Apr 24, 2008

Gleðilegan sumardaginn fyrsta

Við vöknuðum eldsnemma í gær - ég til að læra - Óskar vegna þess að hann var enn með rosa verki í maganum. Við ákváðum að drífa okkur bara til læknis og láta kíkja á þennan furðulega og langvarandi magaverk og krampa.

Fórum á nýjan spítala hér 3 mínútum að heiman - og vá hvað hann var flottur! Borguðum alls ekki mikið og fengum konunglega þjónustu! nöfn manns á tölvuskjá - biðtíminn heilar 3 mínútur og fagmannleg og goð þjónusta. Við vorum send til skurðlæknis sem var sérhæfður í magadóti og fengum þá greiningu að Óskar hefði fengið væga matareitrun / magapest og var sendur á sýklalyf og svartar kolapillur til að losa eitrið úr maganum...

Ég er búin að vera á leið til háls - nef og eyrnasérfræðings síðan ég veit ekki hvenær út af krónísku problemi sem þið sem þekkið mig hafið heyrt mig kvarta út af- og þar sem einn slíkur var á svæðinu ákváðum við að heimsækja hann í leiðinni. Það voru svakalega tæknilegar myndavélar notaðar til að kafa inn í heila og niður nebbann og inn í holur í átt að eyrum og ég veit ekki hvað og hvað. Eins og ég vissi...eru hljóðhimnurnar á mér inndregnar (eiga klárlega að vera beinar) af því að einhver eyrnargöng vilja ekki opnast og lokast eins og þau eiga að gera og því er ég alltaf með hellu, verki og pirring.

Köldu vatni var skvett framan í mig og martröðin rættist. Ég má aldrei kafa eða fara í fallhlífarstökk!! (nema ég vilji taka áhættuna á því að sprengja í mér hljóðhimnuna og fá skerta heyrn..pæling). Svo ég var sett á pillur og sprey sem ég á að taka fyrir löng flug og núna í viku til að reyna að ræða við þessu eyrnargöng og athuga hvort þetta lagist eitthvað. Það var eins gott Sara mín að bensíndælan í flugvélinn á Hellu bilaði hérna um árið þegar við vorum komnar á Selfoss - næstum því farnar í fallhlífarstökk!!!!

Daginn endaði ég svo á því að fara út að borða með Zui og Bakhtiar úr bekknum mínum til að ræða verkefni sem við Zui erum að fara að taka þátt í í PFC Energy (Bakhtiar = director). Deili smáatriðum verkefnisins með ykkur þegar nær dregur en ég er mjöööög spennt:) Við fórum á sushi stað þar sem ég borðaði fyrstu sushi máltíðina mína og smakkaðist flest bara mjög vel. Smakkaði meðal annars lúðu - ál - lax - krabba - frumlegan doppóttan fisk - skelfisk - frumlega djúpsteikta þráða-sveppi í sósu og fleira. Skelfiskurinn og eitthvað var eldað...annað ekki. Nú þarf maður að prófa aftur bráðlega til að komast að því hvort maður sé sushi týpan eða ekki.

Um kvöldið hittumst við Óskar hérna niðri í lok dagsins og komumst að því að kettlingafulli kötturinn í Koi (hér eru þrír kettir..flækings) var búinn að gjóta - 5 litlir sætir kettlingar eru því hérna niðri í kók-kassa, allir að braggast til. Okkur stúlkunum langar óendanlega að taka einn heim - en það gerist víst ei.

Í morgun vöknuðum við rosalega spennt - því það á að skíra son Agnesar og Gunna í dag!!! við auðvitað getum ekki beðið eftir því að heyra nafnið í kvöld um leið og er búið að segja það í kirkjunni. Há dramatískt og hræðilegt að okkar mati að við höfum ekki getað komið í skírnina - en maður verður bara að bíta í það súra....allir verða að vera duglegir að taka myndir og sýna okkur takk fyrir.

Njótiði sumardagsins fyrsta og helgarinnar sem er framundan...

3 comments:

Anonymous said...

Vonandi að pillurnar virki á magaverkinn. Það mundu allir eftir Óskari í skírninni - enda heitir sá stutti meistari - Óskar Ingi Gunnarsson - gott nafn.
Nokkrar myndir komnar á flickr http://www.flickr.com/photos/21282587@N08/

Kveðja frá Íslandi
GRJ

Anonymous said...

Til hamingju með nafnann frændi ;)

Eitthvað held ég þó að GRJ sé að rugla ég frétti að nafnið ætti að vera Óskar Ingi Agnesar- og Gunnarsson!!!

Kv. Íris Ósk

Anonymous said...

hehe...já eins gott að við komumst ekki segi ég nú bara, væri nú hálf leiðinlegt að hafa þig heyraskerta og hvað þá verra...

hlakka til að sjá ykkur í sumar
kv. Sara