May 23, 2008

Jumaat

Þá eru foreldrar Söndru og Ívars (Ásdís og Ævar) mætt á svæðið. Maður var nú svolítið abbó allt í einu - værum alveg til í að fá eitthvað af foreldrunum í heimsókn hingað yfir núna! Amma hafði lumað nóa konfekti og kremi í pakkann milli heimsálfa svo við Óskar sitjum mjög hamingjusöm yfir lestrinum með kaffi og konfekt!

Fótboltaleikurinn hérna um daginn var gífurlega spennandi....Pinto var með opið niðri til kl. 6.00 og fórum við - og foreldrarnir nýkomnu og allir niður til að glápa á leikinn sem byrjaði kl. 03.00! Vel gert af foreldrunum að mæta - voru búin að vera í gífurlega löngu ferðalagi...Egilsstaðir-Reykjavík-London-Dubai-Kuala Lumpur! Voru bara víruð og til í partí!

Seinni partinn sáum við eitthvað ves við sundlaugina - og þá voru tveir gaurar a fullu að slást. Head of security hann Roger - var þá dáinn áfengisdauða (mun ekki starfa hér mikið lengur) ekki langt frá og hinir óenskumælandi öryggisverðirnir þorðu ekki að gera neitt í málunum - reyndi að ýta þeim áfram en allt kom fyrir ekki. Strákarnir náðu að stoppa þetta (oftar en einu sinni) og henda þeim blæðandi út af svæðinu. Ég hringdi í lögregluna og sjúkrabíl - ýkti allt svo að þeir mundu nú flýta sér aðeins meira en hinn almenni Malasíu-búi virðist gera.

Að sjálfsögðu komu þeir aldrei!!! Þá veit maður það - 112 er ekki að fara að bjarga þér ef þú lendir í veseni svo það er eins gott að vera með nr á einkaspítalanum hérna rétt hjá og bara hvort öðru ef eitthvað kemur upp á!

Slagsmálahundarnir voru víst utaðakomandi partí-gestir svo þeir fóru heim til sín (með aðstoð annarra) og leikurinn hélt áfram yfri í vítaspyrnukeppnina og alles.

Eins og það er rólegt hérna dags daglega þá þurfti auðvitað eitthvað að gerast í fyrsta skipti sem foreldrar mæta í heimsókn, hehe

Annars er lífið ljúft...kíkti í laugina með Kristínu í gær og svo er það bara lærdómurinn með einstaka foosball pásum. Ég er svo léleg að það er eiginlega bara hræðilegt....Óskar hefur tekið það að sér að þjálfa mig svo ég verði honum ekki til skammar í mótum sem verða haldin hér innanhúss;)

Góða helgi

3 comments:

Sigga Dögg said...

gott að vita að sjúkrabílar komi ekki á staðinn, það er nú einkar hressandi.
En hvað segir valan, er asía málið í bú-elsi?

held að ástralían togi meira í mig.. er bara ekki frá því..

annars er TOEFL komið með dagsetningu og svo er bara stuð og stemmari í personal statement og öðru gleðiefni, any tips??

hey er júróvísion á netinu?

góða helgi vala mín og skari

siggadögg

Vala said...

hellúúúú

veit ekki með juró, vil ekki vita, deadline og crazyness, no time

good shit að TOEFL er á næstunnio g bara verið að sækja um? ef þú rt varla búin aðf inna heimsálfu - hvar ertu þá að sækja um kona?

Asía jú..alveg málið - svarið við þessari spurningu er á svo mörgum levelum

við þurfum líka að hringjast bráðlega anywho!

geturu ekki einhvert kvöldið chillað í vinnunni og ég hringi í heimasíma um leið og vinnudagurinn þinn er buínn? það kostar nebblega ekki marga peninga. mér þykir það sniðugt

óska ykkur annars góðrar júró og bq helgar!

Anonymous said...

112 virkar ekki heldur a Nørrebro i danmørku, thetta er svona eftir hverfum, hvort thad se sott.
Farid nu bara vel med ykkur svo thid thurfid ekkert ad nota 112.