Oct 22, 2008

Það eru bara læti...

Ég hélt að við hefðum verið vinsæl í Köben þegar maður fékk fullt af gestum og skemmtilegheitum. Við virðumst nú bara ætla að vera ágætlega vinsæl hér úti líka. Þó nokkuð margir Íslingar búnir að kíkja við og heimsóknum er ekki lokið...

Tengdamútta og Inga vinkona hennar eru búnar að bóka far til Asíu! Lenda í Bangkok fyrst og koma svo á afmælisdaginn minn hingað og verða hjá okkur í nokkra daga áður en þær halda á eyjur í Tælandi í afslöppun. Okkur langar auðvitað hrikalega með en námið kallar. Maður er víst í skóla líka en ekki bara í dundi....

Bryndís og Sólveig vinkona hennar koma svo hingað á laugardaginn...þær eru búnar að vera að dandalast a eyjum í Tælandi og voru svo í Taiwan og ég veit ekki hvað og hvað. Verður massa gaman að fá þær stúlkur í heimsókn.

Hefðum við Kristín tekið enn öðru módel-tilboðinu um daginn þá hefðum við nú getað sólað okkur frítt. Díllinn var ferð á Pulau Pangkor (eyju), gisting og huggulegheit yfir eina helgi + 300 ringit. Við pössuðum klárlega...

Kvörtun dagsins:

Flest mannfólk, allavegana það mannfólk sem elst upp við að hafa bíla og vegi í kringum sig, er skilyrt.

Rautt ljós á götu = stoppaðu bílinn.

Ég veit hvað þið eruð að hugsa....þið eruð komin með þetta - já - Malasíbúinn er ekki skilyrtur.

Gönguljósin hérna eru rosalega fyndin og endurspegla jú þennan skort á skilyrðingu. Græni kallinn er nefninlega sprettandi. Einn breski kennarinn minntist einmitt á þetta í síðasta tíma, henni fannst hún alveg þurfa að spretta yfir allar götur því kallinn hleypur... bílarnir stoppa svo ekki og þeir sem stoppa, fara af stað um leið og þú ert farin framhjá sem veldur því að bílarnir eru keyrandi fyrir framan þig og aftan á meðan þú ert að fara yfir á grænu. Needless to say þá stoppa vespurnar undantekningarlaust ekki....

2 comments:

Anonymous said...

Viljiði passa ykkur á bílunum!

Gaman hvað það er gestkvæmt hjá ykkur. Vona að það trufli ykkur ekki um of :).
S

Anonymous said...

Hver er munurinn a Islandi og Malasiu hvad thetta med rautt og grænt vardar? Vegir eru fyrir bila, svona er thad bara. ;) Nu er eg utlendingur thegar eg kem til Islands, Islensk umferd er ekki su fallegasta sem eg thekki eda logiskasta. Thad er eins og thad vanti alveg utras fyrir lelegum aksturshæfileikum fyrir islendinga, thad sem venjulega er hægt ad fa utras fyrir i klessubilunum i tivoli. Ef thad væru gangandi vegfarendur i sama magni og er i Malasiu a Islandi væri sama tilstand a Islandi.
kær kvedja
nonni