Sep 9, 2008

Já Sæææll V.3

Góðan daginn góðir hálsar
Nú er komið að mínum "reglulegu" bloggfærslum sem innihalda skondnar myndir sem hafa safnast saman í símann minn. Þetta er samt bara ein færsla þó að í setningunni á undan talaði ég um bloggfærslur í fleirtölu: (Stækkið myndirnar með því að smella á þær)


Ég er ekki frá því að þetta sé mín uppáhalds, Lexi Stress buxurnar í Giant (Hagkaup) í Malasíu. Þeir sem eru ekki að hlægja þá er Lexi Stress mjög beint copy af Levi´s Strauss - Fyrir utan nafnið þá er miðinn alveg eins :D



Félagar mínir mættu með sínar áppáhalds sígarettur frá Indónesíu og voru að keðju reykja þetta ofan í mig. Mér fannst lyktin af þessu eitthvað skrítin svo ég leit á pakkann og þessi innihalds lýsing blasti við mér. Ég held að þetta sé ca. 10 - 20 sinnum sterkara en sterkustu retturnar í Evrópu. Þeir vissu ekkert hvað ég var að tala um.


Ég er viss um að þessi pakki hafi nokkuð oft farið heim með foreldrum sem voru að kaupa Playstation en fundu hana massa ódýra hjá tyrkjanum(Vietnamanum) á horninu. NEI MAMMA ÉG SAGÐI PLAYSTATION


Bara svona ef að pabbi þinn sagði þér það aldrei (Sem hann gerði klárlega aldrei, hvergi og mun aldrei gera í SA Asíu)


Hvernig væri allavega að REYNA að gera eitthvað öðruvísi, ég er ekki frá því að þetta sé sama myndin meira segja


Ehh elskan, keyptiru ekki örugglega geitarmjólkursápuna í bláu umbúðunum?



Nei en ég keypti þessa í grænu, það er nýtt



Uhm, pabbi fékkstu ekki ManU búninginn? Jú hann er blár og það stendur Drogba aftan á honum, er það ekki það sem þú vildir?? Módel: (Jökull)


Twinkies anyone? Nei en ég væri til í Twiggies



Down on the corner, 7-plus. Það er endalaust af 7-11 copýum hérna

Þá er þessi færsla búin

Kveðja
Óskar Bule

5 comments:

Anonymous said...

OOOHHHH LEXI STRESS... ég var búin ad gleyma !!!! Ætladi svo INNNILEGA ad kaupa mér eins og eitt stykki...!!! HEHEHE

OREO myndin er líka snilld.. ég er ekki frá tví ad ég hafi verid á svædinu tegar hún var tekin ;)

P.S. Óløf stækkar og stækkar.. tad liggur vid ad hún turfi eftirnafn...!!

Vala said...

hahaha

Stella og Gustavsson eru hress líka...maður er kominn í "makan - lah " himnaríki hérna - mega indverskur á horninu með garlic nan og geðveikum kjúlla með rjómanum og læti!!!

fólk á eftir að halda að ég sé með þríbura þegar ég loks kem heim...;)

Óli Jónz said...

HAHA No Spitting hef ég líka séð í DK. Stendur akkúrat þar sem járnið fer inn í fótboltaborðið.

Og ég er ekki frá því að ég hafi séð Funstation hérna í Prag í fyrradag.

Anonymous said...

Vala min einburi er allveg nog fyrir mig knusssss ammamamatengdo

Vala said...

nú jæja, það var nú gott að vita að krafan er ekki meiri en það! EN...þó hef ég áhyggjur af tvíburastemmaranum í þessari fjölskyldu - en ég held að ég geti kennt karlkyns tengdaforeldranum og genum þeim megin um það. Við sjáum til hvað þú færð þegar kemur að því;)