Nov 16, 2008

Gleði gleði gleði....

Orðin hálffimmtug og hrukkurnar ennþá í felum og gráun hárin ekki komin. Hjúkk.

Takk fyrir allar afmælisóskirnar elskurnar!! Ég fékk meira að segja afmælispakka frá Kristínu Helgu minni á klakanum, takk ástin:)

Afmælisdagurinn byrjaði á miðnætti þegar ég fékk rós - og ekta malasíska því hún var úr plasti (lítið um alvöru blómabúðir hér en plastblóm út um allt) og einn kaldann bjór og pakka frá manninum mínum! Fékk rosa flotta gönguskó og ekkert smá ánægð með þá. Nú erum við sko tilbúin í fjöllin og útiveru á Íslandi (þar sem starfsframinn í 66 klæddi okkur vel upp síðustu jól).

Við kíktum svo í morgunkaffi á Starbucks þar sem við sátum í skínandi sól við hliðina á risa stórum silfur-glimmer engli og skilti sem á stóð "Happy Christmas and a Happy New Year". Það rann upp fyrir mér að ég hef aldrei átt afmæli að "sumri" til áður og ekki séð jólaskraut að sumri til heldur. Þetta var fremur skrýtin blanda en huggulegt engu að síður.

Tengdamútta og Inga vinkona hennar komu svo síðdegis og komu með íslenskt nammi, moggann, lakkrís frá Danmörku og tuborg julebryg. Verður ekki betra!! Svo toppaði Ásdís þetta með rosalega fallegri og hlýrri peysu sem ég fékk í afmælisgjöf, svo maður frjósi nú ekki þegar maður kemur loks á klakann. Þegar við vorum hætt að hamstra á góðgætinu skelltum við okkur í einn drykk á Luna Bar (sem er á 33. hæð á þaki á hóteli með æðislegu útsýni) og þar á eftir út að borða á Bangkok Jazz. Prýðiskvöld alveg hreint.

Óskar kláraði svo skólann á laugardagsmorguninn þegar hann flutti síðasta fyrirlesturinn sinn!

Til hamingju með BA gráðuna elskan!!!

Í tilefni af afmæli og skólalokum buðum við í partí í gær á bar hér rétt hjá þar sem við Íslendingarnir og nokkrir bekkjarfélagar okkar beggja komu saman. Ég fékk æðislega afmælispakka, þ.á.m. 100.000 kall frá Bian vini okkar!!! (tjah, reyndar 100.000 indónesískar rúpíur en það þarf enginn að vita, ég get örugglega nýtt þetta vel á klakanum!) og kvöldið heppnaðist mjög vel...

Sögustund: Var ég búin að segja ykkur frá honum Balakrishna - indian-malay leigubílstjóranum?

Hann Balakrishna er hrikalega hress leigubílstjóri sem er með rosalega skreyttan bíl sem er allur út í blómakrönsum og hindú styttum. Hann syngur og hlær allan daginn og er rosalega hávær týpa. Einn daginn missti hann sig þvílíkt þegar hann heyrði að ég kæmi frá Íslandi. Þá hafði hann verið að vinna með "Stephen", dýralækni frá Íslandi, þegar hann var 16 ára gamall... Balakrishna að hjálpa til á einhverju mjólkurbúi þar sem Stephen var að vinna. Hann átti mynd af honum Stephen og heimilsfangið hans og dreymdi að heyra í honum einn daginn. Ég sagði honum að það væri nú ekki mikið mál að finna einn dýralækni fyrir hann (sem ég var búin að ákveða að héti Stefán) þar sem það byggju nú ekki margir á klakanum. Hann varð alveg hreint himinlifandi og hringdi heim í son sinn sem náði í upplýsingarnar í minningarkassann.

Stephen eitthvað
xxxx eitthvað road
Póstnúmer eitthvað
Staten Island
New York


Það halda allir að við séum frá Írlandi og fáir vita að Ísland sé land...en Staten Island hef ég ekki heyrt áður.

Hann var frekar ruglaður og er nú engu nær hvaðan við komum...en ég held að hann hafi nú náð því á endanum að New York er í Bandaríkjunum og að Staten Island er ekki það sama og Iceland...

Nú dynur monsoon-rigningin svona líka huggulega á glugganum og það er frekar dimmt yfir. Íslensk stemmning og lærdómurinn hefst eftir smá ryðgaðan morgun. Hehemm. Maður er á deadline 1. des svo þetta nú byrjar rispan!!! Oskar, Ásdsís og Inga eru að túristast og lenti Inga m.a. í því áðan að api kastaði í hana kókoshnetu í Batu Caves (hellum sem eru hér rétt utan við borgina). Mikið gaman - mikið fjör.

Ég kveð í þrumum, eldingum, rómantík og lestri...

5 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með gráðuna Óskar! gott að afmælisdagurinn var góður Vala mín, íslenskt nammi og alles ;-)

Anonymous said...

Hæ og hjartanlega til hamingju með BA'ið.

Gangi þér vel Vala með lærdóminn í monsoon rigningunni.

Kveðja
GRJ - pabbi / tengdó

Anonymous said...

Til hammaraaa með BA!!
Gott lakkrísát - mmm mig langar í lakkrís..

S

Anonymous said...

Til hamingju með þetta elskurnar mínar, nú er rosalega stutt í að ég hitti ykkur eða 2,5..... það er ekki neitt. Luv ja
Kv. sys og má

Anonymous said...

Til hamingju Óskar með BA gráðuna !!

hahaha elska leigubílstjórasögurnar frá malasíu :)

kv. harpa