Mar 4, 2008

Smá update...

Jæja...nú sit ég heima - furðu lítið bólgin eftir að hafa farið i endajaxlatöku í gær!!! ég segi nú ekki að ég hafi verið sallaróleg...fannst hræðileg tilhugsun að fara til tannlæknis heima, hvað þá hérna úti...

en þetta gekk svona líka vel! gat ekki einu sinni hlustað á eitt lag á hátt stillta ipodnum mínum, allt í einu var hann barasta búinn. Smá bólga í gær...smá í dag...en ekkert hræðilegt.

Svo fékk ég grisjur og fullt af verkjatöflum með mér heim. Það, plús deyfingin, endajaxlatakan og aaaaallt saman - kostaði 3000 krónur! hvað er það? og við erum að tala um fancy pancy tannlæknastofu hérna úti sem mikið af útlendingum eins og myself eru að leita til...ekki kvarta ég

Helgin okkar var líka fín....ég, Óskar, Sandra og Ívar skelltum okkur í keilu eitt kvöldið. Eftir keiluna fundum við pool stofu og tókum nokkra leiki þar....í leit okkar að skemmtilegum stað eftir poolið rákumst við á norska stelpu sem er kærasta Agga - sem er norskur vinur Kristínar. Við enduðum á því að fara á smá tjútt með þeim fjórum norsurum um kvöldið.... þeir eru að vinna fyrir norskt fyrirtæki - byggja olíuborpalla - í shipping og eitthvað svona mix. Einn af þeim á svo kærustu frá íslandi sem er að koma hingað út...

....annars er bara lífið farið að ganga sinn vanagang...

4 comments:

knusmamma said...

Elsku Vala min
Thu hefur alla mina samud- thetta er miklu verra en ad eignast børn- svo-thad getur thu lika :-)
knusmammatengdo

Anonymous said...

jahá...ef þetta er verra en barneignir - þá getum við alveg púngað út eins og tíu tuttugu stykkjum fyrir þig;)

er alveg að verða ótrúlega fín bara...ekki einu sinni búin að þurfa verkjapillu í dag - finn svo lítið fyrir þessu!

Anonymous said...

Jæja.... þar sem ég var að eignast barn og hef látið taka tjaaa alla endajaxlanna úr mér verð ég að segja elsku Vala mín að hún móðir mín er bara að reyna að eignast fleirri barnabörn og þal ljúga þig blindfulla eins og Gunnar reyndar heldur að þú sért alla daga..... En takk fyrir innilega skemmtilegt sjó í gær við hlógum okkur máttlaus af matreiðsluþættinum..við verðum að redda okkur hljóðnema.
luv besta mágkonan

Vala said...

hehehe

þessi leyndu skilaboð tengdamóðurinnar komu nú alveg skýrt í gegn;)

get alveg trúað því að sjóið hafi verið gott miðað við ástand. Ég átti allavegana vægast samt hræðilegan dag í gær sökum afleiðinga...;) haha

en já - reddið ykkur græjum sem fyrst svo við getum nú öll talað saman en ekki bara við tvö að bulla í ykkur:)

vona að ykkur, Emblu og Gutta og öllum gangi vel

xxx