May 6, 2008

Fréttir

Ég held að ég hafi alveg gleymt að monta mig af fjármálum mínum sem urðu öllu skýrari í janúar. Mánaðarlangri baráttu (heljarins baráttu) við LíN – vafamálanefndarfundir (tveir), málskotsnefndarfundur, lögfræðingar og vesen – enduðu í því að ÉG FÆ LÁN HJÁ LÍN. Svo ég þurfti ekki að finna peningatré fyrir rúmri millu í skólagjöld + uppihaldi. Dásamlegt alveg hreint!

Annað skemmtilegt í fréttum er að við erum að fá gesti í sumar! Jölli félagi okkar droppar við 16. júní – alveg in time fyrir undirbúning þjóðhátíðarhaldanna hér í Koi. Hálfi Ítalinn hún Sara Tosti ætlar svo að mæta frá klakanum (með sma pit stoppi í Sri Lanka) þann 4. Júlí. Ekki nóg með það – heldur ætla Sigga Hrönn og Andri að mæta frá Danmörku 7. Júlí.

Gestaherbergið er mjög ánægt með að verða loksins nýtt almennilega og hlakkar mikið til. Snati og Teitur bíða einnig spenntir.

Ég verð ennþá í tímum í byrjun júlí þegar þremenningarnir mæta (Bretarnir eru ekkert í því að leyfa manni að fá sumarfrí) svo þau og Óskar verða röltandi um Kuala Lumpur og nágrennið í rúma viku.

Svo þegar ég er búin í skólanum – ætlum við að hoppa upp í flugvél til Víetnam. Þaðan förum við svo til Kambódíu – og endum í Tælandi og á einhverjum skemmtilegum eyjum þar. Já, alls ekki slæmt plan.

Fimm frækin á ferðalagi í Asíu. Me like.

Ferðin okkar verður rúmar tvær vikur – svo í byrjun ágúst verður dramatísk kveðjustund og hversdagslífið tekur við.

Annað einstaklega fréttnæmt er að við höfum tekið þá ákvörðun að kveðja Asíu í lok janúar 2009. Þá verð ég búin að sitja alla áfangana mína í Nottingham og mun bara eiga masters verkefnið sjálft eftir sem ég get skrifað hvar sem er...get verið hér, í Bretlandi eða þess vegna í Kína. Pæling?

Planið er sem sagt að flytja til Evrópu í janúar...erum meðal annars að skoða Barcelona, Prag, Bretland í heildina og fleiri lönd og borgir. Draumurinn er að Óskar geti þá fundið sér einstaklega skemmtilegt masters nám – rumpað því af á ári – og þá verð ég búin- og mun ýmist skella mér í einvern smá meiri lærdóm eða rosa sneddí vinnu....oooog svo snúum við aftur til Íslands – gamla góða Íslands.

Sounds like a plan?

Hugmyndir um góða skóla, skemmtó borgir og yndisleg lönd eru vel þegnar.

Annars er maí genginn í garð með tilheyrandi prófarispum og verkefnaskilum. Eins og venjulega er ég komin með flensuna (ónæmiskerfið mitt er svo ótrúlega non-próf-resistant) og eftir á í öllu. Basically sama gamla skólalífið....

Ofninn farinn að pípa – við hjúin tókum okkur til og bökuðum sjónvarpsköku í tilefni veikinda og prófa. Namminamm.

Over and out

8 comments:

Sigga Dögg said...

heyrðu heyrðu heyrðu
hmmmm
það þýðir að ég nái ekki að heimsækja þig mín kæra, en hvimleitt.
en hvað um það, mér líst ofsalega vel á Barcelona, líka gott að læra nýtt tungumál en mér líst líka vel á Bretland, stutt flug og svona eiginlega nýtt tungumál líka.. hefði samt haldið að heitara land væri betra... Ég kýs Barcelona!

kossarogknús
siggadögg

Siggi said...

Andskotinn ha!... það er bara verið að setja á mann pressu til að koma að heimsækja ykkur haha:P

Ég mæli með Praq þá verður hægt að slá tvær flugur í einu höggi og heimsækja ykkur og Sigrid og Óla

Anonymous said...

Öhomm, ég segi London eða Holland. Þar verð ég nefnilega. Kannski eruð þið líka búin að fá nóg af hitanum í bili og viljið aftur kulda (ég sagði KANNSKI)! Alltaf gott að vita af góðu fólki nálægt manni! Annars styð ég einnig öll áförm um flutning til exotískari Evrópulanda. Í Barcelona er náttúrulega frekar flottur skóli sem býður upp á MBA nám (man náttúrulega ekki hvað hann heitir, man bara að Svali í Kaupthingi talaði um hann á fræðakveldi). Er það ekki annars námið sem Óskar langaði að taka??
Ást frá Reykjavíkinni - hér er rigningarsuddi og almenn leiðindi, Sunna
P.S. Fer í 65 minútna símaviðtal + ritgerðarskrif hjá Maastricht háskóla kl. 8 í fyrramálið.. veeiiiii!

Vala said...

Sigga mín - þetta er einmitt a´stæðan fyrir því að ég vildi spjalla við þig um daginn! auðvitað hörmuleg tímasetning upp á ferðina ykkar - en það verður víst bara að hafa það...

hefði verið mega gaman að fá ykkur hingað og skjótast með ykkur í smá ferðalög og svona.

og Siggi minni...pressure is ON. það er bara now or never;)

Já Sunna mín....þetta er nebblega tricky. Barce hljómar mega vel - samt er Bretland eitthvað svo sniðugt- líka upp á vinnu o.s.frv.

Hann er meira að skoða international business / management og annað í áttina að því....s.s. ekki MBA gráðu heldur MS.

Þetta er allt í athugun!

Gangi þér rosa vel í símaviðtali og ritgerð og allt! Go get them!

Anonymous said...

Mitt innlegg er Barcelona,
Eftir að hafa lært og búið í Bretlandi þá er það einfaldlega of dýrt að lifa þar...
Fullt af fínum skólum í Barce.

Aldrei að vita nema við skreppum til ykkar og nýtum gestaherbergið

kv, Hemmi

Vala said...

já...veistu - við erum rosalega skotin í Barcelona líka. Erum að tékka á skólum - hef enn ekki náð í skottið á enskumælandi manneskju þegar ég hef hringt í skóla þar - svo við höfum ekki beint náð góðum upplýsingum..

Bretarnir aftur á móti heilla mann upp úr skónum með kurteisinni og þjónustulund -

betra fyrir mig að fá vinnu í Bretlandi - skólar á báðum stöðum eflaust fínir - flókið mál

ætli við endum ekki á því að kasta upp á þetta;)

Anonymous said...

Barcelona !!!! jáhá :)

Annars eru fiðrildin í maganum farin að segja til sín þegar ég læt hugann reika og dreymi dagdrauma um ferðina okkar !! CAN'T WAIT !!

Jæja... aftur að verkefnaskrifum.. heyrumstum fljótt og gangi vel ;)

KV. frá Köben, Sigga

Unknown said...

Háskóli Íslands eða RU eru líka afar spennandi kostir. Líklegt. . .

Barcelona. . .Áfram Eiður! Synd með Reikhard? Whuut?

kv...
p