May 19, 2008

Já sæll! v.2

"Já sæll!" bloggið er snúið aftur þó að "Já sæll!" v.1 hafi aldrei komið fram undir því nafni. Enn og aftur er ég búinn að vera með myndavélina tilbúna þegar að ég rekst á skemmtilega hluti hér í meginlandi Malasíu og nálægum eyjum. Ég vona að þið njótið þessara mynda jafnvel og ég. (Þið getið stækkað þær með því að smella á þær)


Malasíubúinn notar þessi skilti óspart til að undirstrika "you break you buy" kenninguna þeirra - Ég skemmti mér einstaklega vel yfir þessari teikningu þarna hægra megin sem virðist vera af kalli að segja "good"


Ég veit ekki hvort einhver hafi nokkurn tíman fengið sér ís á Dairy Queen - Semi stolið þá?


Bíddu bíddu, ég er með hugmynd. Búum til súkkulaðismjör, skýrum það NussFit og gerum umbúðirnar alveg eins og Nutello, hey - klárum málið með að setja alveg eins logo og svo markaðsetjum við okkur með því að stilla vörunum við hliðina á því sem við erum að copy-a. (Held reyndar að NussFit sé frá Þýskalandi, en hey)


Ég keypti mér skjávarpa um daginn, og til að undirstrika hversu ekta hann er þá hefur framleiðandinn skrifað Memu, þar sem klárlega á að standa Menu....Þeir eru mikið fyrir að ritskoða hérna


I give you what? And you give me who?


Þetta var á 3ja stjörnu hóteli, síðan hvenær má maður ekki hrækja inni?


Hér fer fram samkeppni: Hvort er þetta Karla eða Konu klósett?


Hér má sjá frekar sniðugan hlut, þetta er símalína beint til lögreglu á miðri skemmtistaðagötu í Penang. Svo var svona lögguljós ofan á þessu svo fólk tæki betur eftir því.


Hvað er þessi gaur að gera þarna?

Ég var að kaupa mér skyrtu og fyrir utan mátunarklefann blasir við mér 3 metra hvítur gaur á nærbuxunum að glotta frekar perralega...

Ég veit að þið munuð bíða spennt eftir "Já Sæll!" v.3 sem mun væntanlega koma innan nokkra vikna ;)
Þangað til næst,
Óskar Bule

4 comments:

Anonymous said...

Ég veðja á að merkið á klósettinu sé klárlega af karlmanni í víðri peysu og svo er sýnt hvursu vel hanginn hann er. Klárlega.

kv. Mávur

Anonymous said...

já sææææælllll....!!
var að vakna... fyrsta sem ég gerði var að kíkja á bloggið ykkar og ekki leiðinleg byrjun á deginum.. er í kasti yfir þessum hlutum og það komu meira að segja örfá tár.. svo mikið hló ég..!! já sææææææællll get ekki beðið eftir að mæta á svæðið!!

Kv. Sigga stóra

Anonymous said...

Hehe algjör snilld. Heitir þetta ekki Nutella hér í DK. Það er mjög gott ef NussFitt er copy af copy af Nutella ;)

kv
ÓJ

Vala said...

við þurfum klárlega einhverntíman að skella okkur til "you give me 2 hours, I give you healthy" baaara svona til að sjá hvað hann ætlar nú að gera við mann á tveimur tímum sem gerir mann healthy!