May 16, 2008

Speki Óskars

Eftir að hafa verið hérna í 4 mánuði og horft uppá hluti sem ég hefði aldrei séð ef ég hefði ekki komið hingað þá virðist heilinn á mér vera byrjaður að spá meira í hlutum sem hafa hingað til farið framhjá mér. Hérna eru nokkrar pælingar.
  • Ég er byrjaður að skilja tungumálið sem fáir tala en allir eru að læra.
  • Ég trúi á það sem er ekki til en allir finna fyrir.
  • Ég skil að alvöru virðing hefst með skilningi
  • Því ofar sem ég kemst í lífinu því styttri þarf stiginn til himnaríkis að vera
  • Ég veit að ég mun aldrei skilja allt, nema eftir minn síðasta dag
  • Sú seinfarna leið að friði er gagnkvæm virðing
  • 100% gagnkvæm virðing er ennþá ekki til og á langt í land
  • Með friði hefði fólk ekkert að tala um
  • Þú getur alveg kastað steini ef þú átt heima í glerhúsi, vertu bara viss um að vera með sterkt gler.
Sumar af þessum pælingum gætu stangast aðeins á við hvora aðra, en mundu þá, ég er ennþá að læra þetta tungumál.

Kv.
Óskar Bule

3 comments:

Anonymous said...

Vá, þetta var power post. . .

Vala said...

heldur betur...

hverngi ætli speki óskars verði eftir enn lengri dvöl og ferðir til framandi landa?

tjah, maður spyr sig!

góð speki

Anonymous said...

Já, þessi speki dreifir sér hratt. Nú þegar er lærisveinn Óskars hér á Fróni.

kv. systir