Jan 17, 2009

Helstu fréttir / The latest news

Halló allir

Ég ákvað að fyllast metnaði og skrifa nokkrar línur á ensku líka fyrir vini og vandamenn erlendis svona í tilefni af því að þetta er bloggfærsla númer 100 hjá okkur! ...svo færslurnar verða kannski ögn styttri en venjulega;)

Þá er rútínan nokkurn vegin komin í gang....Mætum galvösk á þjóðarbókhlöðuna milli 8 og 9 á morgnanna og svo fer Óskar stundum í tíma og ég í vinnuna kl. 14. Svaðalega fínt. Svo keyptum við okkur auðvitað líkamsræktarkort og ég og Harpa vinkona ætlum að skella okkur í gönguklúbb þar sem við munum fara í hellaferðir, príla upp nokkur fjöll og enda á hæsta tindi Íslands - hnúkinum sjálfum (sem verður þó ekki fyrr en í júní). Jújú, maður er að massa þetta...

Annað í fréttum er að við fengum íbúð - 65fm með öllum húsgögnum og smáhlutum! hún er í Álftamýri og við fáum lyklana á morgun.

Svo já - allt að komast í rétt horf á klakanum og við hress og kát.

Hello everyone

I decided to become uber ambitious and write the blog in english as well for you wonderful people in Malaysia - Denmark - Indonesia - and all over the place:) so it's only gonna be a short update.....

Our life is finally falling into routine! We're at the library around 8 or 9 in the morning - Óskar has classes all days except for fridays and I go to work at 14 o'clock (until 6.30). Very nice. Both of us have invested in a gym card and then I'm gonna go along with a friend for a mountain climbing group thingy where we'll end up climbing the tallest mountain in Iceland in June.

We also finally found an apartment....65 square meters - fully furnished with glasses, plates etc. We'll get the keys tomorrow and move in on wednesday....very excited!

So yes...we're just happy as always and glad to be settling in at home again.

Some pictures from our first month back home and the holidays will come in soon!

4 comments:

Anonymous said...

Hey, má ég vera memm í gönguklúbbnum? Búin að ætla á Hnúkinn í mörg ár en hef aldrei komist svo langt að plana það almennilega!

oskaringi said...

Íslenskir fjallaleiðsögumenn eru að plana þetta allt saman.....það eru sko guidar og læti! þeir sem vilja (og tíma) mega endilega koma memm!

Anonymous said...

hljómar ógó vel, en vala var að segja mér að þetta kostaði 30þ! veit ekki hvort atvinnulaus budda leyfir það ;-)

Vala said...

hehehe

Það er svona að fá góðan díl;) skil þig vel, mundi tæplega tíma því sjálf...