Apr 3, 2008

Kuala Lumpur og hygge

Við hjúin áttum hinn huggulegasta dag í Kuala Lumpur í fyrradag. Byrjuðum á því að fara til húðlæknis á flottasta spítala í heimi. Þetta var jafnframt dýrasti spítali í heimi. Þetta vissum við augljóslega ekki þegar við googluðum húðlæknum í Malasíu...en anywho - þarna eru víst bestu læknarnir svo við getum allavegana verið viss um að það sé í lagi með okkur og svona. Kom þjónn til að opna hurðina á leigubílnum þegar við mættum - önnur þjónustustúlka sem tók á móti okkur þegar við röltum inn svo við værum nú með það á hreinu í hvaða átt við ættum að labba...starbucks á svæðinu og kaffitería þar sem ég borðaði jafnframt grænustu pönnuköku í heimi með svona kókosjukki oní (sem var eiginlega alveg eins og gumsið sem er ofan á sjónvarpsköku - kókos og svona). óskar lagði ekki í bakkelsið....usss

Óskar þarf svo að láta taka 5-10 bletti af sér og hananú! ég var góð í bili

En...ég held að það sé rétt að fara aðeins yfir atburði 1. apríl svona til að byrja með. Við erum auðvtitað svo hreinskilin að við mundum aldrei fara að blekkja ykkur- kaffið í poka var heldur betur heilagur sannleikur (eins og allt annað í frásögninni þann daginn). Ég verð að viðurkenna það að ég drakk ekki "bollann" í þetta skiptið - en fjárfesti þó í einum slíkum og fékk að taka mynd af honum in the making til staðfestingar! og hér má einnig sjá lokaafurðina í höndum mínum....



Annars vorum við bara á töltinu...lentum í áhugaverðum samræðum við leigubílstjóra og fræddumst um sögu Malasíu. Þar var það m.a. staðfest að ef þú ert sakfelldur fyrir morð eða dóp (visst magn) þá ertu hengdur. Engin myth þar á ferð.

Ég nældi mér góða námsbók og svo keyptum við líka klassískar kiljur sem við áttum eftir að lesa (Alkemistann og Flugdrekahlauparann svo eitthvað sé nefnt). Fundum mjög fallega muni og kertastjaka í búið á útimarkaði (mér finnst endalaust gaman að kaupa skemmtilega handgerða hluti sem BARA ég á, hehe)- skemmtileg sólgleraugu sem tók langan tíma að prútta- fórum í lunch - bíó - síðbúinn dinner og heim. Jú og Óskar skellti sér í klippingu líka! Erum búin að vera svo rosalega upptekin í skólanum að við erum varla búin að "hittast" - svona utan skrifstofunnar heima þar sem við erum á fullu að læra! metnaðurinn sko....

Ennfremur ákváðum við Kristín að taka sambærilegan dag í gær - byggðan á sömu rökum:) skelltum okkur í Sunway Pyramid - risa shopping mall hér í grenndinni. Þar var okkur til mikillar gleði verið að opna Forever 21 búð - og keyptum við eins og einn tvo kjóla á H & M prís. Mjög gefandi. Fengum okkur svo kaffi með Cyppie og höfðum það voða kósý....

Enduðum með strákunum okkar í Dominos pool pizza partí, það var nefninlega verið að opna nýtt útibú hérna í Puchong og haldiði að þeir sendi ekki bara heim til okkar!

Svo nú tekur við róleg helgi - með lærdóm og huggulegheit í bland held ég bara.

OG...gleymdum líka að minnast á það að þrátt fyrir imbakassalaust-heimili - fannst Óskari eitt stykki skjávarpi á ebay of ódýr og girnilegur, svo það var fjárfest fyrir 7000 iskr! heldur betur góður díll! svo nú getum við horft á eins og eina góða mynd í kvöld á stofuveggnum okkar! ómetanlegur kostur við þetta apparat að mínu mati er að það er aðeins gláphæft á kvöldin þegar það er svartamyrkur - hef áhyggjur af sjálfsaga mínum að degi til og imbakassa þar sem ég er heimavinnandi nemandi. Gott og blessað allt saman.

ps. múslimar hér mega víst ekki snerta hunda. Það er víst talin synd.
pss. hér er enn 30 min reglan hjá dominos, fengum coupon á pizzu
psss. í síðustu viku kom smá haglíél þar sem Anna Lisa býr!
pssss. í fyrradag komu svo sterkar vindkviður að grindverkið hjemme hrundi!


Óskar biður að heilsa...
....over and out

6 comments:

Anonymous said...

Hæ.
OK - nú er ekki lengur 1.apríl svo ég held þetta sé rétt með kaffi í poka. Það var einhver gaur sem kom á MSN-ið hjá mér um daginn og ég henti honum út um leið - síðan hef ég ekki séð Óskar á MSN - skrítið - vissi ekki að hann væri kominn með nýtt nafn - margt sem breytist.

Kveðja frá Íslandi
GRJ

Anonymous said...

Hvað meinaru!!! þú kvittar bara hérna herra GRJ. Annars var þetta ansi grænt bakkelsi og skil ég vel að Óskar hafi ekki lagt í hana.... en þú Vala mín ert svo hugrökk og sniðug... endilega fjárfestu í einu svona "enginn á nema ég" handa mér... endilega hand made ... eitthvað sem er einkennandi fyrir landið og þá jafnvel mun ég senda þér góðan súkkulaðipakka... þú veist að ég stend við mitt ;)

kv. fyrirverandi hýsill

Vala said...

þá kveiki ég á "eitthvað típískt Agnes" leitaranum og finn einhvern skemmtilegan hlut í búið:)held að flest sem við höfum keyptundanfarið lúkki handmade en sé það alls ekki. þurfum að fara að koma okkur á almennilega markaði og svona! vinn í essu

Anonymous said...

Já, það er vissara að passa sig með dóp og annað slíkt á þessum slóðum. Mjög hátt hlutfall túrista og innflytjenda sem eru teknir af lífi árlega fyrir vörslu eiturlyfja...

Skari meðan ég man, ertu ekki búinn að finna hassbútinn sem ég laumaði í vasann hjá þér áður en þú fórst út ?

Anonymous said...

hahaha vala þú ert svo sniðug alltaf... kaffi í poka og grænar pönnsur...

luv ja
harpa

Óskar Ingi said...

Jú takk Kommi, var einmitt í mikilli hass þörf um daginn og leitaði þá í vösunum. Þar fann ég þennan fína bút. Takk fyrir lumuna því ég hefði aldrei getað þetta einn.

Kv. Hasshausinn