Nov 4, 2008

Kominn í 2. gír

Þegar ég fer í skólann þá nýti ég 3 mismunandi ferðakosti. Ég byrja á því að rölta út á lestarstöð hérna rétt hjá sem tekur ca. 5 mín. Þar tek ég lest sem rúllar hratt og óörugglega útá KL Sentral (já, Sentral með S-i) á um það bil 5 mín. Þar bíður mín þessi fína lest sem heitir KLIA express og færir hún mig hratt og örugglega til Putrajaya. Það ferðalag tekur ekki mikið meira en 17 mín. Þar þarf ég síðan að taka teksi (leigubíl) alla leið upp í skóla. Lengd leigubílaferðanna tekur mislangan tíma og fer oftast eftir því hversu sniðugur leigubílstjórinn heldur að hann sé, með mis árángursríkum "shortcuts". Ég geri mér fulla grein fyrir hvað styðsta leiðin er, en þeir horfa bara á mig og hlægja að hvíta manninum sem þykist vita eitthvað. Ég glotti bara á móti. Þegar ég kemst svo á leiðarenda, þá hefur ferðalagið tekið mig ca. 45 mín með biðum og tilviljunarkenndum lestarstoppum. Nú í gær fórum við Vala saman upp í skóla þar sem ég var með fyrirlestur og Vala ákvað að læra aðeins á kaffihúsinu þarna uppfrá. Á leiðinni fengum við fínasta leigubílstjóra sem hafði einungis einn galla. Hann keyrði á 120KM í 2. gír, en svo þegar við komum upp að brekku, þá negldi hann í 5 gír. Svo bölvaði hann bílnum fyrir að komast ekki upp brekkuna. Það var þá sem ég skildi, ólíkt bloggfærslunni minni um daginn, að ég er ekki á leiðinni upp brekku í fimmta gír.

Kær Kveðja frá okkur lærandi fólkinu
Óskar Bule og Vala Lah

1 comment:

Vala said...

blessuðu bílstjórarnir...það var vissulega reynsla að sitja í bíl - í 5 gír - upp alla brekkuna! Svo þegar hann kom á jafnsléttu skellti hann honum í 2 gír..hehe