Oct 30, 2008

Topp 5!

Nú eru margir mánuðir síðan svona "topp 5 listi" var birtur...kominn tími á einn slíkann.

1. Stöðumælaverðir: Ég hef aldrei séð stöðumælavörð í Malasíu. Ég hef aftur á móti séð menn, sem koma með borð, stól, fána og regnhlíf og eigna sér tugi bílastæða. Þeir koma á móti öllum bílum sem keyra framhjá og blikka þig með vasaljósi (þetta hlýtur bara að vera gífurlega þreytandi og blindandi) og beina þér inn í stæði (jafnvel þegar þú ert ekki að fara að leggja neinsstaðar) og oftar en ekki er þetta "stæði" uppi á gangstétt eða einhversstaðar þar sem er ólöglegt að leggja. Fyrir þessa þjónustu rukka þeir oft 10RM hér í miðbænum og láta þig auðvitað fá miða fyrir (sem skiptir einmitt rosa máli..hmmm). Allir borga fyrir þessa þjónustu undantekningarlaust.

Á Langkawi lentum við í einum svona gæja og nenntum ekki að standa í honum...sögðum honum bara að fara, hann ætti ekkert stæðin. Endaði með því að hann sýndi okkur prófskírteinið sitt í parking. Mhm...það er hægt að kaupa og falsa skírteini í öllu en common. Svo verður maður bara að gera eins og allir hinir og borga af hræðslu við að bíllinn verði lyklaður eða verra.

2. Bankamál: Óskar reyndi að stofna bankareikning í gær. Þetta er búið að vera margra mánaða ferli hjá okkur...þú þarft nefninlega að koma með leigusamninginn þinn til að sanna að þú búir hér (og eigandinn á íbúðinni okkar týndi auðvitað samningnum svo það tók langan tíma) og svo þarftu að vera með staðfestingu á skólavist (Nottingham skrifaði óvart 2007 en ekki 8 á bréfið mitt svo það virkaði ekki) og einnig þarftu að opna bankareikning við hliðina á skólanum sem þú ert í (svo Óskar gat ekki opnað reikning þar sem við eigum heima). Alveg ótrúlegt hvað þetta þurfti að vera erfitt.....loks í gær, eftir rúma viku bið í Limkokwing eftir staðfestingu á skólavist fékk Óskar (með öskrum og látum) þetta blessaða blað um staðfestingu á skólavist en nei...hann þurfti að panta tíma í bankanum og bíða í 10 daga eftir því að geta opnað bankareikning (sem felst í því að fylla út eyðublað og láta dömuna fá). EN...hann fann banka sem meikar sens svo sem betur fer fyrir geðheilsu allra gekk þetta á endanum.

3. Asíubúar í líkamsrækt: Það er skemmtun. Mér hefur aldrei liðið svona vel og öflugri í ræktinni eins og hér. Mér líður eins og ég sé í topp formi við hliðina á flestum. Um daginn t.d. var stúlka að hjóla í ræktinni og að lesa bók. Það er kannski alveg hægt, en hún hreyfði varla á sér lappirnar. 3 mínútum seinna var hún búin í "ræktinni". Tveir menn sama daginn voru á hlaupabrettinu...þeir hreyfðust ekki og annar þeirra var´i croch skóm (eða hvað sem þessir vinsælu plast-stóru skór sem voru bannaðir á spítölunum í Svíþjóð heita. Þess á milli horfa þeir svo bara á sjónvarpið og skrítna hvíta fólkið...

4. Starfskraftur: Starfsfólkið hér þar sem við búum er nú alveg hreint ótrúlegt. Óskar mætti einum sofandi á ganginum fyrir framan heimilið okkar. Hann hélt bara áfram að sofa....sá hinn sami kemur í ræktina og sest á lyftingartækin og starir á mann og sjónvarpið til skiptis. Þetta er vægast sagt truflandi og ógeðslegt. Annar var svo sofandi á bekk við sundlaugina í gærmorgun...svipaðar sögur er hægt að segja af svona 8 manns hér...get a grip people.

Svo er það vel þekkt staðreynd að öll fyrirtæki hér eru gjörsamlega overstaffed. Þú ferð í apótek og þar eru jafnvel 11 manns að vinna kl. 10 um morguninn...óteljandi öryggisverðir á hóteli og skúringarfólkið er eins og maurar. Það endar jú í því að staffið er á launum sofandi út um allt og ekki að gera nokkurn skapaðan hlut.

Hugmynd: fækkiði fólkinu og borgið þeim meira en 5 kr á tímann!

5. Asíubúar og kareókí. Það er nú vel þekkt staðreynd að þetta tvennt fer vel saman. Bryndís og Sólveig deildu því einmitt með okkur að hafa verið í flugvél þar sem var kareokí og hér er þetta í rútum alveg hægri vinstri. Í fyrradag var svo partí við sundlaugina, þar sem karókí græjurnar voru að sjálfsögðu. Þeir stilltu tónlistina og allt svo hátt og öskruðu svo hátt og allir, þá meina ég allir, voru laglausir. Ég hringdi niður í lobbí og spurði hvenær þessum ósköpum ætti að ljúka og það átti að vera kl. 22.00...en svo varð auðvitað ekki.

Við vorum orðin svo þreytt og einbeitingarlaus þar sem við sátum heima og vorum að reyna að læra, að við fórum í "ísbíltúr" (a.k.a. fórum á burger king sem er jú ísbúðin í Álfheimum í Malasíu). Þar ákváðum við að taka stutt video til að sýna ykkur dæmigerða starfskraftinn sem við erum að fjalla um......enjoy

6 comments:

oskaringi said...

Djöfull kunnum við að krítisera þessa blessuðu þjóð :D Btw, þá sá ég stöðumælavörð í gær!! Hann var meira að segja að skrifa sekt!! Ég hló og brosti til hans..

Anonymous said...

HEHEHEHE..... snilld tetta myndband...!!! Og frábært ad vera búinn ad upplifa tetta sjálf :) HEHEHE .. en tid eigid ekki langt eftir.. erud alveg ad detta inn í menninguna aftur.... tar sem allt keyrir áfram á svona frekar edlilegum hrada allavegana ;) !

Anonymous said...

Ógeðslega gott stuff. Magnaður starfsmaður, greyið honum leiðist alveg geigvænlega!
Vala fáááránlega fyndin á bakvið að þusa eitthvað.. Sjitt, hló hér í morgunsárið - sem er gott!

Sunni þreytti

Anonymous said...

p.s. HVAR get ég fengið prófskírteini í ,,parking". Það væri svooo fyndið. Gæti sett það á CV-ið.

S

Vala said...

hahaha - já...hvað segiru, helduru að parking skírteinið gæti komið sér vel á hverfisgötunni? gemmér bara kennitöluna og ég skal húkka þér upp fyrir lítið;)

Anonymous said...

jesús minn, þetta var góð skemmtun! og mér líður eins og ég sé geðveikt afkastamikil þessa dagana m.v. greyið manninn sem nennir ekki að vinna á Burger King!