Nov 10, 2008

Matur-Asía-Ísland

Til þess að vera samstíga Íslendingum í kreppunni höfum við endunefnt bloggið okkar eins og þið sjáið kannski hér að ofan. Fínur hljómur í titlinum og vel viðeigandi á þessum tímum....er það ekki annars?

Við hittumst nokkur úr bekknum í gær og fórum út að borða á local indverskan mamak stað í ´Brickfields´hverfinu og fengum okkur svo einn drykk með Prem og Önnu í ´Bangsar´(upper class hreint non-malasískt hverfi). Snæddum alls kyns kjúlla, fisk og naan með ferskum djúsum og malasísku te. Mjög hefðbundið asískt kvöld þar á ferð. Anna sagði mér svo áðan að hún hefði heyrt auglýsingar um Íslandsferðir hér...aldrei að vita nema árgangurinn mæti bara á klakann í þessu krónuástandi. Hrikalega praktískt fyrir Malasíubúann að koma í heimsókn (og jú, alla aðra).

Þetta var fyrsta máltíðin sem við höfum snætt með Malasíu / Asíubúum þar sem þeir pöntuðu sér EKKI hrísgrjón. Ég vakti athygli á þessu máli en þeim fannst þetta auðvitað bara fáránlegt; apparently pantar maður sér ANNAÐHVORT naan (eða annars konar indælt indverskt brauð) EÐA hrísgrjón.

Þegar við Óskar fáum okkur indverskan á horninu þá fáum við okkur kjúlla í sósu, naan OG hrísgrjón. Maður bara kann greinilega ekkert á þetta...

Annað í fréttum er að landflutningsplön okkar á nýju ári eru líklegast breytt. Við stöldrum eflaust lengur við heima en upphaflega var planað (jafnvel þar til í september að minnsta kosti) svo þið sem flýið ekki land getið verið gífurlega hamingjusöm yfir þessari ákvörðun;)

Óskar lærir eins og vindurinn og er að skila stærsta verkefninu sínu á miðvikudaginn. Við tókum hlé í dag til að gera tilraun 5 á að opna bankareikning fyrir mig. The process:

Ferð 1: Var hafnað af því að ég verð að vera með bréf frá skólanum um staðfestingu á skólavist...

Ferð 2: Var hafnað af því að Nottingham hafði óvart gert ´jan 2007´í dagsetningu á bréfið um staðfestingu á skólavist..

Ferð 3. Var hafnað af því að ég er ekki með visa í 12 mánuði í viðbót...(í Maybank..svo nú erum við að reyna CIMBank). Auðvitað samt var ég látin fylla út umsókn og bíða í 25 mínútur áður en þeir gátu ælt þessu út úr sér.

Ferð 4. Var hafnað af því að bréfið frá Nottingham var stílað á Malayan bankan berhad en ekki CIMBank

Ferð 5: Var hafnað af því að bréfið frá skólanum sem var stílað á CIMBank var ekki stílað specifically á Masjid India Branch (eins og maður þyrfti bréf frá skólanum, stílað á manager Glitnis, Kringluútibú?). Einnig vildi hún ekki taka umsóknina gilda þar sem ég fyllti hana út með bláu bleki en ekki svörtu.

Við bíðum virkilega, virkilega, virkilega spennt eftir niðurstöðum sjöttu ferðarinnar. Tilgáturnar eru að okkur verði hafnað:

a) af því að aðal útibú skólans míns er ekki í Kuala Lumpur (fólk hefur lent í því)og ég verði beðin að opna reikning í Semenyih (þar sem mér verður svo bannað að opna reikning af því leigusamningurinn minn er í KL)

b) af því að visað mitt rennur út í febrúar...

Óskari hefur verið hafnað m.a. af því að hann var ekki með leigusamning, af því að hann var í "vitlausu útibúi" (miðað við staðsetningu skólans) og vegna þess að hann átti að panta tíma og koma 10 dögum seinna til að skila eyðublaðinu.Þetta gekk þó á endanum hjá honum svo nú er það bara að vona það besta!

Það verður gaman að sjá hvað gerist á morgun....dammdammdammdamm

Einnig munum við klárlega skanna inn umsóknina til að sýna ykkur þær margvíslegu siðferðislega röngu spurnignar sem koma þar fram.

d: Race: Malay, native, chinese, indian, others

Religion: Islam, Buddhism, Christian, Hinduism, Sikhism, others

Monthly income range: verður að svara....svo verður einnig að gefa upp áhugamál, lifestyle og fleira sem ég hélt að kæmi bankanum bara ekkert við þegar ég er að reyna að opna bankareikning...ekki fá lán heldur einungis opna reikning!

Ásdís tengdamútta og Inga vinkona hennar lögðu í hann í dag og verða í Tælandi fram á föstudag þegar þær mæta til Kuala Lumpur! Það verður nú gaman að knúsa þær...

Vala - sem er ekki búin að ganga í sokkum mánuðum saman

4 comments:

Anonymous said...

Gaman að fylgjast með því hvernig gengur að komast í gegnum bankakerfið ennnnnnn.... Ég legg til að þið skiptið aftur um nafn á síðunni - það er líklegt að þetta falli í grýttan jarðveg hjá einhverjum sem skilja ekki íslensku en skila heiti síðunnar því það er á ensku - gæti valdið ykkur vandamálum núna eða síðar.

Kveðja frá Íslandi
GRJ

Anonymous said...

Hlustið á plottarann mikla maður veit aldrei hvað hann er að plotta en ég vil ekki láta handtaka ykkur. Annars er ég einstaklega ánægð með að þið verðið hérna á klakanum lengi......verí happí
Kv. sys og mágkona

Anonymous said...

jibbí, þá fæ ég félaga á bókhlöðuna! gangi ykkur vel með bankamálin, alveg á síðasta snúningi að fá ykkur bankareikning ef þið eruð að koma heim eftir 2 mánuði! hahaha :-)

Vala said...

hehe....true! EN....eins og ég segi - þetta er búið að vera langt ferli, svo við ÆTLUÐUM að stofna reikning fyrir löngu...hehemmm

Talaði við Nottingham áðan af því að ég þurfti nýtt bréf með upplýsingum um bankann - fyrir bankann - (kræstos) og bað hana að updata dagsetningu bréfsins þar sem þeir tóku ljósrit í bankanum af fyrra bréfinu. Vill nú ekki að þetta lúkki eins og ég sé að falsa eða eitthvað.

Hún náði mér greinilega ekki og skrifaði 17. nóvember. FRAM Í TÍMANN!!! WHY...WHY...WHY....svo ég get ekki farið í bankann fyrr en í næstu viku...eða talað aftur við Nottingham og biðja um annað bréf....og bíða eftir því að það sendist frá Semenyih (sveitin, aparnir og skólinn) og hingað til KL.

Úff...spennó

Jújú, hryðjuverkaummælin fara kannski að yfirgefa svæðið svo væntumþykjandi fjölskyldumeðlimir geta verið áhyggjulausir:)