið mitt er svo ótrúlega non-próf-resistant) og eftir á í öllu. Basically sama gamla skólalífið....
Ofninn farinn að pípa – við hjúin tókum okkur til og bökuðum sjónvarpsköku í tilefni veikinda og prófa. Namminamm.
Over and out
8 comments:
heyrðu heyrðu heyrðu
hmmmm
það þýðir að ég nái ekki að heimsækja þig mín kæra, en hvimleitt.
en hvað um það, mér líst ofsalega vel á Barcelona, líka gott að læra nýtt tungumál en mér líst líka vel á Bretland, stutt flug og svona eiginlega nýtt tungumál líka.. hefði samt haldið að heitara land væri betra... Ég kýs Barcelona!
kossarogknús
siggadögg
Andskotinn ha!... það er bara verið að setja á mann pressu til að koma að heimsækja ykkur haha:P
Ég mæli með Praq þá verður hægt að slá tvær flugur í einu höggi og heimsækja ykkur og Sigrid og Óla
Öhomm, ég segi London eða Holland. Þar verð ég nefnilega. Kannski eruð þið líka búin að fá nóg af hitanum í bili og viljið aftur kulda (ég sagði KANNSKI)! Alltaf gott að vita af góðu fólki nálægt manni! Annars styð ég einnig öll áförm um flutning til exotískari Evrópulanda. Í Barcelona er náttúrulega frekar flottur skóli sem býður upp á MBA nám (man náttúrulega ekki hvað hann heitir, man bara að Svali í Kaupthingi talaði um hann á fræðakveldi). Er það ekki annars námið sem Óskar langaði að taka??
Ást frá Reykjavíkinni - hér er rigningarsuddi og almenn leiðindi, Sunna
P.S. Fer í 65 minútna símaviðtal + ritgerðarskrif hjá Maastricht háskóla kl. 8 í fyrramálið.. veeiiiii!
Sigga mín - þetta er einmitt a´stæðan fyrir því að ég vildi spjalla við þig um daginn! auðvitað hörmuleg tímasetning upp á ferðina ykkar - en það verður víst bara að hafa það...
hefði verið mega gaman að fá ykkur hingað og skjótast með ykkur í smá ferðalög og svona.
og Siggi minni...pressure is ON. það er bara now or never;)
Já Sunna mín....þetta er nebblega tricky. Barce hljómar mega vel - samt er Bretland eitthvað svo sniðugt- líka upp á vinnu o.s.frv.
Hann er meira að skoða international business / management og annað í áttina að því....s.s. ekki MBA gráðu heldur MS.
Þetta er allt í athugun!
Gangi þér rosa vel í símaviðtali og ritgerð og allt! Go get them!
Mitt innlegg er Barcelona,
Eftir að hafa lært og búið í Bretlandi þá er það einfaldlega of dýrt að lifa þar...
Fullt af fínum skólum í Barce.
Aldrei að vita nema við skreppum til ykkar og nýtum gestaherbergið
kv, Hemmi
já...veistu - við erum rosalega skotin í Barcelona líka. Erum að tékka á skólum - hef enn ekki náð í skottið á enskumælandi manneskju þegar ég hef hringt í skóla þar - svo við höfum ekki beint náð góðum upplýsingum..
Bretarnir aftur á móti heilla mann upp úr skónum með kurteisinni og þjónustulund -
betra fyrir mig að fá vinnu í Bretlandi - skólar á báðum stöðum eflaust fínir - flókið mál
ætli við endum ekki á því að kasta upp á þetta;)
Barcelona !!!! jáhá :)
Annars eru fiðrildin í maganum farin að segja til sín þegar ég læt hugann reika og dreymi dagdrauma um ferðina okkar !! CAN'T WAIT !!
Jæja... aftur að verkefnaskrifum.. heyrumstum fljótt og gangi vel ;)
KV. frá Köben, Sigga
Háskóli Íslands eða RU eru líka afar spennandi kostir. Líklegt. . .
Barcelona. . .Áfram Eiður! Synd með Reikhard? Whuut?
kv...
p
Post a Comment