Dec 1, 2008

Ísland, fagra Ísland

Ég var að labba niður Laugarveginn með elskulegri systur minni, GunGun og Óskari Inga litla þegar að ég fyrst áttaði mig á því að ég væri kominn til Íslands. Þar sem ég labbaði niður Laugarveginn í -10 gráðum með rokið öskrandi framan í mig, þá mæti ég óteljandi útlendingum sem eru allir klifjaðir af pokum og allir að tala mismunandi útlensku. Þar sem ég þykist skilja nokkur tungumál, þá tók ég nú eftir hvað aðalumræðuefnið var. Fólk ræddi aðalega um hversu ódýrt allt væri hérna og hversu miklum pening það ætlaði að eyða í vibót. Þetta fólk var allt saman hlæjandi og skemmti sér konunglega. Svo sá ég líka fólk sem var ekkert svakalega brosmilt, en þó ekki vælandi, en nálægt samt. Þau löbbuðu þarna nokkur hér og þar með enga poka og skoðuðu gluggana í búðunum, eflaust að finna út hvernig væri best að ræna búðina. Þetta fólk talaði saman Íslensku og þar var eina topicið þessa blessaða kreppa. Síðan settist það uppí leðurklæddu Range Roverana og brunaði í burtu. Þegar ég kom neðst á Laugarveginn þá sá ég Ómar Ragnarson koma úr einhverjum skuggalega litlum bíl og vera að röfla um hversu litlu bensíni hann eyðir. Mér leið eins og ég væri að svífa í gegnum einhverja bók sem verður skrifuð 2050 þar sem var verið að lýsa ástandinu árið 2008.

Ég er kominn inn í Háskóla Íslands þar sem ég hyggst klára Master í Markaðsfræði og Alþjóðaviðskiptum. Þetta nám tekur eitt erfitt ár og eru bókakaup handan við hornið svo maður geti undirbúið sig svolítið :D Ég býst við skemmtilegu og afkastaríku ári, árið 2009 :D

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju elsku sonur. Mer lyst vel a thetta.

Anonymous said...

snilldarblogg.... !! get ekki bedid eftir ad koma heim og upplifa tetta .. HEHEHE !!!

Kem by the way í næstum tví 2 vikur.. !! tannig ad tad ætti sko ad vera tími fyrir eins og smá catching up og fleira :)

Hlakka rosalega til ad sjá ykkur hjónakornin og Óskar minn TIL HAMINGJU med ad vera kominn inn í skólann... :)