Jan 7, 2009

Jú gleðilegt....

Gleðileg jólin og gleðilegt nýtt ár! Þökkum allt gamalt og gott....árið var auðvitað bara tær snilld - og verður ekki verra í ár!

Þar sem við vorum svona líka dugleg að blogga úti þá held ég að það sé engin þörf á einhverjum annál-en kannski kominn tími á smá update fyrir útlensku Íslendingana...það er til dæmis helst í fréttum að:

Við Óskar erum búin að búa hjá múttu og vorum bæði að vinna í 66°norður (ég í Faxafeni og Óskar í Smáralind) undanfarinn mánuð og náðum að knúsa fjölskylduna þess á milli. Erum búin að vera mikið hjá Agnesi og Gunna og alveg himinlifandi yfir því að geta loksins knúsað og kysst hann Óskar Inga jr í ræmur daglega....svo kósý.

Ég kom vinkonunum á óvart í "stelpupartíi" þar sem ég náði að hágræta tvær...fjölskyldan fékk líka ágætt sjokk þegar við komum heim og var þetta allt saman rosalega gaman.

Náðum að kíkja í sveitina til pabba á hestbak - í spilakvöld - afmæli hjá Þóru systur og margt fleira. Svo erum við búin að vera í milljón matarboðum og halda rosalega kósý jól og áramót í faðmi fjölskyldunnar. Fengum alveg frábæra jólapakka og fólkið var himnlifandi með bollywood myndirnar, sjölin, bænahattana og það sem þau fengu í jólagjöf frá framandi austurlöndunum....

Erum bæði örugglega búin að bæta á okkur 5 kg...ji minn alli (og búddi) hvað maður saknaði matarins. En það er líka um að gera að bæta á sig smá fóðri fyrir kalda veturinn...gengur ekkert annað. Eitthvað langt í að maður beri sig í bikiní svo þetta er fínt í bili.

Óskar byrjar í skólanum eftir 10 daga og er rosalega spenntur. Þó það hafi verið eitthvað vesen með fjármagn í HÍ (og færri nemendur teknir inn) þá lítur allt út fyrir að það muni ekki bitna á honum so it's all good...

Ég fékk semi fullt/hálft starf í 66 hjá Hörpu minni í kringlunni og mun mæta um kl. 14 og vera til lokunnar - algjör snilld. Næ að læra fyrir hádegi og slíta svo daginn aðeins í sundur og vinna fyrir smá aur.

Núna erum við sem sagt bara að melta - ennþá - og leita að íbúð og koma okkur í rútínu svona í rólegheitunum áður en janúar hefst af fullri alvöru. Ætti ekki að vera erfitt að finna íbúðir þessa dagana og verðin eru strax farin að hrapa vel niður.

Þrátt fyrir eeeeendalaust krepputal, litla birtu, slyddu, kulda og stanslaust prógram erum við enn full bjartsýni og himinlifandi með að vera komin aftur til litla Íslands. Þetta er líka í fyrsta skipti í mörg mörg ár sem við eigum ekki flugmiða til að fara neitt - undarleg en hressandi tilfinning þegar maður er búinn að vera svona mikið á ferðinni.

...ætli maður haldi ekki áfram að blogga smá - jafnvel á ensku bara fyrir allt fólkið úti í heimi! Sjáum til hvað gerist.

Svo já, þetta er svona í stuttu máli það sem hefur drifið á okkar daga so far.

Vonum að allir séu hressir og kátir - bestu kveðjur til ykkar allra...nær og fjær

1 comment:

Sunna said...

Elskurnar - gleðilegt ár! Gott að þið séuð komin heim og ánægð með það :).

Hafið það sem allra best,
Sunni í Lonogdon