Apr 29, 2008

Sögustund

Var að spjalla við Prem (indian / malay) í skólanum á páskadag. Hann forvitnaðist um trú mína og deildi því með mér að hann væri hindú, en færi þó bara að biðja öðru hverju.

Umræðan þróaðist út í sambönd og mun á milli Íslands og Malasíu. Hann furðaði sig á því að við Óskar værum ekki gift, samt fannst honum það alveg eðilegt svoleiðis "cause you come from Europe, I heard this is acceptable in France too".

Foreldrar hans komu honum saman við stúlku einu sinni, hann tilheyrir sem sagt kúltúr "arranged marriage". Hann þekkti stelpuna ekki neitt, foreldrarnir voru viðstaddir og vonuðust til þess að fundurinn gæti endað í brúðkaupi. Þau fengu að neita og hann ætlar aldrei að gera þetta aftur....ef hann kæmi úr strangtrúaðri fjölskyldu - þá skilst mér að hann hefði ekki um neitt annað val en að sætta sig við þá stúlku sem fjölskyldan hefði valið. Nú má hann velja sjálfur.

Hann er 32 ára gamall - og býr ennþá heima hjá mömmu sinni! Þangað til að þú finnur þér konu og giftir þig, býrð þú bara heima hjá múttu og nýtur mama's cooking þó þú getir vel séð um þig sjálfur.

Anna er búin að búa með kærastanum sínum (35) í tvö ár, það veit það enginn nema ég og ein vinkona hennar. Foreldrar hennar halda að hún búi með vinkonu sinni. Um helgar fer hún heim til foreldra sinna (50 min akstur) og það kemur í veg fyrir það að fjölskyldan komi í heimsókn í höfuðborgina inni í miðri viku = þau komast upp með þetta leyndarmál.

Hér býrð þú ekki með einhverjum án þess að vera giftur..þú giftir þig og flytur svo inn (þetta á víst ekki við kínverjana hérna samt, þeir eru mjög líbó og allt öðruvísi þó þeir hafi alist upp hér).

Ástæðan fyrir því að þau hafa ekki gift sig er að hluta til trúarleg...hann er hindú og hún er kristin (fer í kirkju til að vera viðstödd brúðkaup, skírn og jarðarfarir), sem er í lagi - en brúðkaupið þyrfti að fara fram að hindú sið (en held að hún þurfi samt ekki að skipta yfir). Það þýðir að foreldrar hennar (gamall siður) þurfi að borga allt, brúðkaupið taki marga daga og vesen sem hún er ekki tilbúin til að fara að standa í alveg strax. Á meðan vita fjölskylda og vinir ekki hvernig hún lifir sínu daglega lífi...

Fyrir mánuði hitti hún foreldra hans í fyrsta skipti sem "vinkona" hans...og hún er búin að ýja að því við mömmu sína að hún sé að hitta einhvern strák. Viðbrögð mömmu hennar voru "hefuru einhverntíman kysst hann??" (...með þessari setningu gerði mamma hennar sem sagt ráð fyrir því að auðvitað hefði hún aldrei kysst karlmann yfir höfuð).

Það er frekar erfitt að sjá þetta með hennar augum; enginn á Íslandi er að þvinga mann í hjónaband og öllum er jú alveg sama þó að þú búir með kærastanum þínum. Ég spurði hana hvað mundi nú gerast ef foreldrar hennar kæmust að þessu - hún yrði neydd til að flytja aftur heim (annars útskúfuð), pabbi hennar mundi gefa henni gott högg og allt yrði vitlaust. Þarna fékk ég menningarsjokk.

Faradilla er með mér í bekk. Hún gengur aldrei með blæju og það er ekkert sem gefur til kynna að hún sé múslimi - hélt ég - en nafnið hennar æpir það víst. Hún giftist hindúa -sem er í lagi svo lengi sem hann skiptir um trú og verður múslimi. Reglan segir að ef múslimi giftist einhverjum sem er annarrar trúar, þá verður sá aðili að skipta um trú og aðhyllast Islam. Þetta gerðu þau hjúin.

Mér finnst það kaldhæðnislegt. Hvernig getur þú, sem strangtrúaður múslimi sem býr í landi með múslimska ríkisstjórn, verið sáttur við það að manneskja sem er hindú vippi sér bara yfir í þína trú af því að hún er að fara að gifta sig? Er ekki bara betra að fá að stunda sitt hvort musterið í staðin fyrir að fara inn í moskvuna sem þú berð virðingu fyrir, með trúleysingja við hliðina á þér sem er ekki þar af réttum ástæðum? Það finnst mér allavegana.

Þú mátt ekki búa með einhverjum áður en þú giftir þig, hvað þá eignast barn utan hjónabands. Það getur valdið mikilli skömm fyrir fjölskylduna og oftar en ekki eru stúlkur sendar í fóstureyðingu - tíðni þeirra er víst mjög há hér þrátt fyrir það að þær séu ólöglegar (held ég fari með rétt mál þar...).

Á einni götu rekst maður kannski á moskvu, hindú musteri, búdda-munk og svo þrjá trúlausa þjóðverja að drekka bjór. Músliminn borðar nautakjöt (hindú mega ekki), hindúar svínakjöt (múslimar mega ekki) - og það virðist allavegana virka einhvernvegin hér.
Menningin hér í Malasíu er mjög sterk óháð trú og það er ýmislegt óskrifað sem er ætlast til að fólk taki tillit til.
Hjónabönd og barneignir falla definately inn í þann ramma.

4 comments:

Óskar Ingi said...

Margar mismunandi leiðir til að komast hjá því að brjóta boðorðin - Spurning hvort að það sé samt ekki brot eitt og sér.

Anonymous said...

Magnaður lestur alveg hreint. Mikið hlýtur tilvera ykkar um þessar mundir að vera ólík þeirri sem þið eigið að venjast. Þetta er bara alveg ævintýralegt!

Kv. Sunna
P.s. Ég heimta mail með update-i á högum ykkar skötuhjúa. Veit ekki hvort ég skildi kommentið á blogginu mínu rétt..

Anonymous said...

Vá, maður kann alltaf að meta gamla góða Ísland betur og betur þegar kemur að þessum málum. Samt alveg nauðsynlegt að fara á öðruvísi staði og kynnast fólki sem hefur aðra reynslu af lífinu en maður sjálfur :-)

Anonymous said...

fúff hvað lífið getur verið flókið og erfitt en spurning er hvort það er samt ekki jafnvel einfaldara að hafa svona reglur en óreglur eins og á Íslandi. Þið vitið að trúarbrögð eru gerð til að stjórna fólki og halda því í skefjum er viðkemur kynlíf...

Kv. Sú sem er ekki gift og á barn (hmm allir á Íslandi)