Apr 1, 2008

Vangaveltur Völu

...eiga klárlega að koma á mánudögum, en ég var of upptekin af því í gær að "púlla Völuna á þetta" og vera ósofin að klára verkefni - það var nefninlega deadline á verkefni fyrsta áfangans kl. 03.00pm í gær!

You live (and you don't) learn....alltaf er nóg að gera á síðustu stundu í þessum blessuðu verkefnum. En núna er Module 1 formlega lokið og við tekur löng bið eftir einkunn og vinna í Module 2 og Module 3 og réttindum sem við getum öðlast svona on the side við Masterinn...svo byrjar Module 4 í apríl.

Búnar að vera stífar tvær vikur í skóla - verkefnavinnu og crazyness...en meira um það síðar. Maður verður að halda í hefðina og segja ykkur frá undarlegu hlutum vikunnar, haggi?

-Malasíubúar borða ROSALEGA þungan morgunmat. Þá erum við að tala um núðlur...chicken chop....kjöt...rosalegt. Ekki vitandi þetta - fékk ég far í skólann með Prem - indian-malay bekkjarfélaga mínum. Við höfðum nægan tíma og ákváðum að stoppa í morgunmat í Kuala Lumpur. Mér fannst það bara skemmtó pæling og var til í hvað sem er. Hann tok það að sér að panta og eftir að hafa litið í kringum mig, bað ég um "eitthvað létt". Hann hlóg. Fimm mínútum síðar mætti diskur á borðið - troðinn af núðlum með kjúlla og sósu ásamt svona hvítum deigs-innpökkuðum-rækju-gaurum (hef ekki hugmynd um það hvað það heitir, en svoleiðis gaurar með svínakjöti inni í eru þó bragðgóðir í hófi). Ég reyndi mitt besta í prjónatækninni á meðan að localarnir störðu á stóru hvítu stúlkuna sem réðst inn á mama's staðinn þeirra kl. 8.30 á laugardagsmorgni. Þetta var áhugavert.

-á sunnudagsmorguninn var Prem aftur mættur fyrir utan kl. 8.30 og við héldum af stað. Aftur...spurði hann hvort ég væri svöng. Ég sagðist vera nýbúin að borða (hélt á drykkjarjógúrti mér til varnar) en hann ákvað nú samt að við þyrftum að taka með okkur kaffi to go frá Puchong (þar sem við eigum heima...). Ég sá mjög svo eftir því að hafa ekki verið með myndavélina mína með mér í fyrsta "to go" Malasíu-kaffibollanum mínum (starbucks of félagar teljast þá ekki með). ÉG FÉKK KAFFI Í PLASTPOKA:) þetta er yndislegt...djús og fleira er alltaf serverað í plastpoka (svo heldur maður einhvernvegin á pokanum og er með rör) - en brennandi heitt kaffi- í plastpoka - með röri??? really??? Mér fannst þetta æðislegt - hló og hló á leiðinni á meðan ég varði menningarlegu reynsluna mína með sögum frá Íslandi. ég er ansi viss um það að bekkjarfélögum mínum fari að finnast ég vera skrýtin því mér finnnst allt svo sniðugt og spes hérna.

-hér er eiginlega dýrara að elda heima....almennt finnst fólki mjög spes að maður eldi þar sem 98% af íbúum Malasíu borða ALLAR sínar máltíðir - alla daga - á Mama's útiveitingastöðunum! hver máltíð kostar frá 30-100 iskr (hrísgrjón, kjúlli, núðlur og Malay brauð er það sem er aðallega á boðstólnum).

-ég keypti regnhlíf í gær! við erum í Asíu....í landi þar sem monsoonið kikkar inn á hverjum einasta degi...og við vorum ekki búin að kaupa okkur regnhlíf! hvað er það? maður spyr sig....en yfirleitt rignir nú bara svo mikið og þrumur og eldingar á hundrað - að maður er ekkert að rölta úti í slíku veðri. Þó gott að eiga eina regnhlíf svona þegar maður er að hlauap á milli staða. Úrvalið var mjög takmarkað svo ég held að við eigum officially ljótustu regnhlífina á svæðinu - hún er svona eiturgræn og silfurlituð - og eiginlega gölluð...en þó regnhlíf

-Það er ekki svo langt síðan að ég fór í sokka í fyrsta skipti síðan við komum hingað út...og það var af því að mig langaði að vera fín og fara í stígvél. Maður er alltaf á tásunum inni því það er svo heitt og fínt - og opnum skóm úti. ég á eitt sokkapar..spurning að fjölga aðeins

-við búum í stórri íbúð....með þremur svefnherbergjum + útiherbergi... en við erum með 6 innstungur í íbúðinni sem hægt er að nota - ein í stofunni og ein í borðstofunni (þar sem er ofn í sambandi), ein í gestaherbergi, ein í svefnó og ein inni í skrifstofu (sem við þurfum að nota fyrir tölvur, prentara, hraða diska, lampa o.s.frv.). Við eigum sem sagt mörg fjöltengi. Það eru reyndar 6 innstungur í viðbót sem teljast samt varla með þar sem tvær eru uppi í lofti fyrir loftkælinguna, ein inni í eldhússkáp sem eldavélin er tengd í, ein úti sem þvottavélin er tengd í, ein bak við ísskáp sem jú ísskápurinn er tengdur í og ein sem hitarinn fyrir sturtuna er tengdur í.

-flestir Malasíubúar fara í sund í fötum. Það eru til spes sundföt í því samhengi sem allir virðast ekki eiga. Þegar öryggisverðirnir hérna niðri spotta fólk í fötum í lauginni, þá eru þau rekin upp úr.

Þó svo að kaffið í pokanum hafi bragðast ótrúlega illa - mun ég klárlega fjárfesta í slíkum "bolla" aftur í bráð og taka mynd af því fyrir ykkur:)

Happy mon-tuesday

6 comments:

Anonymous said...

Í dag er 1.apríl og því í góðu lagi að segja okkur að kaffi sé afgreitt í plastpokum :-)
Skemmtilegar vangaveltur - skoða síðuna ykkar á hverjum degi.

Kveðja
GRJ

Vala said...

já - maður gæti sko alveg trúað því að þetta væri lygi - en funnily enough þá er þetta bara heilagur sannleikur!

við skötuhjúin förum til Kuala Lumpur á morgun að stússast í hinu og þessu og þá skal ég sko kaupa mér vont kaffi í poka og senda þér sms með myndinni um leið! ;)

Siggi said...

Alltaf gaman að lesa:)

Kaffi í poka, já það er málið.

Ætla að opna pokakaffistað hérna á Íslandi.

Anonymous said...

Pant fá kaffi í poka þegar við Sigga kíkjum í heimsókn,

kv,

Hemhem

Þórir said...

Þið eigið semsagt ekki svona regnhlíf?

http://itp.nyu.edu/~jyp243/jy/umb.htm

Kveðja,
Þórir og Júlía

Anonymous said...

Sko, þetta með kaffið eru náttúrulega mjög góðar fréttir fyrir mig. Þar sem ég hef alltaf verið mikill talsmaður þess að fá ýmsa drykki framreidda í pokum.

Vísa ég til hins sívinsæla capri-sun í því samhengi.
Svo er ég líka að meta að þetta sé mjög cheap aðferð, amk var Capri-inn alltaf dirty cheap í Bónus hérna í den.

http://www.capri-sun.co.uk/mums/img/packs/pouches/orange_lg.jpg


Ánægður með þessar bloggpælingar hjá ykkur, keep up the good work.