Jun 12, 2008

C'est la vie

Kristín Helga og Sæmi giftu sig síðustu helgi!!! Þetta var auðvitað hádramatískur atburður í mínum huga þar sem ég gat ekki verið viðstödd þessa fallegu athöfn....Ég heyrði í systur hennar Kristínar og stelpunum (Dinnu og Hörpu) fyrir athöfnina þar sem brúðhjónin voru farin af stað upp í sveit. Þau giftu sig nefninlega í kirkjunni á Búðum.

Um leið og athöfninni var lokið náði ég í skottið á nýgiftu hjónunum og fékk að heyra hvernig allt fór. Maður var allavegana eins mikið með og hægt var miðað við aðstæður. Svo var þetta auðvitað allt tekið upp á tape svo maður getur fengið að sjá athöfnina síðar!

Kristín var svo sæt og fín - kjóllinn var æðislegur og þau bara geisluðu svoleiðis af hamingju á þessum fallegu myndum sem ég fékk sendar. Langar rosalega að sýna ykkur eina slíka en vil ekki gerast svo dónaleg að skella þeim á netið svona án þess að biðja um heimild.

Til hamingju elsku nýgiftu hjónin mín.

Svo verður veislan þeirra á laugardaginn - hrikalega skemmtó fyrirkomulag. Njóta dagsins í rólegheitunum og halda svo upp á hann með fjölskyldu og vinum viku seinna. Brilliant.

Annars erum við búin að vera í rólegheitunum eftir litlu helgarferðina. Ég er búin að vera í skólanum og Óskar er að dunda sér í hinum og þessum verkefnum með Bian (frá Indónesíu) áður en hann skundar heim í fríinu.

Rakel, mamma hans Ívars tók skyndiákvörðun rétt fyrir helgi og ákvað að "droppa við" hérna í Malasíu svona fyrst hún var hvort sem er að fara í helgarferð til Amsterdam! Vel gert...

Sandra og foreldrar hennar komu frá Tælandi (Phuket) í gær þar sem þau eru búin að vera í vellystingum á 5 stjörnu hóteli í tvær vikur. Myndirnar voru roooosaleg girnó....við erum einmitt að fara þangað með gestum okkar í júlí svo við höfum margt til að hlakka til.

Um helgina ætla svo fjölskyldurnar að skella sér til Lankawi - eyju hérna í Malasíu.

Skelltum okkur til Kuala Lumpur í fyrradag á æðislegt kaffihús og svo út að borða á alvöru Thai stað þar sem við fengum besta kjúkling sem við höfum smakkað - eldaður í pandan laufi sem sést hér til hliðar- og eitthvað vafasamt tofu í einhverju dóti sem bragðaðist líka bara mjög vel.

Framundan er svo hinn skemmtilegasti gestagangur - 17. júní húllumhæ - út að borða með bekkjarfélögum -lærdómur og huggulegheit!


Góða helgi

1 comment:

Anonymous said...

Mikið sakn frá klakanum

AG, GS, JR