May 13, 2008

Ýmislegt

Jæja, þá er ný vika hafin og allir hressir og kátir í Koi Tropika. Helgin var einstaklega strembin hjá mér - skóli fös, laug og sunnudag og fyrirlestrar og verkleg próf alveg á hundrað. Við vorum sem sagt að ljúka við Occupational Testing Level A og Level B - sem eru réttindi sem hver sem er getur tekið í að leggja fyrir hæfnispróf og HPI persónuleikaprófið. Kostar víst fullt af peningum að taka þau - en Nottingham bauð upp á þau samhliða gráðunni okkar svona "complimentary" (enda verið að borga skólagjöld!!) eftir nokkrar vikur fáum við official plaggið og þá get ég lagt fyrir ykkur próf hægri vinstri og sagt ykkur hvernig þið eigið eftir að standa ykkur í starfi, hvar þið þurfið að bæta ykkur o.s.frv. o.s.frv. Sneddí

Gleymdi líka að gefa frekari detail á spennandi verkefnið sem við Zuie unnum í PFC Energy. Bakhtiar var sem sagt að ráða inn þrjú stykki Market Reasearch Analysts í fyrirtækið og vantaði óháða aðila til að hjálpa til með ráðningarferlið. Svo við Zuie og tveir aðrir úr fyrirtækinu vorum dómarar í "assessment center" - við Zuie vorum sem sagt "external assessors" að fylgjast með fyrirlestrum, verkefnum og öllu dæminu sem umsækjendurnir þurftu að ganga í gegnum í þessu rosa ferli.

Þetta var ekkert smá skemmtilegt - alvöru reynsla í alvöru fyrirtæki...

Í gær fórum við á French Art Festival í Kuala Lumpur. Sandra (sem er að læra event management / viðburðarstjórnun) og bekkurinn hennar tóku þátt í að setja hátíðina upp og plana - og Óskar og bekkurinn hans voru búnir að gera litla stuttmynd sem rúllaði á einum af tölvuskjáunum. Listahátíðin snerist svo í raun um verk eins fransks listamanns sem kynnti verkin sín fyrir franska sendiherranum og félögum á frönsku (talaði ekki ensku).

Maturinn var góður svo við sátum að narti og skelltum okkur svo á "The Kiter Runner" í bíó. Myndin var mjög góð - þó svo að maður hafi getað gagnrýnt hitt og þetta sem hefði mátt vera meira eins og í bókinni...mælum hiklaust með bók og mynd:)

Annað í fréttum er að Kristín og Cyppie eru að díla við króníska óheppni þessa dagana. Bílnum þeirra var rænt þarna um daginn eins og ég minntist á - með einhverjum verðmætum frá þeim og ökuskírteini Kristínar og aðgangspassa hingað inn á condomeniumið. Þau ákváðu að hætta að standa í þessari bíla-leigu og keyptu bara bíl! það atti að vera í lagi með allt en strax er eitthvað komið í ljós sem er biló....í þokkabót - braut svo einhver rúðuna á bílnum þeirra og rændi töskunni hans Cyppie úr bílnum! þetta var fyrir nokkrum dögum síðan - og það hefur ekki enn tekist að finna réttu rúðuna í bílinn - þetta er nefninlega gamall Volvo og hér er víst erfitt að nálgast varahluti fyrir slíkan bíl. Gæti endað með því að þau þurfi að panta eitt stykki frá Svíþjóð...bölvað ves - og dýrt - af því að þó að Kristín hafi beðið tryggingar-dúddan um að tryggja ALLT í bílnum (þar sem það kostar ekki mikið hér- kaskó og læti) þá var hún víst tryggð fyrir öllu NEMA rúðum...auðvitað.

Það hlýtur eitthvað rosalega skemmtilegt að fara að gerast í þeirra lífi!

Annars hefur monsoonið yfirgefið svæðið -hitinn er orðinn aðeins meiri og sólin farin að skína örlítið meira. Jólatréð er enn niðri og ég er með engin bit sökum inniveru og lærdóms. Eddi er horfinn en einhver önnur ghekko er orðin heimakomin í stofunni - heyri í henni við og við en hef ekki fundið hana enn.

Missy Elliott tónleikar um helgina? Það er pæling....



2 comments:

Sigga Dögg said...

en vala mín pró :)

uhh MISSY ER EKKI SPURNING!

I LUVSSS HER :)

en sökum yfirvofandi flutninga dömunnar þá hugsa ég að við sleppum malasíu.. hemmi benti mér líka á að þetta væri ekki svo langt frá ástralíu svo að.. hmmm
ætli það verði þá ekki bara meiri tími í afríku og mið-austurlöndum :)

hafðu það gott dear

Sunna said...

Spennandi réttindaVala!! Ég hef ekki enn ALVEG ákveðið neitt varðandi skólana, en er þó farin að hallast meira og meir að King´s College. Eitt ár og home fee og það allt!!
Bið að heilsa ykkur skötuhjúum og heimilismeðliminum Snata.

Kveðja úr barnapössunarhelvítinu - Sunna sem passar tvíburasystkini sín eftir skóla hjá þeim... ARG!!!