Hann öskraði : Icecream, Icecream - Ég spurði: You scream? Hann horfði furðulostinn á mig og ég fór að efast um að hann hafði heyrt þetta áður. Einn elsta kanabrandarann í sögu kanabrandara. Ég tók eftir því að local fólkið fór meira og meira að horfa á mig þegar ég labbaði framhjá þessum íssölumanni, en engum var skemmt nema mér og nökkrum kanastelpum sem voru að labba þarna bakvið einhver pálmatré. Þetta átti sér nefnilegast stað á Backstreet Boys tónleikunum (eða BSB eins og við köllum þá) og þar með sá ég mína fyrstu alvöru kana túrista í Malasíu. Við áttum margt sameiginlegt, en þá helst fimm centa brandara sem voru fundnir upp af ungum bandarískum föntum.
Ég er byrjaður í skólanum, og þar er mikið að gera. Skólinn gerir miklar kröfur til manns og ég er að vinna verkefni fyrir mörg stórfyrirtæki hérna. Til dæmis er ég að vinna að auglýsingaherferð fyrir fyrirtæki sem kallast "Maxis" Hægt er að líkja því við "símann" heima og eigum við að plana og gera sjónvarpsauglýsingar fyrir "frelsis" herferðina þeirra. Þarna gæti leynst mikil skemmtun og ég ætla að nýta mér hana til fulls. Svo er ég að skrifa B.A. ritgerðina mína og er nýbúinn að velja mér topic í hana. Því verður leynt í smá tíma frá þessu bloggi sökum höfundaréttar. Á næstu önn mun ég svo vinna verklegt verkefni úr þessari ritgerð, svo ég verð að velja mér efni sem ég nenni að hanga með fram í nóvember. Það var ekki erfitt.
Heyrst hefur að 14.nóvember sé mjög skemmtilegur dagur. Jú, því þá á hún Vala mín afmæli. Í ár verður engin breyting á því og bætist við að ég klára B.A í Creative Multimedia, þetta þýðir að ég er búinn langt á undan Völu í skólanum hérna úti, svo ég er að vega og meta hvað ég geri á þeim tíma. Það verður skemmtilegt að komast að því, ég vona að fólk sitji nagandi neglurnar næstu daga fyrir framan skjáinn.
Íslenskan er alveg að hverfa, ég er byrjaður að segja í matarhlé: Makan Lah! eða Makan Dong! , þetta þýðir "BORÐA!" þeir eru ekki með kurteisari hátt til að segja þetta á. Allri öskra á mig dang dang og við hlaupum saman í matsalinn. Það er oft mjög skemmtilegt. "Sip" er líka Indónesískt slangur fyrir "ok" og ég nota það óspart. Lengra hefur orðaforðinn minn ekki komist. reyni að taka tvo orð í næsta mánuði líka.
Kosningar eru á morgun, búist er við riots og við munum fylgjast með þeim frá öryggi heimilis okkar, í nýja sófanum okkar - hann er ekki full solid.
5 smásögur sameinast í þeirri sjöttu þar sem niðurstaðan er fengin. Malasía er málið! Allavega í þann tíma sem við verðum hérna. Fólk er velkomið, hægt er að sjá myndir af íbúðinni hér vinstra megin og þar með gestaherberginu sem mun hýsa þá sem þora.
Ég vona að allir hafi það sem best og passið ykkur nú á snjónum, hann á það til að festa fólk inni.
Bintang dong dong, sip?
2 comments:
Ég trúi ekki að engin sé búin að kommenta á þessa skemmtilegu færslu!! Þetta var asni skemmtileg lesning! Sófinn er kannski ekki full solid en hann er þægó að hlamma sér í. TIL HAMINGJU AÐ VERA BÚIN AÐ GERA HEIMILSLEGT! svo að ég geti alltaf komið í heimsókn og hlammað mér í sófan :)
Thad er allveg satt thetta er ædisleg færsla og flottar myndir af ibudinni... Oskar minn ekki gleyma islenskunni ( segir hver) vorid er komid i DK med paskaliljum
bintang dong dong
knusmamma
Post a Comment