Oct 20, 2008

Cognitive overload og hafragrautur

Vorum við búin að minnast á það að við eigum eigi ísskáp? Það er mubbla sem við söknum stundum óskaplega....

Ísskápurinn sem við áttum frá Puchong var of stór fyrir eldhúsinnréttinguna hérna, svo við seldum hann og ætluðum að kaupa minni ísskáp fyrir höfuðborgina. Sú stærð var þó uppseld í öllum búðum sem við fórum í og þegar við loksins fundum hann var gengið orðið bilað og hluturinn mun dýrari en við gerðum ráð fyrir.

Því höfum við ákveðið að búa við ísskápaleysi þar til við förum. Sjáum til hvernig það gengur. Allt í góðu með það að drekka volgt vatn og það er hægt að eiga brauð, en álegg verður að borðast á mettíma og ekki er hægt að kaupa kjöt og setja í frystinn.

Okkur til lítillar gleði er gasið svo hætt að virka = við getum ekki eldað neitt. Það er búið að vera veesen með það síðan við fluttum inn...svo hvað gerir maður þegar hvorki er hægt að geyma né elda mat? Maður fær sér hafragraut í morgunmat með aðstoð hraðsuðuketilsins og borðar kvöldmat á mamak stöðum (eða gerir salat eða annað sem hægt er að borða án þess að þurfa að elda eitthvað). Við erum með ofn svo hægt er að bjarga ýmsu þar....svo vonandi kemst eldavélin nú í lag aftur!

Kaffivélin sprakk svo fyrir þremur dögum í miðri vinnu og vatn flæddi yfir eldhúsborðið...ég held að eðlunni í eldhúsinu (hr. Eddi) sé eitthvað einstaklega illa við okkur. Hann er búin að lenda í sjálfheldu í vaskinum tvisvar á mjög stuttum tíma og kannski náði hann að bíta eitthvað og fikta í kaffivélinni? Ég kenni honum Edda allavegana um skyndilegt fall kaffivélarinnar.

Því miður höfum við ákveðið að hætta við landleiðina. Okkur langar rosalega til að fara hana en kostaðurinn við að koma sér frá Rússlandi er of mikill og einnig til Peking- fyrir utan tímaleysi og allt það. Þessi ferð verður þó farin einn daginn þegar hægt er að njóta hennar almennilega! Svo nú er það að fara að bóka flugmiða bráðum með flugfélögum sem vonandi fara ekki á hausinn í heims kreppunni.

Við erum líka að fara að senda smá farangur heim í pósti. Nú erum við búin að flytja fimm sinnum í þremur löndum á einu ári. Þetta er komið í vanann. Tvær 20 kg töskur sigla heim í skipi og verða komnar í janúar á svipuðum tíma og við. Svaka fínt. Þá þurfum við að henda fötum og bókum ofan í eina tösku og fara þegar að því kemur - auðveldir flutningar þar...

1 comment:

Anonymous said...

oh, leiðinlegt að heyra með að þið ætlið ekki landleiðina, en það er rétt, maður verður að geta notið ferðarinnar. takk fyrir að vera dugleg að blogga, þá fær maður lesefni í vinnunni ;-)