May 27, 2008

Maurar og námsmenn

Maurar eru snilldardýr. Maður sér þá halda á risa flugum og fiðrildum, margir taka höndum saman um máltíð næstu daga og skipulagið er alveg framúrskarandi. Þeir verða þó að muna, að þeir borga ekki leigu í Koi Tropika.

Um daginn mættu þeir í eldhúspartý – við skildum ekki alveg í hvað þeir voru að sækjast þar sem allar okkar matvörur eru í lokuðum ílátum eða inni í ísskáp og ruslið var nýfarið í gáminn. Þá sáum við gat á veggnum – pínkulítið gat – sem þeir höfðu náð að búa til. Það var super-glúað og end of story.

En nei...allt í einu er smá rifa meðfram krananum inni í eldhúsi og þeir mættu aftur –í tugatali að venju. Það var súperglúað líka - annað slíkt gat fannst rétt hjá svefnó....þa var tekin ryksugun - skúrun og pödduspreyjun nr þrjú

Þarf að fara að bjóða Edda í eldhúspartý – hefði nú haldið að hann fílaði maurana...Snati líka var búinn að veiða ágætlega stóra flugu í búrið sitt og var nartandi á henni í vatninu um daginn - vel gert...

Massa vorhreingerning tekin í dag og í gær - verið að skrúbba og bóna og maurarnir virðast alveg hafa yfirgefið svæðið!

Púllaði Völuna á þetta í fyrrakvöld - það var stúderað til 6.45am (samhliða hálfum bekknum mínum á msn, allir svo skipulagðir) og skil á verkefni í gær svo nú er ég formlega búin að ljúka Module 2. Skil á Module 3 á manudaginn og Module 4 hefst svo á þriðjudaginn....hard core.

Óskar er að fara að halda fyrirlestur á miðvikudaginn, skila BA ritgerðinni á fimmtudaginn og skila auglýsingu og ritgerð á mánudaginn bara svo eitthvað sé nefnt! eitthvað fleira er á dagskrá hjá honum fyrir annarlok svo það verður crazy að gera næstu tvær vikur

Planið næstu daga er því að vakna snemma, fá sér góðan kaffibolla - læra - skella sér jafnvel í sund - kaffislúður með stelpunum / foosball með strákunum- dinner með kallinum - læra....læra...the student life

Aaaaah hvað það verður frábært þegar helsta stressinu verður lokið!

en til hamingju Ísland með 14 sætið í júró - hefði sko alveg verið til í að vera heima í grillinu hjá henni Siggu Dögg minni! kannski ég geti fundið Asiavision keppni, væri pottþétt meira entertaining heldur en Euvovision!!

pæling

7 comments:

Anonymous said...

Hæ elsku krúttið mitt

þá er búið að skila og mín komin til london!! ég náði rétt svo að pakka og koma sjálfri mér út á völl rétt fyrir brottför þannig að ég náði ekkert að hringja :/ en ég er með tölvuna með mér og logga mig nú örugglega inn á msn í ferðinni þannig að við gætum þá spjallað smá :)

Kær kveðja frá glaða ferðalanginum :)

-Siggalóbig

Anonymous said...

Gangi þér vel mín kæra og auðvitað fara sömu kveðjur til Óskars! Ekki fara yfir um á stressi, það er svo agalega slæmt.
Bestu kveðjur frá kalda landinu,
Sunna

Vala said...

noted! lofa að fara ekki yfir um af stressi - er sko mun þægari hér úti heldur en heima..hér eru nebblega ekki blessuðu prófin sem fríka mann svona út, bara fyrirlestrar-ritgerðir-verkefni-svona "þægilegra" þannig...fyrir mig allavegana

hafið það gott heima og hentu nú a mig meili með info um það hvað í ósköpunum þú ert að gera á klakanum þessa dagana!

xxx

Þórir said...

Eruð þið búin að gera öllum maurunum ykkar nöfn?

Sakna ykkar HEVÍ mikið!

Þórir said...

þetta átti víst að vera "að gefa" en ekki "að gera"... afsakið það.

Vala said...

hehehe....ritvillan er fyrirgefin

maurarnir fá ekki nöfn þar sem þeir eru drepnir smám saman! mér finnst ekki viðeigandi að stúta fjölskyldumeðlimum og hef því ákveðið að taka maurana ekki inn í familíuna - enda væri familían bara allt of stór

Anonymous said...

Maurakrít er best og fæst í næstu “barang logam”.