Ég er eitthvað skrýtin þessa dagana. Íslendingurinn í mér er að vakna eftir smá dvöl í Asíu og græðgin og metnaðurinn mættur á svæðið.
Fann ótrúlega spennandi gráðu í Nottingham sem er kennd via distance learning. Auðvitað finnst mér bráðnauðsynlegt að bæta þessari hrikalega spennandi gráðu við námið mitt NÚNA!
Ég gæti byrjað að taka postgraduate certificate frá september til apríl. As simple as that. Finito.
Svo gæti ég bætt við mig ári og just like that - klárað aðra master- Eða bara tekið diplomu – óþarfi að vera með heila gráðu í þessu – samt spennó....Já...þetta finnst mér brjálæðislega spennandi þessa dagana. Gráðan mín í MSc Management Psychology leiðir svoleiðis bara beint að námsefninu í hinni...oooh mig langar svo mig langar svo.
Búin að vera í sambandi við Nottingham í Bretlandi – jájájá – mín er að missa sig í gleðinni. Viðkomanda þar fannst – eins og mér – þetta vera snilldar viðbót við námið mitt og einnig að ég gæti vel byrjað núna í september (as in 2008, jájá) miðað við skipulagningu námsins hjá mér.
Umsóknarfrestur: Júlí 2008. Hún var allt of hugguleg og sannfærandi og hvatti mig eindregið til að sækja um. „There is high competition for seats, but as an internal student, and with your ongoing degree in management psychology, it will definately give you an advangage. In fact, we still have some places available. The sooner you apply, the better“. mhm
Þá kemur bobbINN í bátinn....fjármagn. Einhver sem vill lána mér 900 þúsund krónur svo ég geti tekið 1/3 af prógraminu til að byrja með og nælt mér í postgraduate certificate? Já ég endurtek – níuhundruðÞÚSUND krónur? Nei? Ha? Í alvöru? Nú jæja. Draumur farinn...dead...gone (en ef við værum í EU - no problem lah...cheaper lah)
Þörf númer tvö sem heltekur alla mína drauma og er eitthvað að troða sér inn í hausinn á mér er fjölgun heimsins. Bumban stækkar ört – held hún vilji fá félaga (eða ætli það séu bara öll þessi hrísgrjón?)
Ji minn eini fólk. Þvílíkt ástand hér á bæ.
Annars fann ég líka PERFECT doktorsgráðu áðan- en það er nú alveg þriggja ára pakki og ég stefni ekki í háskóla-kennara eða rannsóknarjobbið svo það er spurning hvort það sé eitthvað vit í því...og ef við förum út í fjármagn í þessum doktors málum – þá hleypur það bara á möööörgum milljónum.
Já...ég er í lokaskilum og þar af leiðandi að plana allt sem hægt er að plana. Alveg merkilegt hvað maður er duglegur að drifta eitthvað annað svona þegar maður á að vera einbeittari en aldrei fyrr. Same old....
Svona for the record þá gæti ég ekki verið sáttari við námið sem ég er í og allt er svoleiðis í blóma þessa dagna....Lærdómnum fer að ljúka og þá tekur við langþráð SUMARFRÍ með gestum, ferðalögum og endalausum huggulegheitum! Jibbí kóla
Góða helgi
7 comments:
Það jafnast ekkert á við að byrja leiðinlegan rigningardag í Odense á því að lesa bloggið þitt Vala!!
stórt knús til ykkar í Asíu
ok biddu adeins
no.1. baby on the way? eda bara burgar baby? eru eggjahljod eda ertu bara buin ad vera borda mikid af carbs? sigga ekki skilja volu sina.
no.2. sko, nam er gott. hemmi kemur stundum med svona kronutolur og eg bara humma og man ad a goda islandi tar sem er kreppa er haegt ad fa LAN. ja vala min, stundum er bara bita i tad sura og fa LAN :) en hvada grada er tetta annars??
no.3 til hammo med sumarfri. mundu bara ad i asiu verdur monsoon tegar thu ferd svo regnsla yfir tig og toskuna er god hugmynd :)
knus og kossar fra kanalandi
Halló kaninn minn
-uuuh burger baby? jiii - ég mundi sko ekki tilkynna barneignir með svona úber leiðinlegum hætti! engin kaka í ofninum en gling-gling-gling hljóð...alveg ekki að fara að gerast á morgun en einhver eggjahljóð eru staðfest
-er búin að ákveða að taka postgraduate certificate í MSc Human Factors í Nott haustið 2009...hlutanám og chill samhliða því sem ég verð að gera það haustið...og þar sem LÍN er búið að chillast og ætlar að lána í hlutanám - þá kannski bara væri það að gera sig...(lána ekki samhliða mínu svo maður bíður bara smá)
-nætsa haust verður svo vinna / master á dagskrá, master sem er aðeins tengdari viðskiptahliðinni á því sem ég er að gera núna...hmmm...óákveðið. erum orðin spes skotin í ónefndu landi
-annars er monsooon einhvernvegin alltaf í Asíu- færist bara milli landa og við ættum að vera good to go á flestum stöðum. Slúðrið segir allavegana að monsoonið í Bangkok og þeim hluta Tælands sé svipað og það er hér = rigning í tvo tíma eins og hellst sé úr fötu - svo ferskt loft og sól = happy hour fyrir kokkteila;) hér er monsoonið víst búið - en ég hef sjaldan lent í annarri eins rigningu og undanfarið svo þetta er eitthvað random...
en regnsla er góð pæling - enda fylgir svoleiðis flott combó með úber flotta bakpokanum sem ég fékk frá Óskari mínum í jólapakka:)gíruð í alles
vona að þið haldið áfram að hafa það rosalega gott í Boston:)
og takk Eygló mín:) það var nú gott að maður getur fært þér gleði á rigningardögunum í elskulegu Danmörkunni!
Jáhá...var að reyna að ná í ykkur. Hmm frábært að þið séuð orðin skotin í einhverju landi...við vorum að fá svar frá Lundi og það var jákvætt. Erum annars að skoða aðra skóla og önnur lönd...hlakka til að heyra í ykkur og btw lýst Gunnari best á fjölgun mannkyns.
Sakn og knús
systir, mágkona og co
jesús minn, ég skildi heldur ekki þessa færslu fyrst og var í sjokki yfir "óléttu"tilkynningum á vefnum! bara svo að það sé á hreinu þá vil ég fá að vita svona fréttir áður en þær eru birtar á veraldarvefnum ;-)
hahaha
klárlega...maður er ekki svona leiðinlegur og dónó! jiii að þið hafið trúað þessu upp á mig;)
þið stúlkur fáið að heyra af svona fréttum á undan öllum hinum - lofa:)
Post a Comment