Oct 28, 2008

í fimmta gír upp brekku

Hér gengur allt voðalega hægt eitthvað meðan að klukkan gengur allt of hratt, við Vala erum á fullu að massa heimavinnuna og skiladagar nálgast mjög hratt. Sólveig og Bryndís voru að fara í gær og það var svaka stuð á meðan að þær voru hérna í 2 nætur. Við tókum túrista pakkann og röltum allt KL og sýndum þetta helsta :D Seinni daginn var ég síðan heima og náði að massa frekar gott heimalærdóms session. Vonum að svona session haldi áfram að koma næstu daga. Ég á semsagt að vera búinn með myndband fyrir mánudaginn en það er búið að dragast mikið yfir önnina, sjáum hvort það verði komið video hérna inn í næstu viku.

Lentum í því með stelpunum að einhver gaur á einum markaðnum hérna neitaði að selja þeim tösku, gott business vit þar, "ég sel ekki hvítu fólki en vinn samt á frekar þekktum túristamarkaði í Malasíu". Stelpurnar skelltu sér svo í KL tower sem er að rokka einhverja 420m. Ég er að meta að skella mér þangað þegar mútta kemur í heimsókn eftir 2 vikur. Já, mútta er semsagt á leiðinni :D Hún stoppar stutt í KL til að heimsækja strákinn og svo verður farið til Thailands á einhverjar eyjur. Við Vala erum að meta að fara jafnvel bara með en það fer eftir ýmsum skólamálum hvort það náist.

Óskipulagt og tíðindalaust blogg en engu að síður færsla :D

Kv. Óskar Bule

P.s. komnar nokkrar random myndir frá Oktober

2 comments:

Anonymous said...

VÁ eigum vid ad ræda tad eitthvad hvad ég væri til í ad koma aftur í heimsókn....!! Var ad kíkja á myndirnar og fékk alveg sting í magann hva mig langar út til ykkar aftur... !!! EN.. tid erud nú alveg ad fara ad koma hingad.... JIBBÝ... GET EKKI BEDID.... :) Tad verdur ÆDI !!
Gangi ykkur massa vel med lærdóminn og ég bjalla í ykkur í vikunni :) um leid og netid er komid :)

Vala said...

já, það væri sko ekki leiðinlegt að fá þig aftur út elskan;) ! Hlakka til að heyra í þér þegar netið kemur...og lærdómurinn er að komast í fjórða gír..þriðji verður um helgina;)

xxx