Apr 9, 2008

Heimilisrekstur og Skólastörf

Já góðan daginn mínir kæru íslendingar. Okkur í Malasíu vantar ykkar hjálp.

Þannig er mál með vexti að það er frí næstu viku í skólanum mínum. Þó að ég þarf reyndar að nota stóran part af þessu fríi til að læra / vinna þá langar okkur Völu að fara í frí eitthvað. Okkur vantar ykkar uppástungur, því að það eru eiginlega of margt til að velja um. Við erum að skoða ýmist Taíland, Cambodiu, Indonesíu, Burma, Indland, Japan eða Kína. Svo er náttúrulega líka hægt að fara til eyjanna hérna í kring. Ef að við getum ekki ákeðið okkur að fara neitt þá skellum við okkur allavega á Langkavi sem er eyja hérna ca. 5 tímum frá. Hvar eigum við að byrja þetta Asíu ferðalag okkar. Þetta hljómar eins og lúxus vandamál (sem þetta er) en þó er erfitt að fá svar. Þetta er svipað og þegar maður er heima að velja á milli Nonnabita, Stælsins, Tomma, Hlölla eða Bæjarins bestu. Hvað skal gera??

Við höfum ekki séð Eddie í nokkra daga. Ég hef áhyggjur af því að hann sé búinn að pakka saman og flytja að heiman. Hann hlýtur að koma skríðandi tilbaka, enda er hann eðla. Snati hefur það mjög gott, hann á reyndar svoldið erfitt með þessa flexible matartíma sem foreldrar hans hafa og því er hann oft sofandi þegar matartími er. Það tekur hann nokkrar mín að fara á fætur svo hann geti nú fengið sér í svanginn.

Við fórum að skoða Monash University í gær. Mig langar að fara þangað í Master. Þeir eru með útibú í Ástralí, Malasíu, Suður-Afríku og Ítalíu. Samt væri bara möguleiki fyrir mig að taka þennan sérstaka master í Ástralíu og Malasíu, það var smá séns á Ítalíu. Skólinn leit MJÖG vel út og allir voru mjög hjálpsamir og skemmtilegir. Ég ætla kynna mér hann betur á opnu kvöldu viðskiptafræðideildarinnar þann 30. apríl. Verður gaman að sjá.

Vala tók sér pásu frá lærdómnum áðan og skúraði alla íbúðina vopnuð moppu og svona úðadunki. Það var athyglisvert að sjá, en skilaði þó miklum árángri. Ég held að hún hafi lært þetta af Kristínu. Þær eru núna niðri að verðlauna sér fyrir miklar skúringar og harðan lærdóm með smá sól og fótbaði.

Ég vona þið komið með einhverjar bráðskemmtilegar hugmyndir að áfangastöðum, og ef þeir eru dýrir, þá væri frábært að fá fjárhagslegan stuðning frá svona rosalega vel fjárhagslega stöddu landi eins og Íslandi.

Ég bið að heilsa þeim sem ég þekki, þó líka þeim sem ég þekki ekki
Ykkar
Oskar Bule

10 comments:

Anonymous said...

Flott vandamál - að geta ekki valið hvert á að fara. Til að koma mér ekki í peningvandræði vegna ferðakostnaðar legg ég til að þið farið á Langkavi - sjá http://www.e-pages.dk/Billetkontoret/70/ síðu 6 og 7.
Kveðja frá Íslandi.

Siggi said...

Japan! algjörlega, mig langar þangað allaveganna.

Anonymous said...

Hæ elskurnar ja eg mundi prova Japan... Tailand er alltaf hægt ad fara seinna ad minnsta fra Danmørku og Kina their eru svo miklir sodar.
En masterinn a Italiu hjomar vel svolitid nærri ...
knus og kram ps gaman var ad sja ykkyr a skype
knussmamma

Anonymous said...

Japan, ENGIN spurning.
Morgunleikfimi með 120 ára samurajum
Hrár fiskur
Grænt tee
Og landið sem hýsir TOYOTA.
Prófaðu að fá styrk hja P. samuelson eða öðrum TOYOTA áhugamönnum.

Óskar Ingi said...

Já Toyota hljómar ekki illa. Ég sá einmitt Toyota tegund hérna um daginn sem ég verð eiginlega að fá mér..heitir nefnilegast Toyota Wish :D

Anonymous said...

Eg myndi fara til Kambodiu, langar mikid tangad. Ju eda Indonesiu eda til Indlands.
Ast fra Brasiliu,
Sunna
P.s. I Rio geysar Dengue faraldur, tannig ad eg efast um ad vid forum tangad. Eg HATA moskitoflugur!!!

Vala said...

össs..Dengue er víst hér út um allt líka - en þær flugur eru öðruvísi og nærast rétt fyrir skólarupprás og rétt fyrir sólsetur svo þær bögga þig ekki á næturnar:) en alveg pæling að forðast það....

annars verðru sko farið til Indónesíu í múslimskt brúðkaup í febrúar og svo til Kambódíu í júlí. Annars væri það klárlega á dagskrá í þessari ferð! og þetta er of stutt frí fyrir Indland...það land fær sko meiri athygli frá mér þegar ég hef nægan tíma;)

en þetta er í athugun...Tæland eða austur-malasía (annað land liggur við, svo öðruvísi) er í pælingunum...

hafið það gott í Brasilíu elskurnar og happy tanning! :) ps...muna svo sólarvörnina eftir síðustu harmfarir;)

Sigga Dögg said...

JAPAN eða
JAPAN
eða
JAPAN

ekki spurning
eða þið getið beðið í ár og farið með mér og hemma :)

Þórir said...

Nippon... öðru nafni Japan!

Tryllingur í Tokyo er svo mikið málið að það er móðurmálið.

Anonymous said...

Barein

kv. Mavur