Dingaling Ding
Þá erum við búin að bóka flug til Saigon - eða réttara sagt - Ho Chi Minh city. Við vitum að ferðalagið okkar mun standa yfir í um þrjár vikur - en við ætlum ekki að bóka miða heim eða neitt annað í bili. Kannski langar okkur að hoppa yfir til Burma eða Laos og sleppa einhverju öðru - og þá gerum við það bara. Rough planning er jú til staðar - en alls ekki meira en það. Svoleiðis á þetta að vera!
Við erum því á fullu í visa undirbúningi, redda malaríulyfjum (sem voru ekki til á þeim tveimur stöðum sem ég hef farið á hér) og svona því helsta sem maður þarf í ferðina okkar.
Ég sakna svo sumars í Evrópu þessa dagana! Í maí og júní er maður svo vanur því að þjóðin fyllist bjartsýni - vorið æði og sumarið á leiðinni. Um leið og sólin skín hlaupa allir niður á Austurvöll, fá sér kaffi eða einn kaldann og hlægja og skemmta sér. Hér aftur á móti gengur fólk um með regnhlíf til að skýla sér fyrir sólinni - brunar inn í loftkælingu og við hvítingjarnir erum einir eftir með sólgleraunun og kaffi á útikaffihúsinu.
Látum hér fylgja eina sögu: Við Vala fórum í strætó um daginn til að fá síðustu bólusetninguna okkar. Við stóðum við götuna þar sem strætó stoppar stundum og vorum að bíða eftir að veifa honum að okkur þegar að þessi fíni fólksbíll kemur og stoppar fyrir framan okkur. Niður kemur rúðan og inní bílnum situr kona um fertugt og að virðist sonur hennar sem er um 12 ára gamall. Konan teygir hausinn til mín og spyr: What are you doing here? Við Vala horfum á hvort annað og ég beygi mig niður og svara: We are just waiting for the bus. Hún svarar: I dont believe you! Ég: Well thats what we are doing, what about you, what are you doing stopped in the middle of the road? Hún kemur skemmtilega á óvart og snýr samtalinu við með því að segja: I know you are spying on me!! Ég reisi mig upp og horfi á Völu sem horfir jafnfurðulostin tilbaka. Ég beygi mig aftur niður og horfi á þessa konu sem var vel klædd í flottum bíl og virtist hafa gott líf og ég segi: Why would we be spying on you? Hún horfir brjáluð á mig og ég byrja að labba í burtu og segi við Völu: Það er svona sem morðin byrja, við skulum bara leyfa greyinu að vera. Þá kom sálfræðingurinn fram í Völu og hún byrjaði að greina kellinguna, en komst eftir smá stund að sömu niðurstöðu og ég, þessi gella er, tja, annað hvort með geðveikan húmor, eða einfaldlega geðveik. Við fjarlægðumst bílinn eftir að hún byrjaði að tala um CIA, FBI..etc og kvöddum hana með áhyggjubrosi á vör.
Já lífið er ekki alltaf dans á rósum þegar hvíta fólkið er að njósna um þig.
Ég ætla hinsvegar að skella mér í ryksugun og sófaþvott svo að heimilið geti orðið búanlegt aftur.
Kv.
Óskar Bule
3 comments:
hahaha - þetta njósnaraatvik var jú brilliant! sérstaklega þegar hún keyrði í burtu eftir að hafa kallað okkur njósnara svona fimm sinnum - og stoppaði svo hjá "njósnarabílnum okkar" sem var svona 15 metrum frá okkur til að kíkja þangað inn....trúði okkur klárlega ekki þegar við sögðumst ekki eiga neinn bíl
voðalega erum við greinilega spooky eitthvað og grunsamleg þegar við bíðum eftir strætó...
vó. spes. eruði viss um að hafa ekki verið í falinni myndavél bara? ;-)
Vávává, þetta er með því steiktasta sem ég hef heyrt! Passið ykkur á skrýtnu fólki..
S
Post a Comment