Nov 20, 2008

Jamm og jæja

Jæja, þá eru Ásdís og Inga flúnar á Phi phi island á Tælandi og Óskar og flestir krakkarnir komnir í frí í skólanum! Glæsilegt alveg hreint...nú heldur lærdómurinn áfram hjá mér með nýju fínu nágrannanna okkar!!!

Við erum svo endalaust óheppin í þessum málum...nú er verið að bora eins og þeir eigi lífið að leysa. Íbúðin er svo pínulítil...guð má vita hvað þeir eru að bora svona mikið. I Koi Tropika var Afríkubúi með alvarlegan valkvíða á tónlistarsmekk (og mögulega heyrnarskerðingu) sem bjó fyrir neðan okkur og auðvitað biðglaði Hindúinn á móti okkur sem var alltaf að hringja þessum blessuðu biðbjöllum og fylla íbúðina okkar af reykelsislykt. Þar á undan bjuggum við á Amager í dk þar sem granninn á neðri hæðinni kveikti í eldhúsinu sínu (ekkert skemmdist hjá okkur) og konan á efri hæðinni átti við geðræn vandamál að stríða og hvarf. Já...hún hvarf og fannst aldrei aftur. Frakkarstígurinn var auðvitað ótrúlegt tímabil þar sem lesbísku sprautufíklarnir bjuggu fyrir ofan okkur og tónlistarbúðin RÍN á neðri hæðinni.....

Hvað er næst? Ég held að við séum til í hvað sem er....

Það sem ég kann vel að meta við nýjustu nágrannana er moskvan í Indverjahverfinu þar sem hún er í hæfilegri fjarlægð og maður heyrir bara rétt huggulega óminn af biðsögnum og svo kirkjuna sem er við hliðina á blokkinni. Það er eitthvað rosalega huggulegt við að heyra kirkjubjöllur um hádegið á sunnudögum....

Setjum inn myndir af afmælispartíinu og tengdómúttuheimsókn við tækifæri :D

No comments: