Oct 18, 2008

Já maður spyr sig....

Er of sorglegt að sitja heima kl. 02.00 á föstudagskvöldi og horfa á Martha Stewart? Tjah, maður spyr sig...

Þökkum fullt af skemmtilegum kommentum á síðustu færslu. Þetta er í fullri athugun....keyptum okkur lonely planet bók um Síberíu-lestina milli Peking og Moskvu og erum að meta þetta allt saman.

Sú lest er ekki vandamálið og hún kostar um 3/4 af flugmiðanum. Vesenið er aftur á móti að taka lest frá Rússlandi og til Danmerkur og svo að koma sér héðan og til Peking. Þetta væri frábært ef við ættum marga marga peninga (og gengið væri ekki í ruglinu) og hefðum lengri tíma....óháð kostnaði þá verð ég verð að skrifa masters-ritgerðina og gera lokaverkefni í síðasta áfanganum mínum á þessum tíma og maður getur víst ekki bara lagt allt frá sér og farið að túristast í lengri tíma - og það er nú ekki gaman að fara þessa mögnuðu leið og stoppa bara á tveimur stöðum eða eitthvað..

Það er ekki búið að útiloka neitt en það getur verið að við pínum bara eitthvað hresst lið með okkur landleiðina til Kína og til baka í tveggja mánaða ferð einn daginn, svona þegar það er ekki "deep-freeze" í Rússlandi og Mongólíu.

Annað í fréttum er að Ásdís (tengdamútta) og Inga vinkona hennar eru að fara að koma í heimsókn til okkar eftir ca þrjár vikur!!! Hlökkum mikið til að fá dömurnar í heimsókn, sýna þeim borgina og kíkja jafnvel í smá frí með þeim. Þá verðum við Óskar vonandi búin með verkefnin okkar í bili og ættum að geta tekið okkur smá pásu...

En jæja, Martha er búin og tími til að fara í lúllið. Lærihelgi framundan...

Góða helgi

3 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ!
Þar koma að því!
"Ráðgjafinn frá Örlagaeyjunni" skrifar.
Sorglegt að sitja heima??? Nei! Lífið á sínar margbreytilegu stundir. Allar fullgildar þó ekki sé allt á fullu. Já og sem betur fer koma líka stundir sem vekja spurningar sem þessa. Það er eins með þetta og veðrið. Við þurfum tilbreytingu. Svo er bara spurning hver hún er!!!!

Lestarferð heim með viðkomu í Síberíu? Eða ekki????
Vala mín, þú ert búin að svara þessu. Hugsaðu þér að sitja í lest og hafa eiginlega ekki tíma til þess? Við erum ekki bara að tala um kostnað. Þetta er líka áhætta.
Kuldar, stríðsátök og hriðjuverk! Tökum þetta allt með í reikninginn. Betra að vera ekki á síðustu krónunni í svona ferð ef eitthvað kemur upp á. Þið eruð ung og eigið lífið fyrir ykkur. Ég mæli með því að taka flug heim með "öruggu" flugfélagi, koma sér fyrir og klára ritgerðina. Eins og þú segir réttilega! Alltaf hægt að taka stefnu á frekari ferðalög þegar betur stendur á. Svo verða líka miklu meiri möguleikar þegar buddan hefur bólgnað aftur.

Annað! Vala og Óskar!
Nú eru þið orðin svo víðförul og ferða vön á þessum svæðum, að þið getið hæglega tekið að ykkur leiðsögn fyrir okkur sem heima sitjum. Bara segi si svona. Er þetta ekki bara ágætishugmynd til að krydda tilveruna og auka ferðamöguleikana í framtíðinni.

Bestu kveðjur og njótið vel.
Sama hvað þið gerið.
Ykkar er valið!!!
Gyða "stjúpmammatengdó"

Vala said...

Jújú, svipuð niðurstaða og við höfum komist að...

fáum góðan hóp með okkur í gott ferðalag einn góðan veðurdag!

Anonymous said...

Við ætlum með
kv. AG, GS og ÓIAG