Jun 16, 2008

Gleðilegan mánudag

Þá er ný vika byrjuð og allt að gerast. Jölli og Dóri vinur hans komu til Malasíu í gær og ætla að vera hjá okkur í óákveðinn tíma. Þeir voru að koma frá Singapore þar sem vinkona Jölla býr og þar á undan voru þeir á Java og Bali í Indónesíu að heimsækja vini og slaka á á ströndinni til skiptist. Nú eru þeir farnir með Óskari í túristaleiðangur - skoða Batu Caves, einhvern garð, china town og það helsta í kringum Kuala Lumpur. Mín situr heima að díla við lærdóminn eftir unproductive náms-helgi....

Við fórum á föstudaginn í visa-leiðangur til Kuala Lumpur. Löbbuðum um hálfa borgina í leit að Víetnamska sendiráðinu - og þegar við komum þangað þá gleymdum við að taka með okkur mynd og náðum því ekki að sækja um visa í þeirri ferð. Hey - við vitum þá allavegana hvar það er núna og fundum æðislegan kongens have - fílings garð og margt annað á þessu skemmtilega labbi!

Þetta var einmitt föstudagurinn 13 - sem endaði í bíóferð á hryllingsmynd! en ekki hvað ...
Agnes átti einmitt afmæli þann sama dag og fær hún hér afmæliskveðjur á veraldarvefnum:) við vorum auðvitað fyrst til að óska henni til hamingju þar sem hún átti afmæli í Malasíu 8 klst fyrr....svaka gaman

Hitti bekkjarfélaga minn til að skiptast á bókum i leiðinni - hann var í Svissneska sendiráðinu að stússast eitthvað svo ég hitti hann bara þar - uppi á 58. hæð! Hvað er það? ég fékk sem sagt betra útsýni en almenningi býðst úr tvíburaturnunum frægu (þar kemst maður á 44. hæð). Magnað alveg hreint....sá t.d. "Kuala Lumpur eye" - svona London eye dæmi...ætli maður kíki ekki á það bráðum

Fórum í lunch á indverskum stað og svo var haldið heim á leið þar sem ég mætti í "vinnuna" í PFC Energy á laugardagsmorguninn aftur sem "external assessor" í assessment center.. very nice. Þar dæmi ég enskumælandi umsækjendur - og svo var túlkur frá sameinuðu þjóðunum sem var að dæma arabísku umsækjendurna (vantar dúdda fyrir mið-austurlanda samskipti). Það var mjög áhugavert að reyna að ímynda sér hvað þeir voru að segja og lesa af fallega skrifuðu arabísku glærunum sínum....

Á laugardagskvöldið kíktum við svo út í dinner og dancing með Söndru, Ívari og foreldrunum þremur sem eru í heimsókn. Bian vinur okkar kom með og fannst frekar spes að vera umkringdur svona mörgum bulei (hvíti maðurinn) á einu kvöldi. Það var drukkið og dansað og spjallað - afbragðs kvöld alveg hreint.

Á morgun er svo 17. júní partíið. Mun fleiri ákváðu að koma heldur en við bjuggumst við - svo við verðum örugglea svona um 50 í heildina ef allir mæta. Leigðum svona partí tjald sem verður sett upp hérna niðri fyrir okkur svo við komum nú öllum fyrir einhversstaðar.

En jæja..þá þarf maður að halda mössuninni áfram svo verkefnið verði búið áður en Sara, Sigga og Andri mæta á svæðið fyrstu vikuna í júlí!

Buleeeeee

2 comments:

Anonymous said...

vá ég er sko fortvitin.is þannig var að skoða hvað er að gerast!! shit gaman gaman...gvöð ka ég öfunda söru að vera fara koma að hitta ykkur....bara skemmtið ykkur vel turtildúfur...

kv Berta

Anonymous said...

Hæhæ! Langaði bara til að kasta á ykkur kveðju og kvitta. Kíki reglulega en gleymi alltaf að skilja eftir verksummerki. Vona að ykkur gangi vel í ævintýralandinu.. er alveg græn af öfund yfir öllu sem þið eruð að upplifa. Hafið það sem allra best!
Kv. Arna Rún