Feb 28, 2008

BACKSTREET'S BACK - ALRIGHT!!!

Það var heldur betur farið á Backstreet boys í gærkvöldi....og það var geðveikt:) samstilltu dansarnir - mörgu búningaskiptin - væmnin....úff, gotta love it!

Þetta byrjaði allt saman heima í Koi Tropika comdomenium á 13 hæðinni (aka heima) þar sem við Sandra hófum undirbúning á plaggötum (ó já það voru plaggöt). Keyptum eitt neon-belikt og annað neon-blátt. Íslenski fáninn fór aftan á annað plaggatið og klisjulegar setningar eins og "We love you BSB" framan á. Kristín, Cyppie, Helen, vinkona hennar, Ágústa, Óskar og Ívar kíktu svo í partíið og við hófum för...

En again - af því að við erum við - var bíllinn rafmagnslaus!!! við auðvitað að verða semi sein og vorum ekki að ná að ýta kallinum í gang. Engir leigubílar voru lausir - en guð svaraði bænum okkar og strákarnir fundu dúdda með kapla til að koma kagganum af stað - and we made it! BSB here we come....

Við ætluðum okkur að sjálfsögðu að vera frekar framarlega með bleika plaggatið - en VIP svæðið byrjaði fáránlega aftarlega svo við urðum að sætta okkur við að vera ekki fremst. Asísku gellurnar og gaurarnir voru að miiiiiiiissa sig í gleðinni. Svo segir maður svona "vuuuuuuhú" inni á milli á tónleikum....en nei - það er gert öðruvísi hér í Asíunni. Stelpurnar öskra eins og einhver sé að ráðast á þær - hljómar svona eins og apa-öskur eða eitthvað. Hræðilegt. Sáum pínkulítið eftir því að hafa ekki mætt með eyrnatappa á svæðið en oh well. Sandra tók nokkur góð öskur í þeirra stíl þeim til mikillar gleði.

.....en plaggatinu var sveiflað - það var sungið - dansað - og fíflast. Very nice.

Sökum myrkurs og mannmergðar voru ekki teknar neitt gífurlega margar myndir...en Sandra hefur eflaust smellt nokkrum svo það er hægt að tékka á blogginu þeirra (sjá link hérna hægra megin).

En að öðru....í fyrradag var ég búin að panta mér tíma hjá tannlækni! það er búinn að vera einhver voðalegur þrýstingur í tönnslunum mínum og mér finnst s-in mín skrýtin (sama hvað Óskar hlær mikið af mér þegar ég æfi mig í að segja Singapore aftur og aftur). Helen - íslensk stelpa sem er búin að búa hérna í þrjú ár - mældi með tannlæknastofu sem átti að vera mjög þróuð og fín - sem hún var! treysti tannsanum þar bara liggur við betur en mínum heima. Þessi líka fína tannsaferð endaði á því að það þarf að rífa úr mér endajaxl á mánudaginn!!!!! ég þigg samúðar símtöl og e-mail í tilefni af því.

.....svo fórum ég, Óskar og Sandra - tannsa-buddies mínir á "Times Square" í Kuala Lumpur...það er 10 hæða risa mall með rússíbönum og látum. Þar skoðuðum við okkur um - fórum í bíó - og áttum hinn huggulegasta dag. Keyrðum svo áleiðis heim með nýja vini okkar - ungfrú GPS. Hún er mikið á því að segja t.d. "keep left" þegar hún meinar beygðu til vinstri (alvöru kona þar á ferð) svo við vorum látin taka eins og tvær þrjár vitlausar beygjur....í einni af þeim beygjum þurftum við að snúa við - og hvað haldiði að hafi gerst? það sprakk á fjandans dekkinu - Á HRAÐBRAUT Í MALASÍU. Það er most definately ekki hlutur sem maður vill að gerist í madness umferðinni hér úti!!! við neyddumst til að stoppa á svona aðrein (gífurlega skynsamlegt) en vorum örugglega á svona sjúkrabíla-akrein eða eitthvað...ég og Sandra unnum í því að henda þeim vespum og bílum í burtu sem höfðu hugsað sér að keyra niður þessa aðrein á meðan að Óskar skipti um dekk í svartamyrkrinu með skakka tjakknum (sandur undir skoh). EN...þetta bjargaðist allt sem betur fer! vorum nú bara frekar hissa að finna varadekk og allar græjur í bílnum svona til að byrja með. Úff....

Alltaf nóg að gerast í Malasíu......

4 comments:

knusmamma said...

Hæ elskurnar vaaaa thad gerist ekki sma ævintyri hja ykkur. Gaman var ad sja i gær ibudina ykkar og heyra i ykkur. Litli frændi er yndislegur.... allveg eins og Oskar og Nonni....
knusmamma a Islandi fer heim aftur a sunnudag

Sigga Dögg said...

en skemmtilegt blogg :)
backstreet boys er bara SNILLD, held það sé samt meira svona be there heldur en eitthvað annað :)
en fyndið vala, mig dreymdi tennur og að ég talaði eitthvað skrýtið, segðu oskari að þetta séu ekki hugarórar í þér!
hafið það ofsalega gott elskurnar og í gvuðannabænum farið varleg í akstrinum ykkar..
og hey, berlín í mars og barcelona í apríl, allt að gerast á klakanum :)

Anonymous said...

Vá......... skifta um dekk á hraðbraut ?????
Gott að það gekk upp
Sá peyjann í dag hann er alveg einsog Mússi !
Beztu kveðjur frá okkur
Steini og Maja

Vala said...

já..ég er sammála Steini - á myndunum sér maður allavegana ættarnefið og munninn sem Agnes, Óskar og Nonni eru nú öll með....

biðjum að heilsa heim:)