Oct 21, 2008

Viðskiptahugmynd?

Þessi þjóð! þessi blessaða þjóð....

....getur stundum verið þreytandi.

Pöntuðum okkur salat og kjúkling áðan frá Nando's, rosa góðum kjúlla stað. Þeir hringdu í okkur þrisvar sinnum í þessu pöntunarferli til að ýmist segja okkur að þeir ætluðu að koma á eftir eða að þeir væru lagðir af stað. Þegar sendillinn loks kom, hringdi hann í okkur til að láta okkur vita að hann væri kominn en að hann væri niðri. Við reyndum að sannfæra manninn um ágæti lyftunnar þar sem við værum á 9. hæð en hann skildi ekkert og nennti engu. Óskar fór og náði í hann en þá var hann nú farinn af stað upp kallinn...stóð fyrir framan hurðina mína, horfði á mig og sagði "so, tips" án þess að hafa svo mikið sem rétt matinn.

Ég er að hugsa um að bjóða upp á námskeið hér í Malasíu á kostnaðarverði sem mundu t.d. gagnast þessum ákveðna sendli og 90% af þjóðinni.

Elevators 101
Course description: Will review the techniques of both going into, staying in - and leaving an elevator. Examples of topics reviewed:
a) how to let people out BEFORE (yes, shocking) you try to squeeze yourself in the elevator
b) how to let people out of the elevator without being in the way

*An advanced level is offered for people using monorail, LRT and other train system where many of the same methods can be applied.

Phone answering - 201
The main goals in this course will be to
a) try to limit oneself to saying hello a maximum of 5 times (five times only) when answering the phone
b) try (I know, it is very challenging) to listen to the person calling you before continuing with the "hello" answers for a few minutes
c) try to use your words, instead of the constant "aaaaaaaaa", especially when you do not understand what you are answering to

Entering premises 202 (advanced level)
The course will start out by reviewing common reasons for NOT standing outside a persons door and yelling. The lecturer will try to convince the class of the use of using your hands and actually knocking on the door. Research show that this sudden movement of the hands surprisingly does work! (bear with me, we will review the studies).
Not to worry, we will have training and vocational exercises.

Svo gæti ég boðið upp á svona almenna kynningu fyrir alla kúrsana

-Try to refrain from spitting, especially inside buildings
-Try to chew with your mouth closed
-Canada is an actual country, not a joke(já það er nú önnur saga)

Óskar ætlar svo að útbúa svona demo video fyrir almennu kynninguna þar sem verða þaulæfð impressions af fólki héðan og störu-aðferðum sem eru mjög svo óviðeigandi og stórhættulegar (svona þegar fólk t.d. er að keyra og starir á þig eins og þú sért með dáleiðslukraft...maður bíður jú bara eftir því að þeir klessi á eitthvað einn daginn).

Annað skondið er að við gleymdum að kaupa vatn um daginn og skunduðum niður í móttöku til að kaupa tvær litlar flöskur. "have yes can, but very expensive one" ...ok...við verðum þá bara að taka hana. Óskar hafði áður keypt flösku þarna niðri sem á stóð "complimentary water" svo við byrjuðum á því að spyrja hvort sú tegund væri á sama verði því flaskan væri smá - bara smá - að gefa til kynna að jú - maður ætti jafnvel EKKI að borga fyrir það. "Oh it's becaaaaaaaause, we have two kinds lah, and the other one out of stock lah". Jújú, list búans í að svara ekki spurningum skín þar í gegn - hann lýgur einhverju - og selur outlanders ókeypis vatn á trilljónir. Við klikkaða vestræna fólk...vorum rukkuð um 5rm + þjónustu og skatt = tæp RM 12. Það er vægast sagt shocking verð (cola á veitingastað er að fara á 2.5....).

Jæja Cyppie minn, nú þarf ekki að þýða fyrir þig helminginn af blogginu allavegana;)

Aaah, fínt að blása út stundum...

5 comments:

Anonymous said...

hahahaha. þetta lýsir stemningunni almennt hjá íslendingum, allir orðnir frekar pirraðir á hinu og þessu. þið eruð samt að eiga við miklu fyndnari vandamál heldur en þeir sem búa hérna á klakanum!

oskaringi said...

Mér fannst skemmtilegast að spyrja: "so...how much is the complimentary one?" Spreðandi mínu kaldasta brosi :D Greyið fattaði ekkert og sagði, 5++ lahhhhhhhhhh

Anonymous said...

er það standard í malasíu að segja að eitthvað kosti x plús....??

Vala said...

hahaha...já..trúi því Helen. Non-enskumælandi kínverjar virðast vera í öllum skólum í Evrópu og copy pasta ritgerðirnar sínar frá wikipediu. Amazing alveg hreint..

og Kristín, jújú....hér kosta hlutirnir

RM5+
RM5++

Einn plús stendur fyrir 5% government tax og næsti er fyrir 10% þjónustugjald. Þetta bætist sem sagt ofan á verðið...ef það er enginn plús þá er líklegast búið ða fella þetta gjald inn í verðið.

Þar af leiðandi er alltaf talað um að eitthvað kosti eitthvað plús - ekki út af 15% álagningu endilega heldur gera þeir það bara

Dæmi: ég var hjá tannlækni og var að velta því fyrir mér hvað það kostaði að fá þetta drasl sem hann reyndi að selja mér og spurði hvað það mundi kosta "aaaaah a thousand plus" (með því meinti hann 2000 af því hann er fáviti en já.....). Nota þetta svona í staðin fyrir "rúmlega" hjá okkur I guess...

Vala said...

sömuleiðis bætist "only" við t.d. á eftir upphæðum og ýmsu..meira að segaj á ávísunum (4000RM fourthousandringit only).

Hence, 5 times only í færslunni..kannski e-h sem við Malay búarnir hlægjum að bara...