Nov 13, 2008

Lærimann og 25-mann

Sæl og blessuð

Síðustu dagar hafa mestmegnis verið tileinkaðir lærdómi. Við sitjum í sitthvoru horninu að læra með headphones. Svo er dottið i stuttar pásur inná milli sem fara aðalega í göngurtúra eða einn sjónvarpsþátt. Vala keypti sér L word seríu og hellti sér yfir þá þætti. Svo var fjárfest í CSI NY þáttaröð. Þegar ég horfi á þessa þætti þá er ég alveg óþolandi!! Vala er byrjuð að skamma mig mikið, en án gríns, hvað er mááálið með þessa þætti. Ef þið hafið horft á þessa þætti þá vitið þið hvað ég er að tala um, vona ég. Tökum dæmi: Maður finnst dauður á þaki, hann var skotinn í hausinn. CSI liðið okkar kemur hlaupandi með byssur (Af hverju CSI fólk væri með byssur og í vestum skil ég ekki). Þeir sjá manninn dauðann. UM LEIÐ segir einhver: "Já ég sé að þessi maður hefur verið að veiða í hudson ánni fyrir 3 árum. Hann er með bit sem líta út fyrir að vera af dýri sem lifir einungis í Hudson, og þá aðallega við New jersey, en þó bara austurhliðinni af höfninni þar sem að olíuverksmiðjan hinum megin er með of mikið magn af eiturefnum í úrgangnum til að þessi dýr geta lifað þar." Einhver horfir á gæjann og segjir: "Svo þessi maður hlýtur að vera starfsmaður á krana, þar sem að kraninn nær út fyrir hafnarsvæðið og þar af leiðandi gæti verið að hann hafi fengið bit. Ég veit að kranamenn stunda það grimmt að stinga sér fram af krönunum eftir vinnu og þar gæti hann hafa fengið þessi bit" Svo leysa þeir málið og komast að því að það var dúkka sem hann snetri í dótabúð á 22nd street sem að gaf frá sér eitur sem að leiddi til þess að kaffið hans brann á honum inniflin. Sá sem setti eitrið í dúkkuna var eflaust gamla konan sem hoppaði fram af krananum í eftirsjá af því að myrða dótturson sinn sem hún samt ættleiddi frá Japan.

Ég verð að segja, að þetta er án gríns eitt það versta sem ég hef séð, EÐA þá er einhver með geðsjúkan húmor að skrifa þessa þætti en kaninn er svo blindur að hann heldur að svona gangi löggustörf fyrir sig. Ég veit ekki. Ég er allavega hættur að horfa á CSI.

Valan mín á afmæli eftir 45 mín á Malasískum tíma. Ég reyndar tek ekki í mál að afmælinu verði fagnað fyrr en klukkan 7 am, eða klukkan 12 á norskum tíma þar sem að Vala er fædd þar. Hún tók ekki vel í það. Ein að verða 25 ára takk fyrir það. Samanlagt verðum við þá fimmtug og það er sko engin skömm í því! Ykkur er öllum hérmeð boðið í afmælisveislu á laugardaginn á Changat Bukit Bintang, á bar sem nefnist Ceylon. Við munum byrja þetta um 9 leytið, endilega fjölmenna :D

Annars sá ég í fréttum að einhver er byrjaður að selja stafræna legsteina í Þýskalandi. Ég gerði einmitt tillögu að svoleiðis uniti í KTS árið 2005. Þá var mikið hlegið og mér sagt að þetta væri ekki hægt. :D Maður hefði greinilega betur farið í þennan bransa.

En vildi bara svona láta vita af okkur og væla aðeins um CSI, þó að ég klárlega velji sjónvarpsefnið, en það er bara ekki hægt að slökkva þegar maður bíður spenntur eftir næsta geðsjúka plotti :D

Vona að allir hafi það gott og standi nú saman í ástandinu sem ríkir heima.
Kær kveðja
Óskar Bule

7 comments:

Anonymous said...

Þið hjúin eruð svo fáránlega fyndin. En hvað það hlýtur alltaf að vera gaman hjá ykkur! Til að slá varnagla, þá segi ég þetta í fullri hreinskilni. Ég á það til að orga úr hlátri yfir top 5 og óvenjulegu atferli Malasíubúans ásamt sögum af ykkar daglega lífi. Þið eruð svo helvíti góðir pennar!!

Elskur, gangi ykkur vel að læra og góða skemmtun yfir fanta flóknum og realistiskum kanaplottum!

Sunni

Óli Jónz said...

Hæhæ

Skítt með norska tímann og til hamingju með afmælið Vala.

Ef þið sjáið mömmu og pabba eitthvað á ferð þarna í Asíu þá bið ég að heilsa. Er Asía ekki bara á stærð við Seltjarnarnes?

Kveðja frá Prag

Anonymous said...

Afmæliskveðja frá Íslandi, við tökum undir það að þið eruð góðir pennar - upplifgandi í ruglinu hér að lesa um menninguna í Malasíu.

GRJ + Gyða

Vala said...

Takk fyrir falleg orð og kveðjur:)

Jú Óli minn, eigum alveg pottþétt eftir að rekast á foreldra þína. Eru þau ekki í kringum Peking einhversstaðar? handan við hornið bara alveg hreint...

Gaman að það getur verið upplífgandi í kreppunnni að lesa sögur af Malasíubúanum!

Anonymous said...

Hæ hæ
hehehe...þeir eru alveg met þessir CSI þættir þó mér finnist nú alveg skemmtilegt að horfa á þá af og til...
En innilega til hamingju með afmælið Vala mín... ;)

Kv.Sara Tosti

Þórir said...

Hey... til hamingju með ammælið Vala!

og Óskar, var ekki einhver þjóðverji með okkur í bekk í KTS? Kannski að hann hafi bara stolið þessari hugmynd þinni?

Vala said...

Takk elskurnar mínar