Jun 8, 2008

Í Kínahverfi Portúgalska bæjarins Melaka, sem er í Malasíu

Já gott fólk. Við hjónin ákváðum að skella okkur aðeins í burtu þessa helgina. Ákváðum að fara til bæjar sem kallast Melaka. Þetta er bær sem er orginally Portúgalskur, ég minni landann á að við erum í Malasíu! Malaka var eitt sinn hersetinn af Englendingum og Hollendingum. Þarna búa ennþá portúgal ættaðar fjöldskyldur og tala víst aðeins öðruvísi Malasísku en restin af landinu. Þetta lið kallaðist í gamla daga Baba fólk. Ég var stundum kallaður baccalo af fótboltaþjálfaranum mínum, ég þakka honum að hafa kennt mér að segja saltfiskur á þessu skemmtilega tungumáli, en það kom mér því miður ekki að notum þarna. Takk Júlli, þú ert ágætur.

Bærinn var mjög flottur, en því miður var búið að eyðileggja meirihlutann af honum með því að setja upp plast cover á húsin sem eru að rotna, ég kom einmitt til að sjá gömlu húsin og taka myndir af þeim. Ég fann samt nokkur. Við redduðum okkur massa fínum hótelum, sitt hvort fyrir sitt hvora nóttina, það var einmitt svo fullbókað á öll hótelin að við þurftum aðeins að mixa þetta og jú, borga aðeins meira en við vildum. Þarna eru hús frá ca. 1500 og nokkrir kirkjugarðar. Mjög fallegt allt saman, en svo virðist vera sem að túristagræðgin taki yfir. Sem dæmi þá voru einhverjir tappar að selja teygjubyssur þarna við hliðinni á einni kirkjunni. Nema hvað að þeir eru búnir að koma sér fyrir upp á einni gröfinni þar sem hún var svona líka þægilegt sæti - og þar sátu þeir ánægðir með að selja heilum skólahóp teygjubyssurnar sínar. Eftir 2 nætur í Malaka þá ákváðum við að skella okkur í dýragarðinn, sem var algjör snilld. Þessir gæjar eru ekkert mikið að hafa fyrir öryggi og dýrin voru flest með mjög lágar og óvirkar girðingar. Okkur fannst það bara ýta undir skemmtileika garðsins, enda sér maður dýrin aðeins "minna" innilokuð. Garðurinn var mjög stór og hafði allt sem maður hefði getað beðið um. Við vorum reyndar oftar en einu sinni meira athyglisverð en dýrin, og meira segja hjá ljónunum þá settumst við aðeins niður til að þamba eina 100plus, þá tókum við eftir því að allir krakkarnir voru að stara og benda á okkur frekar en ljónin. Við brostum bara og veifuðum sem er satt best að segja, meira en ljónin gerðu :D

Allt í allt var þetta mjög fín ferð og við náðum að skoða fullt og fylla aðeins á reynslu-pokan okkar.

Until next time
Óskar Bule

p.s það eru myndir frá ferðinni hérna vinstra megin

4 comments:

Anonymous said...

Hæ og velkomin heim elskurnar flottar myndir sem thid hafid tekid ... madur fer bara i ferdalag med ykkur thegar eg horfi a myndirnar knuss mamma tengdo

Anonymous said...

Hahaha, look at the white people!

Sigga Dögg said...

æðislegar myndirnar!
og eitt, óskar ég veit þú skrifar hjónin, eflaust í gríni því ég veit að vala myndi aldrei gifta sig án þess að leyfa mér að vera smá snar í kringum planningu þess hvort sem þið tækjuð mark á mér eða ekki.
fjúff
bara koma þessu frá mér u crazy kids :)

hey hvenær er svo planið að fara til LonDon?

annars bara knús og kossar

Vala said...

Sigga mín....klárlega veislustjórinn og planning queen of the whole thing;)

vitum ekkert hvort það verður london eða lund eða barcelon eða prag eða....

en planið er að fara það sem við erum að fara einhverntíman næsta vor eða sumar ca þar sem skólinn sem yrði farið í í borginni sem yrði flutt í mundi líklegast byrja í sept

þá heimsækir maður klakann líklegast í einhverja mánuði:)

kossar og knúsar til ykkar sömuleiðis og Snati skilar samúðarkveðjum!! vinir fallandi hægri vinstri...