Apr 12, 2008

A series of unfortunate events....

Ji minn Alli, Búddi, Jesús og félagar

Dagurinn byrjaði með því að við sexmenningarnir hittumst í lunch hérna niðri á Pinto's cafe. Sumir fóru svo í skólann, aðrir að stússast og ég varð eftir að stúdera við laugina.

Óskar var einn af þeim sem hélt í skólann.....hann húkkaði leigubíl og settist í framsætið (það eru í flestum tilfellum ekki belti aftur í bílnum, samkvæmt lögum þarf það aðeins að vera í framsætunum tveimur) sem betur fer! því að hann heyrði allt í einu eitthvað skrýtið hljóð - og þá var komið gat (ca 5 mm) á aðra rúðuna í aftursætinu og rúðan var öll sprungin. "batu-batu" heyrðist frá leigubílstjóranum (steinn-steinn) en aðrar kenningar hafa bent til loftbyssu eða annarra enn meiri krípí hluta. Rúðan smallaðist innan skamms og þá var Óskar alveg að koma í skólann....það fannst enginn steinn inni í bílnum

Síðdegist fæ ég símtal frá Kristínu - einhver ljótur þjófur kom og stal bílnum þeirra úr Limkokwing University! Hún og Cyppie eyddu auðvitað kvöldinu á lögreglustöðinni í miklu veseni sökum dónaskaps og tungumálaörðugleika. Þau eiga auðvitað ekki bílinn - leigja hann malay style-svo tapið felst mest í smá dóti sem var í bilnum....en það bjargast allt in the end

Um kvöldmatarleytið heyri ég í Söndru. Hún og Ívar voru á Sunway að stússast og kíkja aðeins í búðir. Hún hafði óvart skilið símann sinn eftir í mátunarklefa í nokkrar mínútur - ooog svo var hann horfinn og búið að slökkva á honum! vesen vesen vesen

Dagurinn endaði eins og hann byrjaði - við sátum hér niðri (mínus Cyppie og Kristín sem biðu á löggustöðinni) að velta því fyri okkur hvernig kvöldið myndi nú enda. Þá hendir einhver niður kínverja / flugelda sem springur svona líka rosalega við hliðina á Pinto's! við fengum öll vægt tauga+ hjartaáfall(og tímabundna heyrnarskerðingu) og vorum ofsalega glöð þegar klukkan sló 24.00 og föstudeginum 11. apríl 2008 var formlega lokið.

Njótið helgarinnar

3 comments:

Anonymous said...

Gott að sleppa tiltölulega ósködduð frá svona degi. Þetta eru margar „tilviljanir" á einum degi - farið varlega - við viljum fá ykkur heil heim.
GRJ

Anonymous said...

Jaaasus i gudanna bænum farid varlega. Vid erum otruglega morg sem thykja rosalega rosalega vænt um ykkur og thar i er eg knussss tengdo

Anonymous said...

Hjatruarfullir islendingar i malasiu!!! Thid vorud heppin ad thad var ekki føstudagurinn 13!!!!
;)