Ding Ding Ding
Nóttina fyrir ritgerðarskil þá ákvað ég að kveikja örstutt á Ísland - Svíþjóð í handbolta, bara svona til að athuga stöðuna. Ég endaði með að horfa á allan leikinn enda ekki lítil spenna í gangi. Af því að ég leyfði mér þetta þá var ég að skrifa til klukkan 07 í morgun og var mættur til leiks í skólanum klukkan 10. Já gott fólk, það er erfitt að vera Íslendingur.
Ég þykist nú vita sitt hvað um handbolta, enda var ég varamanna línumaður/skytta í C liði Gróttu til margra ára, geri aðrir betur. Svíinn var ekki alveg að kveikja á sér enda hélt hann að Íslendingar myndu ekki eiga séns í sig. Annað kom fljótlega í ljós í seinni hálfleik. Handbolti hefur lengi talist skrítin íþrótt og til þess að staðfesta það, þá sá félagi minn um daginn um 10 undarlegustu íþróttir í heimi. Þátturinn var framleiddur af kananum og þykir kannski skrítið að handboltinn var í top þrem yfir undarlegar íþróttir. Leikurinn á móti Pólverjanum var erfiður en liðið spilaði vel, áttu bara ekki séns í þessa menn.
Annars er ég að skila öllu draslinu mínu núna í þessari viku, var að skila BA núna í morgun og stuttmynd, sem fær ekki sýningu hér. Á morgun á ég svo að skila MTV ident fyrir Motion Graphics áfanga sem ég er í . Ykkur til mikillar skemmtunar ætla ég að setja þessar 30 sek af animation á síðuna:
Svo á miðvikdaginn er presentation fyrir einhverja stóra gæja hérna í Malasíu, get ekki sagt að ég liggji í kvíðakasti fyrir því - en það ætti að verða gaman :D Svo erum við Vala að meta að taka smá forskot á sæluna og fara á einhverja eyju hérna í nágrenninu um helgina. Aðeins að halda á hákörlum og synda með öpunum.
Fengum pakka í dag frá Íslandi :D Það var mikil gleði hér á bæ þegar við opnuðum pakkann og sáum allt nammi sem var búið að troða í hann. Kærar þakkir pabbi og Gyða!! Við stálumst í einn pokann strax en restin verður geymd fyrir 17.júní partýið sem verður haldið á Koi Tropika.
EN, ég ætla drífa mig í að klára hin og þessi skil
Kveðja
Óskar Bule
1 comment:
Nice video!
Vona ad vid fáum ad sjá meira svona!
Kvedja OJ
Post a Comment