Nov 2, 2008

Allt og ekkert

Það er mikið að gera í skólanum núna og er ég farin að sakna þjóðarbókhlöðunnar og Odda gífurlega. Ég hélt að ég kæmist í gegnum lífið án þess að finna fyrir þeirri tilfinningu....

Það er kominn nóvember. Það er rugl! Óskar búinn með skólann eftir tvær vikur, ég að verða hálffimmtug og jólin á næsta leiti. Alveg ótrúlegt hvað tímanum líður..

Helst í fréttum frá Malasíu er að um áramótin verður víst lagabreyting þar sem það verður loksins skylt að vera í sætisbeltum aftur í bílum. Þetta þykir mér indælt og gott að vita. Það væri rosalega skemmtilegt ef lögreglan myndi fjalla aðeins um yfirfarþega í leiðinni; heilu fjölskyldurnar sitja í bílunum þar sem kannski þrjú lítil börn eru í framsætinu og billjón standandi í aftursætinu og svona. Öryggið í fyrirrúmi...hmmm

Vissuð þið líka að það eru 6-800 tígrisdýr í Malasíu? Það vissi ég ekki. Þetta er ekkert það brjálæðislega stórt land..technically gæti eitt 120kg stykki bara heilsað upp á þig í Kuala Lumpur. Frekar rosalegt...

Annars erum við Óskar með einhverja bévítans magapöddu. Vona að hún ætli að stoppa stutt! Kemur svo söm ekki á óvart þegar "fínu" og dýrari local staðirnir vaska diska og glös upp með puttunum og engri sápu eða neinu slíku. Kind of bound to happen....
Ég hlakka svo til að geta vaskað upp með heitu vatni og þvegið í þvottavél með heitu vatni!!! Hér er auðvitað bara allt kalt...virkar bara ekki svo vel.

Endum þessa random færslu á því að læra 10 orð í "Bahasa malay"

Teksi: leigubíll
Bas: strætó
Tren lest
Restauran: veitingastaður
Ogos: Ágúst
Emel: vefpóstur
Kopi: kaffi
The: te
Stesen: stöð
Air: vatn (grundvallarmisskilningur?)

Ha? Finnst ykkur þetta líkjast ensku á einhvern hátt? Nei hættið nú alveg. Kennarinn hans Óskars í Bahasa Malay (skildukúrs í Limkokwing til að útskrifast) hélt því fram að það væru engin tökuorð eða slangur úr ensku, þetta ætti allt rætur að rekja lengst aftur í tungumálið...(rugl)

Hafið það gott um helgina

2 comments:

Anonymous said...

bhahahah air...hahahah. já, það er rosalegt hvað tímanum líður, áður en maður veit af þá sér maður ykkur...jíiii hvað ég verð glöð
kv. sys og má

Óli Jónz said...

Bara hægt að tala bjagaða ensku til að redda sér. Sé ekkert því til fyrirstöðu að vera þarna. Fyrir utan magakveisuna ;)