Jun 19, 2008

Hæ Hó JibbÍ Jey og Jibbí Jey

Jæja, 17. júní heppnaðist svona líka rosalega vel. Ég og Kristín skelltum okkur út í búð um morguninn og keyptum blöðrur, kjöt á grillið, diska og tilheyrandi - og allt í kartöflusalat. Við Kristín, Sandra og Rakel sátum svo sveittar við blöðrublástur, kartöflusalatsgerð og undirbúning og tókum auðvitað ofmatið á þetta allt (jújú, maður á kartöflusalat fyrir næsta árið eða svo) á meðan strákarnir preppuðu allt hérna niðri, sáu um tónlistina og rest.

Chris á Pinto's var svo yndislegur að panta fyrir okkur malasískt Satay og gefa okkur í tilefni dagsins. Hann keypti svo mikið að fólk var nartandi í það allt kvöldið - og það kláraðist ekki einu sinni. Við grilluðum ekki einu sinni kjötið okkar..Satayið var nú bara svo roslalega gott.

Íslenska tónlistin var sett á fóninn - svo var spjallað, nartað í nammi, hákarl, harðfisk og brennivín tekið með því. Ásdís og Ævar komu með fána að heimann og Óskar tók sig til og perlaði íslenskt fána-hálsmen (sjá myndir) svo þetta var allt rosalega íslenskt.

Því miður var pípulagningar-systemið í sundlauginni eitthvað bilað svo hún var mjög svo óþægilega græn. Dóri skellti sér samt í miðnætursund svona rétt áður en partíið færðist upp til Kristínar og Cyppie..fékk semi útbrot eftir öll hreinsunarefnin sem var búið að dæla í laugina yfir daginn en hann er fínn núna;)

Það fékk enginn útlendingur að bætast í hópinn nema að fá sér hákarl, brennivín, nammi og harðfisk. Ég tróð hákarli ofan í alla bekkjarfélaga mína og vini þeirra - og fólki fannst þetta nú mis gott en ekkert hræðilegt. Joseph fékk sér nú bara nokkuð marga yfir kvöldið og líkaði vel. Brennivínið kláraðist og harðfiskurinn rann létt ofan í Asíu-búana....enda eru þeir með eitthvað svipað fyrirbæri hér.

Jökull stóð sig þvílíkt vel og stóð upp og söng fyrir hópinn! Allir voru settir í að humma og hann tók Krummi svaf í klettagjá - stóð sig vel kallinn og vakti mikla lukku. Einhverra hluta vegna halda allir í partíinu að hann hafi heitið Yoga....en það er ekki verra.

Massa partí - með mörgum mismunandi hópum.... 10-15 Íslendingar, tveir Norðmenn, einn frá Svíþjóð / Uganda, ein frá Uganda, Cyppie og Trecy frá Kenya, Prem, Zuie, Anna, Jerold og Joseph frá Malasíu, Bian frá Indónesíu og tveir óboðnir gestir frá Botswana sem fittuðu fínt inn í hópinn svo eitthvað sé nefnt.

Cyppie átti svo afmæli á miðnætti - og líka hún Nína mín heima. Til hamingju með afmælið elskurnar:)

Nú eru Óskar, Jökull, Dóri og Kristín í sundi að hafa það huggulegt - svo ætla þeir í smá túristaleiðangur og tjútt í kvöld þar sem þeir halda ferð sinni áfram til Tælands á morgun. En það verður ekki tómlegt í kotinu lengi...hlökkum til frekari gesta!

Ég vona að þið heima hafið notið dagsins jafn vel og við...myndir komnar!

2 comments:

Anonymous said...

Gaman ad heyra ad glatt se a hjalla.
Hakarl bregst EKKI.
;)

Anonymous said...

Þetta lítur út fyrir að hafa verið massa fjör... líkar vel: Ísland er landið mitt...bhahahahahah

kv. systir og mágkona