Apr 26, 2008

ÓIG vs. ÓIAG

Já sæll

Fékk símtal í fyrradag frá elskulegri systur minni og manni. Þau höfðu ákveðið að hringja í mig rétt fyrir skírnina á litla stráknum sínum. Tilgangur símtalsins var að segja mér að nafnið á piltinum væri Óskar Ingi Agnesar og Gunnarsson. Klókir munu kannski vita að ég heiti einmitt sjálfur Óskar Ingi Guðjónsson. Mér brá mikið og náði þessu ekki alveg strax þegar þau sögðu mér þetta, en ég var fljótur að átta mig á því þegar pabbi hringdi í mig eftir skírnina og sagði mér að Agnes væri við hliðina á sér að halda á Óskari Inga.

Ég er að sjálfsögðu í skýjunum yfir því að sá litli beri sama nafn og stóri frændi sinn. Ég veit að þetta nafn á eftir að koma honum langt. Mikill heiður!! Það eru einungis menn með konungsblóð sem fá að heita þetta, og þar er sá litli engin undantekning.

Ég fór að hugsa meira útí þetta og sá ýmsa kosti og galla fyrir strákinn. Alls staðar heitir ég oskar.ingi á þessum helstu síðum eins og t.d. flickr og youtube. Hann á eftir að verða pirraður þegar hann ætlar að stofna reikning þar. Ég býst við símtali frá honum eftir ca. 12 ár.

Ég hlakka rosalega til að sjá hvernig undirskriftin hans verður. Ef ég kenni honum að skrifa undir eins og ég, þá er séns á fölsunum og svona sem getur betur gagnast okkur báðum.
Svo get ég kannski mætt í próf fyrir hann og svona ef hann er ekki alveg að höndla einhverja kúrsa sem ég gæti mögulega átt séns í. Möguleikarnir eru endalausir. Mér líður svolítið eins og að ég eigi tvíburabróðir.

Í gær var spilakvöld hjá okkur Völu og buðum við restinni af Íslendingunum og fylgiliði. Mæting var 8 en sökum íslensks blóðs var fólk að detta inn um 12 leytið. Svo var spilað Monopoly til klukkan 5. Stelpurnar tóku sig til og gerðu nachos dip osta mix eitthvað, og svo var pöntuð pizza á hópinn.
Monopoly er mjög skemmtilegt spil, en getur tekið mjög langan tíma. Vorum mjög lengi að læra á það og komumst að því að það er bara frekar flókið. Ég get ekki ímyndað mér að ég hafi spilað það rétt þegar ég var 10 ára. Að öllum líkindum þá hafa systkin mín bara leyft mér að kaupa mikið af húsum og svo svindlað á mér eins og vanalega. Þau áttu það til í gamla daga, sérstaklega Agnes! :D

Kv.
Óskar Ingi Sr.

6 comments:

Anonymous said...

Flokid fannst mer thetta spil nu ekki, en thad ma vera ad thu hafir ekki alveg fengid rettar abendingar fra okkur systkinum thinum um hvad var best ad gera, en það er líka mikilvægt at læra að tapa. Agnes veit það, ég var duglegur að kenna henni þá leksíu, þegar ég kenndi henni að tefla.

Tilhamingju med nafnann, thetta er yndisdrengur og nafnið passar honum bara hreinlega vel. Ég er nú samt á því að hann brosi meira en aðrir er bera sama nafn. Þar sem bros er það sem hann gerir öllum stundum.

Anonymous said...

Eg motmæli !!! Eg svindladi aldrei, heldur var eg eins og Nonni var ad segja ad kenna ter lexiu lifsins og mikilvægi tess ad gefast aldrei upp. Synist mer ad vel hefur tekist til tar sem tu ert ennta ad spila spilid. Nonni minn eg takka ter taflkennsluna hun hefur reynst mer gifurlega vel i lifinu.

Med Oskar jr. ta er eg einnig sammala Gudfodur um ad hann beri nafnid vel og er eg viss um ad Oskar sr, muni kenna honum ymislegt nytsamlegt eins og sannur tviburi.

Luv ju all,

Agnes

Anonymous said...

Og amman er bara i skyjunum Oskar Ingi er svo likur ykkur brædrunum ad thetta er otrulegt. Hann er svo godur... meira segja i budarrabi med ømmu og mømmu... segir ekki muk annad hvort sefur eda glapir a alla litina sem er i kringum hann. OOOg svo thegar amma thurfti adeins ad kykja i KAREN MILLER tha kom hann vitinu fyrir ømmu og kugadi vel i bleiunna... gaf til kynna ad her og nu ætti ad skipta. Ja blessad barnid er lika vel gefid.... hvadan kemur thad???:-) Oskar minn til hamingju med nafna thinn
knusssammma

Anonymous said...

Til hamingju með nafnann :-)

Siggi said...

Ahh Óskar you cant mess with the time space continiuum... hefurðu ekki séð Back to the Future? það er aldrei að vita hvað gerist þegar þið nafnarnir hittist:P

Annars svona á alvarlegri nótunum, til hamingju með nafnann, get svona rétt ýmindað mér hvað þú ert stoltur.

Anonymous said...

Til lukku með nafnann. Skemmtilegir möguleikar sem hafa flogið í gegnum huga þér.. Sérstaklega sá að þú myndir mæta í próf fyrir hann. Enginn myndi nú taka eftir því, þið verðið auðvitað svo líkir þegar hann verður eldri!!

Bestu kveðjur frá Íslandinu, komin í kuldann!
Sunna