Jun 23, 2008

Já fínt, já sæll

Eins og greina má kannski á titil bloggsins þá erum við "hjónin" búin að svæfa okkur með 1 - 2 þáttum af Næturvaktinni uppá síðkastið og ég verð að viðurkenna, að þættirnir eru mikið betri en ég bjóst við. Núna erum við búin með seríuna og bíðum spennt eftir Dagvaktinni. Það helsta í fréttum úr Koi Tropika er að Valan er að massa heimavinnuna eins og engin hefur áður gert eða séð. Hún vinnur á við súpermann með því að taka sér nokkrar foosball pásur. Henni tókst meira að segja að rústa kallinum áðan í æsispennandi leik þar sem ég missti titilinn: "Kóngur Koi Tropika" Ég játa mig hérmeð sigraðan og hneigji mig fyrir nýju drottningunni. Annars er ég að spóka mig á sundskýlunni hérna inni að vinna hart að því að panta hótel í Cambodíu og mismunandi ferðahætti. Eins og er, þá erum við komin með mjög nice hotel sem er inní frumskóginum við hliðina á Angkor Wat sem að er stærsta temple í heimi, við erum MJÖG spennt fyrir að fara þangað. Núna er ég að vinna í að finna hótel í höfðuborginni sem að er eins og að leita að hundi í hrauni, eða ísbirni á skaga - erfitt en þó hægt.

Jökull og Dóri voru hérna í heimsókn um daginn og það var mikið stuð. Við tókum semi túrastann á þetta og skoðuðum aðeins hitt og þetta. Fórum á flotta veitingastaði og áttum góðar stundir. Ein af þeim var leigubílaferðin heim eftir síðasta kvöldið hjá strákunum. Þar var okkur boðið að kaupa "Ice" betur þekkt sem "crystal meth". Við afþökkuðum pent. Satt að segja myndi ég ekki einu sinni vita hvað ég ætti að gera við þetta, en leigubílstjórinn var að reyna að útskýra að maður ætti ýmist að éta, sprauta eða reykja þetta. Það er massa gott að vita þetta næst þegar ég ætla að fá mér smá "ice".

Ég ætla hinsvegar að panta fleiri hótel og vera með það á hreinu hvar ég fæ "ice" í Cambodiu, maður má ekki vera þurr af draslinu þarna!

KK (Karlkyn? - Kær Kveðja?)
Óskar Bule

1 comment:

Sigga Dögg said...

ice ice baby
ekki kúl, nei held ekki.

gott og gaman af kamódíuför, endilega komið með gisti tips, ætli maður þurfi ekki að fara pæla í þessu bráðum.
Og Óskar það er eitt með hana völu, hún er alveg ROSALEG í lærdómi, ég hef bara aldrei vitað né séð annað eins!
vonandi næ ég að smitast af þessari elsku enda TOEFL á laugardaginn :)

haldiði að ég hafi ekki bara hitt hann jökul vin ykkar um daginn en gerði mér enga grein fyrir tengslum fyrr en ég sá myndir, heimurinn er svo teeny tiny.

já fín já sæll :)
knús og kossar

ameríkanskí