May 31, 2008

Laugardagur til lærdóms

Ég hef gerst sakhæf um post-it þjóðarmorð. Maurarnir yfirgáfu bara svæðið tímabundið - þangað til að her A fundu lítinn kexbita á gólfinu og her B stútaði flugu einhversstaðar. A og B voru svo að halda á fjársjóðum sínum með mikilli samvinnu - á leiðinni úr stofunni og ýmist í átt að eldhúsi eða svölum. Bleikir og gulir post-it miðar nálguðust þá óðfluga og hver einn og einasti var kraminn. Spreyjun, skúrun og ryksugun fór svo aftur fram....

nú vona ég að þeir séu farnir for good

Annars eru nú meiri fréttirnar heima. Kíkti á mbl.is ákkúrat 10 mínútum eftir jarðskjálftann ógurlega. Familían býr auðvitað á Selfossi - hringdi heim, enginn heima - náði í pabba, hann í Köben, Sigrún í Þórsmörk og Þóra á fótboltaæfingu. Ásta var í kömbunum þegar þetta gerðist og eins og hún sagði "það var eins og það hefði sprungið á öllum". En það náðist í alla og allir eru hressir og kátir. Hundurinn var auðvitað að fá hjartaáfall einn heima og kötturinn týndist - en fannst aftur í gærkvöldi.

Allt er víst í rústi heima fyrir - píanóið og aðrir þungir og massífir hlutir hrundu niður, blómapottar og speglar brotnir, leirtau - og bara dót sem var yfir höfuð uppi í hillum. Engir gluggar brotnuðu samt svo þau voru heppin þar...

Jarðskjálfti í Kína, flóðbylgja í Færeyjum og suðurlands-skjálftinn ógurlegi mættur. Pæling.

Annars er 1. júní á morgun - bara svona ef einhver hafði ekki tekið eftir því. Tíminn er farinn að líða eitthvað ógurlega krípí hratt. Það er eins gott að það sé tími til að fara á alla þessa staði sem manni langar til að fara á o.s.frv. Foreldrar Söndru skunda til Phuket (eyja í Tælandi) á morgun og Sandra hoppar til þeirra á fimmtudaginn. Ekki slæmt það!

Var ég einhverntíman búin að segja ykkur frá því að margir karlmenn eru með eina mjög langa semi gula nögl - sem þjónar þeim tilgangi að vera kryddnögl? Þetta hafði ég ekki heyrt áður...auðveldara að vippa kryddinu upp úr pokunum með nöglinni. Jú svo er líka bara hægt að nota krydd-dollur...en já..þetta sér maður hjá mörgum leigubílstjórum og svona.

BA ritgerðar deadline á mánudaginn hjá Óskari og skil í moduele 3 hjá mér. Þá verður svona því stærsta lokið næstu vikuna en eiginlega allt er búið næsta föstudag! Getum ekki beðið....

hafið það gott um helgina

No comments: