Nov 24, 2008

Hvít lygi

VIÐ ERUM KOMIN HEIM!!!


Þið sem við lugum óspart að - fyrirgefið...það var bara svo miklu skemmtilegra að koma ykkur á óvart. Gleðin og tárin sem hafa mætt manni í dyragættinni hjá fjölskyldu og vinum hafa alveg verið þess virði.....

Vorum í tvo sólarhringa á leiðinni - komum við í Abu Dhabi og frusum svo í London. Ég gerði óhjákvæmilega félagslega tilraun þar sem ég get miðlað reynslu af því hvernig aðrir koma fram við fólk í hjólastól og höfum við varla hætt að skjálfa síðan við lentum. Ótrúlegt hvað maður þarf að venjast veðurfarinu aftur....lentum í Keflavík um miðnætti og fengum okkur pulsu og appelsín í gleri. Priceless...

Erum annars himinlifandi og búin að fá endalaust af góðum mat, nammi og drykkjum síðan við komum. Held að líkaminn hafi jafnvel fengið smá mjólkuráfall þar sem það var mjólk í morgunmat, jógúrt yfir daginn, ostur með öllu og kotasæla...mmmm ekki búin að fá góðar mjólkurvörur í ár! Alsæla hér á bæ.

Ætli maður eigi efir að sakna asíska matarins, ferska djússins og bænasöngsins í moskunni? Æi ég veit það ekki...kannski stundum pínu en við ákváðum að Ísland væri best í heimi - meira að segja í kreppunni.

Spurningin sem brennur á vörum allra er auðvitað "og hvað varð um Snata?". Hún Zuie Zuie Ng bekkjarsystir mín ættleiddi elskuna okkar. Hann hefur eignast nýtt tré og eiginkonu og hefur það víst rosalega gott í borginni Klang. Við kvöttum hann í IKEA potti með sorg í hjarta en gleði þar sem við vitum að líf hans heldur nú áfram og stofnun fjölskyldu á næsta leiti.

Búum hjá mömmu í bili þar sem Óskar kúrir út vikuna á meðan ég sit á Selfossi í kjallaranum hjá pabba með hundinum og kettinum og læri eins og vindurinn þangað til á sunnudaginn!

En nú nenni ég ekki að skrifa meir þar sem þið getið loksins bara hitt okkur eða bjallað!


Óskar: 8462184
Vala: 8461033 (mitt virkar eftir nokkra daga, pabbi er 4824001)

Love you longtime

3 comments:

Óli Jónz said...

Ykkur leiðist ekki að fokka í fólki með tíma ;)

Ég sé að greinin er skrifuð 24. nóvember en þó les ég hana 23. nóv. Undarlegt, vona að þið hafið ekki óvart komið upp um ykkur með því ;)

Til lukku með BA Skari. Hlakka til að heyra í ykkur.

Kveðja
Óli

Anonymous said...

Haha fjandinn, hlakka til að hitta á ykkur! búum náttla rétt hjá! kíkið í kaffi!

Anonymous said...

Víííííí ;). Hlakka svoo til að knúsa þig Vala mín og heyra allt, þegar ég kem heim!