Mar 12, 2008

Vala-lah

Við hittum loks eigendurna á íbúðinni okkar í gær. Svona um það bil orðið tímabært að fara að skrifa undir leigusamning og svona (erum jú búin að bíða endalaust eftir litlum smáatriðum eins og auka setti af lyklum og fjarstýringum fyrir loftkælinguna). Fasteignasalinn kynnti okkur fyrir öldruðu kínversku eigendunum sem Mr. Oskar og Ms. Valalah. Malasíubúinn segir sem sagt "lah" á eftir næstum því hverju orði - sem lengir stutta nafnið mitt óheppilega mikið.

Í gærkvöldi fórum við Sandra á kaffihúsið hérna heima og prófuðum lamba-kótelettu. Lambið hér kemur nefninlega frá Nýja-Sjálandi svo það er um að gera að prófa. Það var bara alveg ágætt - sérstaklega svona miðað við þær 170 krónur sem við þurftum að borga fyrir réttinn! Þegar við vorum búnar að borða - kom til okkar stúlka með stærsta bootey sem ég hef nokkurn tíman á minni litlu ævi séð. Hún átti afmæli og vildi endilega bjóða okkur að setjast hjá henni og vinkonum hennar og vinum við sundlaugina....það poppaði skyndilega upp úr Söndru að við þyrftum að fara í próf á morgun og værum nú að fara heim að læra. Afmælisbarnið tók þessari afsökun ekki alvarlega og við vorum liggur við dregnar í pool-party. Flestir í afmælinu voru frá Líberíu (einhverjir frá Ghana)- á vestur strönd Afríku - og allir voru rosalega indælir. Fólk hrissti barminn og rassinn alveg hægri vinstri og dansaði með töktum sem tvær hvítar stelpur búa EKKI yfir. Við tókum upp próf-afsökun okkar innan skamms og héldum heim á leið - en þó komnar á hi-level með nokkrum nágrönnum í blokkinni okkar sem er jú ágætt - og náðum líka að knúsa lítil sæt ungabörn frá Afríku í klessu...aaah svo sæt.

Við höfum eignast meðleigjanda - það er risa pottaplanta sem heitir Teitur. Þegar það eru komnar pottaplöntur inn í íbúðina þá er maður opinberlega búinn að koma sér fyrir. Sú ákvörðun var tekin að hafa íbúðina sjónvarpslausa. Gerir stofuna jú töluvert skemmtilegri.

Um daginn fórum við svo og fjárfestum í spilum. Vorum ekki búin að gefa Kristínu afmælisgjöf svo hún fékk Monopoly og nýbakaða köku um kvöldið:) við keyptum okkur svo Scrabble go Sandra og Íbbi Pictionary. Nú erum við ready með alþjóðlegu spilin okkar og getum tekið á móti gestum sama hvaðan þeir koma.

Fer í skólann á laugardaginn í Module 2 - "Organizational Selection and Assessment" er næst á dagskrá. Nokkrir búnir að biðja um nánari útlistingu á þessu námi - ég tileinka heilli færslu svoleiðis útskýringum síðar.

Á laugardaginn erum við svo að fara á "Sunburst festival "í KL. Það er helljarins tónlistarhátíð þar sem m.a. John Legend, Incubus, The Roots, George Clinton og fleiri góðir munu spila.

Mikið gaman - mikið fjör

2 comments:

knusmamma said...

Hæ elskurnar thad er nog ad gera hja ykkur... svo gaman ad fylgjast med.. eg lit vid a hverjum degi til ad sja hvernig thid hafid thad. Ibudin er bara ordin kosy med Teit og allt...hlakka til ad koma til ykkar og upplifa sma af ykkar heimi
knusss tengdomamma

Anonymous said...

Hæ hæ,

Gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar þarna í Austrinu. Styttist með hverjum deginum sem líður að við Sigga komum og fáum að prófa þessa glæsilegu dýnu í gestaherberginu ;)

Verið dugleg að taka myndir og pósta þeim ;)

kv,
Hemmi hennar Siggu