Mar 18, 2008

Vangaveltur Völu

Nú erum við nú flutt til lands sem er mjög svo ólíkt litla og fagra Íslandi. Kúltúrinn er allt annar - hegðun fólks oft út úr kú. Það er nú rétt að fara að punkta þessi litlu atriði hjá sér ykkur til skemmtunar, ekki satt?

Spes hlutir í Malasíu

1. Vegna kínverskrar hjátrúar (hér er mikið um kínverja eða chinese-malay), er talan 4 lítið notuð...þú býrð til dæmis ekki á 4 hæð, heldur á 3a...sömuleiðis býrðu ekki á 14 hæð heldur á 13a. Ég er búin að heyra svo margar mismunandi skýringar á þessari hjátrú að ég þori ekki að tjá mig um undirliggjandi orsök, en þetta tengist
dauða einhvers á einhvern hátt víst....

2. Í Malay (tungumáli Malasíubúans) er "lah" notað liggur við á eftir öðru hvoru orði. Malasíbúinn ákvað að færa þennan ósið yfir í ensku bara til að gera hana mjög illskiljanlega fyrir yndislegt fólk eins og okkur. Dæmi: "you know lah, today lah, more expensive then last week lah, because lah, chinese new year lah, price go up lah you know lah". Eftir chinese new year..."oh you know lah, chinese new year over lah, no one buy lah, price go up lah" (lesist með góðum hreim). Innskot: Indónesíubúinn gerir slíkt hið sama með "dong".

3. Hnífar eru almennt ekki notaðir í Malasíu. Það er jú frekar spes að skera steik með skeið og gaffli (I challenge you....). enginn Malay búi hefur getað útskýrt ástæðu þessa fyrir mér...en þetta er talið tengjast Islam....þó er hægt að kaupa hnífa hér. Við fjárfestum í okkar í IKEA

4. Það er high class að eiga IKEA dót í Malasíu.

5. Hér eru milljón Malasíubúar á vespum....og þeir eru allir í öfugum jökkum. Mér fannst það
mjög skrýtið. Eðlilega skýringin var þó sú að þeir færu fljótt að svífa þar sem jakkinn þeirra
verður eins og uppblásin fallhlíf á ljóshraðanum sem þeir þeytast um á á hraðbrautunum. Spes
en góð pæling.

6. Hér er auðvitað vinstriumferð - sem er kannski ekkert spes almennt en það er spes fyrir mig.
Ég á það ennþá til að fara vitlausu megin inn í bílinn sem farþegi...

7. Flest "klósett" eru holur í gólfinu með skóförum sitt hvorum megin við.Þegar venjuleg klósett
eru á svæðinu eru oftar en ekki skilti þar sem fólk er vinsamlegast beðið um að standa ekki á
setunni(já, þau gera það). Holunum og klósettunum fylgir svo vatnsslanga sem er ætluð sem
rassaskolari. Já -Malasíubúinn sem sagt notar ekki klósettpappír í sama tilgangi og við heldur
til að þurrka bleytuna af bossanum á sér eftir rassaskolunarathöfnina. Þetta tengist trúnni -
hreinleikinn og e-h tengt því. (tek fram í samhengi að það er eiginlega aldrei klósettpappír á
klósettunum...þú mætir með slíka lúxusvöru á svæðið).

8. Á "Pinto's café", kaffihúsinu hérna niðri hjá okkur, er ennþá jólatré í fullum blóma með seríum
og öllu. Ég bíð spennt eftir að sjá hvað gerist um páskana.

9. "Sale sale - PROMOSI" er alltaf í gangi. Það er útsala allsstaðar...alltaf. Það er mjög afstætt
hvað hlutirnir kosta. Ef þeir eru verðmerktir - þá ættir þú í flestum tilfellum að geta slegið
nokkur RM (gjaldmiðillinn) af. Ég fékk t.d. afslátt af hárnæringunni sem ég keypti um daginn og einnig pottaplöntunni okkar - millistykkjum - name it. Það liggur við að maður prútti vatnið úti í
matvörubúðinni.
Ef hlutirnir eru svo ekki verðmerktir - þá er verðlagningin mjög random. Sófasettið okkar
kostaði 12.000 krónur - fyrst þegar við kíktum á það var það á 37.000-plús mínus eftir því í
hvaða búð þú fórst.

