Nov 5, 2008

Nei hættið nú alveg....

Smá status check

JAN 2009: RM1 = 18 ISKR

NÓV 2009: RM1 = 38 ISKR

Hvað er að gerast? Væruð þið til í að laga þetta núna? Ásamt því að preventa verðbólgu á öllum vörum áður en maður kemur heim? og hækka launin - og ráða alla aftur - og...

Já, kreppulausi miðillinn þurfti að tjá sig bara smá. Við erum farin að skilja greyið námsmennina í Bretlandi sem eru farnir að flýja heim; við búum í Asíu og maður nær ekki endum saman þrátt fyrir það að vera að borga hlægilega leigu. Svo maður tali nú ekki um flugmiðana sem maður á eftir að kaupa heim á himinháu gengi og

SKÓLAGJÖLDIN!!!!

...jájá, mín fær sem betur fer lán frá LÍN en eina önn í einu = eftir að borga 2/3 hluta gjaldanna og sá hluti er orðinn ríflega tvöfaldur (og restin því í 7 stafa tölu!!). Kræstos...

Þetta þýðir bara eitt: Neyðarlán.is. Það verða örugglega þvílíku tölurnar sem LÍN púkkar út á þessari önn...

Jæja. Það sama gengur yfir alla og allir eru í veseni.... aaah gott að blása. fussumsvei segi ég eins og amma.

Ég held að við þurfum að fara að setjast niður með ömmum og öfum og fá almennilegar upplýsingar um það hvernig þau komust nú af back in the days. Við Óskar áttum gott spjall við afa á Egilsstöðum um jólin um barnæsku hans þar sem hann sagði okkur hversdagslegar sögur (að hans mati) sem okkur fannst vera hetjusögur sem lýstu þvílíku hugrekki....

Ætli við séum ekki dálítið góðu vön? Pæling að fara að prjóna lopapeysur og byggja sinn eigin kofa einhversstaðar...fá sjálfsþurftarbúskapinn aftur og allt það.

Úr leiðindum og í gleðina:

Til hamingju Bandaríkin!!! Vel gert.

..og til hamingju Lára Kristín með afmælið!

Mig dreymdi í nótt að ég væri að kaupa cheerios (sem er ekki hægt að kaupa hér) og þar á eftir var ég hlaupandi um Ísland með Kristínu Helgu og pabba þar sem við lentum í ýmsum ævintýrum! Sá draumur var algjörlega of flókinn til að útskýra frekar....en Kristín var alltaf að hlaupa lengst á undan okkur pabba....hmmmm

Smá heimþrá? gæti verið...

Stuð að eilífu

6 comments:

Anonymous said...

æ hvað mér þykir gaman að fá að vera með þér í draumalandinu :-)
annars hlaut að koma að því að kreppulausi miðillinn þyrfti að fá smá útrás, enda hlýtur það að vera erfitt að vera námsmaður í útlöndum núna.
hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið heim, maður fer nú bara að telja niður bráðum!

Anonymous said...

búið þið í framtíðinni? 2009? hehe annars er cheerios orðið of dýrt fyrir almennann kreppuling hér á íslandi...

oskaringi said...

Það er svo mikill tímamunur hérna..Getur rétt ímyndað þér hvernig það er að jafna sig eftir flugið

Vala said...

hahaha

já..eins og Óskar segir. Þetta er tímamunurinn...

Anonymous said...

það verður þá gaman fyrir ykkur að koma aftur heim, back to the past ;)

kveðja, harpa

Sigga Dögg said...

vala, afhverju bloggar kristín helga ekki? ég vil nýta tækifærið og kasta til hennar kveðju hérmeð og þakka fyrir kommentin :)
vala mín, ég held að asía eigi bara ansi marga hluti sameiginlega! þó sé ég sumstaðar mun á indlandi og tælandi og laos og verður það áhugavert að skoða landið enn betur.. keep u posted on that one.
en já cheerios. hér er mjólkin skrýtin og "curd" eða jógúrtið þeirra er eins og AB mjólk opg súrmjólk blandað saman með kekkjum, ekki spes. ég mun lifa á morgunkorni þegar ég kem heim.. klárt mál ;)
knúsogkossar og gangi ykkur vel í skólanum!!