Apr 22, 2008

Sögustund með Óskari frænda

Ég fór um daginn í mína venjulegu leigubílaferð í skólann. Það var að venju hann Shafie leigubílstjóri sem keyrði mig. Hann keyrir mig alltaf í og úr skólanum þegar hann er laus, hann er nefnilegast ódýrastur og svo það besta er að hann keyrir frekar rólega, ólíkt mörgu öðrum leigubílstjórum hérna. Að venju hafði Shafie mikið að segja um pólitík og fyrirtækið sem hann ætlar að stofna í framtíðinni. Hann segist nefnilega vera lærður arkitekt og honum langar mikið til að stofna sína eigin stofu.

Shafie sagði að hann gæti nú ekki farið í fyrirtækjabransann fyrr en hann væri búinn að eignast nægan pening til að fá sér nýja konu. Ég horfði á hann með spurningarmerki í augunum. Ég fékk þá skýringu að hann væri búinn að nýta núverandi konuna sína til fulls þar sem hún væri búin að ala honum 3 1/2 barn (hún er ólétt). Hann væri búinn að spotta nýju konuna sem er rétt skriðin yfir tvítugt og líka svona helvítti hugguleg. Ég spurði í sakleysi mínu hvað núverandi konunni hans fannst um þetta. Fékk ég þá skýringu á að Múslimar í Malasíu mega eiga 4 eiginkonur, svo lengi sem þeir geta supportað þær 100%. Það er, gefa þeim þak og mat. Ég spurði í enn meira sakleysi hvað konunni hans fannst persónulega um þetta. Hvað finnst henni um að Shafie sé með aðra í takinu og jafnvel í framtíðinni aðra fjöldskyldu. Hann sagði einfaldlega að hún hafði samþykkt þetta.

Eftir smá þögn kom uppúr honum rétta skýringin. Núverandi konan hans vildi þetta alls ekki svo hvað gerir Shafie, jú hann dróg hana fyrir rétt. Já hann kærði konuna sína fyrir að leyfa honum ekki að fá sér aðra konu. Þau fóru fyrir rétt þar sem að konan var spurð af hverju hún vildi ekki leyfa honum þetta. Hún svaraði að hún væri öfundsjúk og vildi eiga Shafie alveg útaf fyrir sig. Þetta hlustaði dómarinn ekki á og veitti Shafie rétt á að fá sér aðra konu.

Svo núna er Shafie að safna sér upp pening með því að keyra leigubíl til þess að geta keypt íbúð fyrir nýju konuna og framtíðarbörnin. Svona fyrir forvitni þá spurði ég hann um hvernig honum væri skipt niður á milli konanna. Það var mjög einfalt svar. Þú tekur heildarfjölda barna sem þú átt með sitt hvorri konunni og deilir því niður á daga vikunnar. Svo til að byrja með þá verður hann bara einn dag með nýju konunni og restina með þeirri gömlu. Svo breytist þetta með barnafjölda.

Eftir að ég ræddi þessa fræðandi leigubílaferð við hana Völu, þá ákváðum við að skíra hundinn sem við munum kaupa okkur í framtíðinni...Shafie


Goðsögnin: Shafie leigubílstjóri

5 comments:

Anonymous said...

Shafie er algjörlega með þetta ...Hlýtur að vera fyrst að konan er tilbúin að fara með málið fyrir rétt til að halda honum alla 7 daga vikunnar.

Vala said...

Shafie er svo góður á því...hann er samt ekki jafn feitur og hann virkar á þessari mynd

hmmmm

hundurinn okkar heitir svo klárlega Shafie! væri alveg til í að segja honum það en það gæti verið semi móðgangi + það að múslimarnir hér mega ekki einu sinni snerta hunda - þeir eru víst ógeðslegir skv pælingum þeirra

pæling

Anonymous said...

jesús minn, ég fæ sting í mitt litla kvenréttindahjarta við að heyra þetta!

Anonymous said...

Thetta skirir svo otrulega margt!!!
Reglan segir husnædi og mat, thess vegna borda muslimar a golfinu, thar sem thad er ekki krafa a husgøgnum i husid.
Skemmtileg saga/skiring.

Anonymous said...

En engin spurning ef eg eignast hana einhverntima, tha mun hann heita Shafie.