10. Reiknivélarnar! Allir eru með reiknivélar allsstaðar í búðum...þú spyrð hvað sófinn kostar -
hann skrifar einhverja fáránlega tölu á reiknivélina sína og sýnir þér...þú hlærð eins og talan sé
hlægileg (þó þú vitir ekki betur) og samstundis er kominn special discount for you. Svo heldur
prúttið áfram þangað til þú ert jafnvel að borga 25% af uppsettu verði (þó það sé alls ekki
alltaf svo gott). Íbbi kom með þá hugmynd að við mundum öll fjárfesta í slíkri reiknivél og
mæta með í prúttið - það væri hrikalega fyndið.

11. Þegar hvíti maðurinn nálgast leigubílana er lítil hvít blokk sem felur mælinn. Þá verður maður að semja um verð "cause no meter today lah, special price". Við borgum stundum 20RM til Kuala Lumpur, stundum 50RM. Fer algjörlega eftir því í hvernig skapi viðkomandi leigubílstjóri er og ennfremur - hversu mikið maður nennir að tuða.

12 McDonalds er með home delivery . Við pöntuðum slíka hollustu hingað á 13. hæðina með
Íbba og Söndru um daginn og hann leit á Íbba...."you live here too?" (og vísaði þá í 19. hæðin
þar sem hann hafði áður komið í heimsókn.

Annars var ég í skólanum í kvöld....fór svo með Anna Lisa - stelpu úr bekknum "út að borða" = á local Malay útiveitingastað þar sem við gæddum okkur á frekar sterílum og góðum núðlum með svínakjöti og allt (local chinese-malay staður = pork allowed). Góður endir á fínasta skólakvöldi.

Hápunktur kvöldsins: ég var bitin í plumberinn - hafiði heyrt um annan eins dónaskap? nei ég bara spyr

Happy monday

8 comments:

Anonymous said...

Bahahahahahahaaaaaa þetta er bara OF fyndið fólk og menning...javla samt hvað ég sakna ykkar geðveikt....þið megið alveg koma heim núna...
Luv
Agnes

P.S. skírn er sumardaginn fyrsta eða 24. apríl

knusmamma said...

Skemmtilegt skemmtilegt Thid erud bædi med "godan penna" gaman ad lesa thetta allt..., sakna ykkar lika her fra Danmorku
knussss mamma og tengdomamma

Anonymous said...

Vá hvað þetta er örugglega spes að búa þarna! Haldið áfram að skrifa, alltaf skemmtilegar færslur :-) Sakna ykkar, drífið ykkur heim ;-)
Love,
Kristín

Sigga Dögg said...

hahahahahaha

en ÓGEÐSLEGA fyndið!
þekkti einmitt ýmsilegt þarna frá tælandi, greinilegt að asíubúarnir eigi nokkra hluti sameiginlegt :)

eitt, eru þið ekki farin að vera þreytt á að prútta?
mæli annars með reiknivélinni, hún kemur sterk inn, rakel reyndi þetta og fólk missti algjörlega gleðina :)

gaman að lesa :)

Vala said...

hehe...go go rakel sko

en jú - klárlega orðin þreytt á prúttinu (nema svona skemmtilegu prútti eins og á fallegri tösku í china town)..óþolandi að geta ekki keypt kaffibolla á réttu verði;) nei maður segir svona

gaman að fá öll kommentin elskurnar:) komum ekki heim alveg strax en söknum ykkar allra í klessu!

knusmamma said...

Rett Vala min lattu ekki vælid i okkur nordurlandabuum trufla thig thetta er bara øfundsyki i okkur- okkur er øllum kallt og einhvert eyrdarleysi i ad gera eitthvad annad en ad sitja føst i snjonum.En vid søknum ykkar edlilega. Annars kem eg sma nærri ykkur i næstu vikur ( 3) verd i Israel til 17april knusss vona ad thid hafid thad gott
knussmammatengdo

Anonymous said...

Elsku tid, en hvad tad er gaman ad lesa faerslurnar ykkar. Mér fannst ValaLAH ogedslega fyndid, asamt klósettskiltunum og hnífaleysinu.
Hafid tad sem allra best og njótid ykkar til hins itrasta!
Ast fra Argentinu,
Sunna

Anonymous said...

SNILLDARFÆRSLA...
þetta hlýtur að vera allt saman frekar mikið menningarsjokk...!!! þrátt fyrir það að þú sért búin að segja mér þetta allt saman í gegnum símann þá sit ég grenjandi úr hlátri hérna uppi í skóla að lesa þetta..!! hnífarnir.. Ikea.. prúttið og þetta allt saman er óskiljanlegt...!! þið eigið eftir að lifa af þessari reynslu það sem eftir er! Vildi SVO MIKIÐ að ég væri hjá ykkur ;) knúsið hvort annað frá mér ;)

Kv. Sigga í Baunalandinu þar sem by the way er HVÍT JÖRÐ og búið að snjóa í 2 daga :/