May 21, 2008

Boltinn....

Það er eitthvað svo rosalega dularfullt og rómó við það að sitja inni á skrifstofu í svartamyrkri með opinn glugga - hlustandi á bænasönginn úr moskvunni sem maður sér úr skrifstofunni - horfandi á dansandi eldingar á himninum í hellidembu....

Orðið töluvert heitara undanfarið og farið að rigna bara svona öðru hverju...- keyptum okkur auka viftu í loftið inn í stofu svo við séum ekki að spreða svona miklum peningum í aircon, það kostar nebblega hellings þó maður sé í Asíu!

Prófatíðin virðist valda því - eins og ávallt - að maður fer ekki mikið að heiman. Þegar maður býr í Koi Tropika þá er það svo söm bara ágætt. Sundlaugin er nú hérna niðri...Pinto's þegar maður nennir ekki að elda, vinir og vandamenn á 19. og 21. hæð til að hitta í kaffi þegar maður er í mental breakdown. What more can you ask for?

Við Óskar erum líka að auka við félagsmiðstöðvar-eiginleika íbúðar okkar- keyptum okkur pílukast-unit um daginn sem er nú loks komið upp á vegg og draumur Óskars rættist loks - við erum stoltir eigendur FOOSBALL borðs! Svaka fínar læri-pásur þar. Nú vantar okkur bara gardínur...en oh well - sólin kemur, maður vaknar á morgnanna og ekkert sést inn þar sem við erum á 13. hæð. Who cares.


við Sandra fórum svo í Tesco í gær- verið að kaupa í matinn og gera fínt hjá þeim þar sem foreldrar Söndru mæta á svæðið í kvöld! Í Tesco...voru starfsmennirnir (eins og ekki er óalgengt) að gera svona kyssuhljóð (socially acceptable leið í Malasíu til að kalla á einhvern) og kalla á mann - ekki lítið pirrandi - maður er nú bara að versla í matinn. Ég var búin að vera heillengi að velja mér fallegustu baguette brauðin og hraðsuðuketil og kodda fyrir gesti og alls konar fínerí..en neeeeei - haldiði að þeir hafi ekki tekið sig til og stolið kerrunni minni!!! Plebbar! Endaði með því að ég keypti helstu nauðsynjar með tvo Tesco-dúdda eltandi mig út um alla búð. Hressandi. Stundum er maður bara virkilega ekki stemmdur til að díla við svona rugl....

Annars er Óskar langt kominn með BA ritgerðina sína og önnur verkefni og ég er á fullu í skilum og stressi með honum. Gerði tilraun til að kaupa bland í poka úti í búð um daginn...komst að því að það er bara ekki hægt. Endaði með poka með frumlegum hnetum og kexi - með smá hlaupi = það eina sem var í bland í poka gaurnum. Maður verður bara að baka köku á eftir...já - það er sovna þegar það eru próf: maður þarf auka kaloríur og er tilbúinn til að gera allt nema læra stundum...right?

Erum í og með að undirbúa 17. juní partí...öllum sem langar að senda okkur nammi, harðfisk og litla fána fá hér með heimild til þess;)

Óskar er að fara að horfa á úrslitaleikinn í boltanum í kvöld og fór með skjávarpann niður á kaffihúsið - leikurinn er ekki fyrr en kl. 2am á okkar tíma svo Óskar er búinn að fá sér síðdegisblund og alles í undirbúningi;) á meðan hann setti skjávarpann upp var lítill kínverskur strákur (rétt farinn að byrja að tala) sem gapti bara á Óskar og pabba sinn til skiptist og hrópaði- MAGIC, MAGIC, MAGIC - heillaður af töfrum skjávarpans

saga dagsins: Christopher Pinto - eigandi Pinto's café hérna niðri - heitir rosalega frumlegu nafni á fæðingarvottorðinu sínu og þar með öllum bankaskrám o.s.frv af því að dúddinn á spítalanum þegar hann fæddist hefur bara ekki skilið orðið "Christopher" og skrifað bara það sem honum heyrðist barnið eiga að heita. Pabbi Chris hafði ekkert fyrir því að tékka á því hvort nafnið væri rétt ritað svo rangt nafn fylgir honum það sem eftir er! metnaðurinn í fólki...

Voðalega varð þetta sundurslitið blogg...en já - hvað segir fólk annars gott? sumarið komið heima og allir hressir og kátir?

3 comments:

Sunna said...

Alltaf jafn undur skemmtilegt að lesa skrifin ykkar!
Hér er bara hefðbundið íslenskt sumar, eða svona aðkenning að sumri.. ennþá fremur hryssingslegt þó að grasið sé orðin nær neongrænt og grilllykt berst frá öðrum hverjum svölum á hverju kvöldi.
Við Frikki erum búin að standa í stórræðum, þ.e. gera STÓRHREINGERNINGU-NA! Íbúðin var beyond viðurstyggð þegar við komum heim og enduðum við því að að taka allt útúr íbúðinni og skúra, skrúbba og bóóóna - reyndar ekki bóna, en hér vísaði ég til þess frómaða lags: ,,ryksugan á fullu".
Við keyptum okkur safapressu frá Solis í gær og mmmmmmm sjisse hvað djúsinn er himneskur!
Annars er nóg komið að einræðu um mína hagi..
Bið bara fyrir sem allra bestum kveðjum til ykkar,
Sunna - sem örugglega fer í King´s (var að fá staðfestingu að þeir bjóða mér home fee í stað international, sem fjandakornið munar nú helvíti mikið um..)

Sunna said...

..berist..

Anonymous said...

Sælar...... alltaf gaman að lesa... veitir mikla gleði á þessum erfiðu tímum...!!
Annars er allt að gerast.. er að leggja lokahönd á skrifin og get ekki einbeitt mér lengur að þessu því ég er orðin svo spennt að prenta út þetta HELVÍTI og komast í sólina á Tenerife ...... og svo til ykkar.... JIBBÝ.. ! en ég reyni að bjalla í þig á sunnudaginn.. þá ætti ég að vera búin að prenta og græja og gera ..!!

Gangi þér vel líka skvís og ég hlakka til að heyra í þér :)

Kv. Sigga