Þessi helgi var algjör snilld. Ég fjárfesti í fyrsta pakkanum sem litli frændi fær frá mér. Ég held að hann verði glaður með þetta, en samt kannski ekki alveg fyrr en eftir svona 13 ár. Þetta ætti samt að halda honum hlýjum næsta árið, allavega ef að það er sól.
Vala fór í skólan á Laugardagsmorgun niðrí Kuala Lumpur (KL). Ég ákvað að skutla henni þangað og bíða svo bara í KL á meðan hún væri í tíma frá 10 - 17. Ég hugsa að ég hafi labbað ca. hálft maraþon og tekið ekki eins margar myndir og ég hefði átt að gera. Það var góð afþreyjing að vera einn í stórborginni og labba um og fylgjast með fólkinu. Ég tek sem dæmi, fór inní Pavillion (nýtt mall hérna) og á móti mér labba gítarleikarinn og bassaleikarinn úr Incubus. Þeir voru voða pirraðir á svipinn svo ég gef þeim einungis hvítramanna hnikkið, engin orð fóru okkar á milli. Þegar inn var komið í Pavilion þá sá ég að það var einhverskonar tísku kynning á sviði þarna í miðjunni. Ég ákvað að hlusta aðeins á hvað þessir gæjar voru að segja. Þeir sögðu að maður ætti að kaupa blöð og horfa á video af því hvernig David Beckham hagar sér og klæðist. Því hann er flottastur í Vesturheiminum. Ég hló mjög hátt. Ekki það að David sé ekki flottur, en ég ímyndaði mér sömu aðstæður á Íslandi, þar sem fólk væri að segja manni að skoða hvernig Jackie Chan hagar sér. Þeir toppuðuð þetta með því að segja að aðaltísku mogulinn í fyrra hafi verið Zach Efron, ég var fljótur að forða mér áður en mér var hent út fyrir læti.
Þegar leið á kvöldið fórum við á Sunburst festival. Þar voru að spila m.a. John Legend, Incubus, The Roots og George Clinton og co. Þarna voru líka fullt af ágætis Malasískum böndum sem þykja vinsæl hérna megin. Ég var aðallega að fara þangað til að sjá Incubus enda hefur mig langað að sjá þá síðan 1998. Það munu vera 10 ár síðan, andskotinn. Mér þótti skemmtilegt að fylgjast með því hvaða lög Malasía þekkti með Incubus, og svo virðist vera að þeir þekkji bara nýjasta diskinn þeirra. Það varð allt vitlaust þegar þeir tóku lög af þeirri plötu. Mér til mikillar skemmtunar tóku þeir 2 lög af S.C.I.E.N.C.E plötunni, sem er mín uppáhalds. Það heyrðust 5 öskur úr nokkur þúsund manna hópi þegar þau lög byrjuðu, svo ég geri fastlega ráð fyrir því að sá hópur hafi verið sá eini sem kannaðist við lögin. Þetta gæti líka hafa verið bardagaöskur frá eldgleypara hópnum sem var þarna á vappi, ég er ekki viss. All in all mjög fín skemmtun og algjörlega virði 4000 ískr sem þetta kostaði (menn eru myrtir fyrir minna hérna).
Næsta helgi erum við Íbbi síðan að fara á Formúlu 1 - ég ætla rétt að vona að ég fái ekki eitt stykki dekk fljúgandi af brautinni beint í smettið. En nú er það lærdómur á fullu í viku - Þar til næst !
Bintang Buket dingidin
p.s. checkið myndir frá festivalinu
2 comments:
en skemmtilegt, óskar, við treystum því að þú verðir MASSÍVASTI guide sem sögur fara af þegar við komum, svo ég minnist nú ekki á celeb..
en hafið það gott fallega fólk og vala, ég hérmeð panta nánari útlistun á náminu þínu :)
hjey var á árshátíð um helgina, tjekkið á myndum hér http://www.hemmiogsigga.is/webgallery/arshatid_kaupthings/
hafiði það gott dears
Damn hvað ég væri til í að detta á þessa tónleika maður.
John Legend maður, hann englarödd. No homo. Og bara fresher than allt. Ég held ég myndi byrja að mjólka ef ég færi á þá.
kv.
ppp
Post a Comment