Guten tag
Upp á síðkastið hef ég mikið verið að velta fyrir mér áhrifum óþekkts umhverfis á líkama og sál. Þetta topic kom upp þegar ég byrjaði að finna fyrir hægari hugsunargangi en því sem ég er vanur. Ég hugsaði með mér að þetta gæti stafað af því að ég er að eldast og er kominn með nokkur grá hár (án gríns), en vildi ekki sætta mig við þá niðurstöðu svo ég ákvað að leggja höfuðið aðeins í bleyti og finna skýringu sem ég gæti verið sáttur við.
Niðurstöður margra rannsókna hafa sýnt að asískt fólk á mjög erfitt með að þekkja hvíta manninn í sundur, og öfugt. Þar sem hvíti maðurinn virðist vera vinsæll sem vinur hérna þá er ég endalaust að heilsa fólki sem kemur og kynnir sig fyrir mér. Heilinn fer á overload við það að reyna að muna öll nöfn og festa þau síðan við andlitin sem eru frekar svipuð. Svo er það einnig tungumálið, maður skilur ekki stakt orð af því sem fólk er að segja, svo eru þetta oft 3 - 4 tungumál sem eru í gangi í einu og maður reynir að skilja eitthvað, en allt fyrir ekkert og maður gefst upp.
Allt þetta leiðir til kenningarinnar minnar um að of mikið áreiti á heilann, hægt og rólega hægi á honum, svipað og ef þú opnar of mörg word skjöl í tölvunni þinni. Samkvæmt útreikningum mínum þá er samt möguleiki á að afturkalla þetta ferli með því að fara með heilann í sitt upphaflega og venjulega umhverfi (ctrl+alt+del).
Ég hefði t.d. aldrei skrifað svona bloggfærslu áður en ég kom hingað út og þykir mér það sanna að dómgreind sé að fara hratt niður og jafnvel rökhugsun.
Til hamingju Vala með að vera búin að skila og til hamingju ég með að vera 25 ára og 3 mánaða
Kær Kveðja
Oskar Bule
7 comments:
til hamingju vala mín :)
og óskar, straujaðu þig bara.. getur kannski púllað svona eternal sunshine of the spotless mind?
er að vinna í meilinu til þín honní.... hey, verðiði ekki með í anda í kveðjupartíinu á föstudaginn??
knúsogkossar
Vala að skila masternum, neiii - er það? Allaveg til lukku með skil, hver svo sem þau eru. Óskar ég ef hort lent í að vera svona. Sértstakelga þegar mikið er að gera og maður í erfiðu umhverfi.. Skil þig mæta vel. Ekki örvænta.
B.t.w. þá fann ég mitt fyrsta gráa hár þegar ég ar 18 ára. NICE!
Kv. Sunna
hort=oft...??
já gvuð, gráu hárin. Óskar minn, þar sem ég er eldri og vitrari þá get ég lofaði því að þeim fari bara fjölgandi og þú getur huggað þér við það að þau eru mjög áberandi í dökku hári en ekki eins í ljósu :)
Prima ljósu vs dökkra hára punktur hjá þér Sigga mín. Óskar örvæntir eflaust minna núna!
og gott að sjá að það er stuðningsmaður við kenningunni hans...
og Sunshinið mitt neinei- maður var bara að klára eitt stykki áfanga! Tveir aðrir eftir - svo masters-verkefnið!
xxx
Hurðu... til hamingju með þetta bæði tvö og takk fyrir póstkortið sem var skrifað til okkar 17. júlí en póstsett 10. sept! ;)
Hlakka til að hitta ykkur og knúsa.
Það var bara ekkert Þórir minn:) Ég held að við höfum rætt þetta póst-kort-mál einhverntíman; ég man eftir að skrifa þau og kaupa en sendi sjaldan og kem jafnvel bara með þau heim frá útlöndum og dreifi!! hehe
Post a Comment